Hafnarráð
Dagskrá
Grétar Sigurbjörnsson verkefnastjóri Sandgerðishafnar varð bráðkvaddur í upphafi árs 2025. Grétar hafði starfað hjá Sandgerðishöfn óslitið frá árinu 2009 til dauðadags. Hafnarráð og starfsmenn Sandgerðishafnar þakka Grétari fyrir ánægjulegt samstarf og farsæl störf hans hjá Sandgerðishöfn. Hans er sárt saknað og hann skilur eftir skarð sem verður vandfyllt. Hafnarráð og starfsmenn Sandgerðishafnar votta fjölskyldu og aðstandendum hans innilegrar samúðar. Minning um góðan samstarfsmann og félaga mun lifa um ókomna tíð.
1.Sandgerðishöfn - starfsmannamál og skipulag starfsemi
2501149
Umræða um starfsmannamál og skipulag á starfsemi Sandgerðishafnar. Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu-og fjármálasviðs og Haukur Þór Arnarson mannauðsstjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Farið var yfir breytingar sem eru og verða á starfsmannahaldi á árinu og umræða um mögulegt fyrirkomulag á starfsemi hafnarinnar.
Samþykkt að fela hafnarstjóra að vinna tillögur um skipulag starfsemi hafnarinnar og leggja fyrir hafnarráð.
2.Hafnasamband Íslands fundargerðir
2009047
Fundargerðir 468. og 469. funda stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 16:35.