Hafnarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2025-2028
2405023
Starfsáætlun 2025, drög að fjárhagsáætlun og gjaldskrá fyrir árið 2025.
2.Hafnasamband Íslands hafnasambandsþing
2008045
Hafnasambandi Íslands vegna hafnasambandsþings 2024, ásamt upplýsingum um fjölda fulltrúa einstaka hafna á hafnasambandsþingi. Sandgerðishöfn á tvo fulltrúa á hafnasambandsþingi. Erindi frá fulltrúum B-lista varðandi fulltrúa Sandgerðishafnar á hafnasambandsþingi.
Afgreiðsla:
Fulltrúar B-lista í hafnarráði lögðu fram eftirfarandi bókun:
B-listi Framsóknar óskaði ítrekað eftir því að senda fulltrúa á Hafnasambandsþingið sem haldið var á Akureyri dagana 24. og 25. október 2024. Í samræmi við það sem hefur tíðkast hingað til, þegar eftirtaldir fulltrúar hafa sótt þingið:
Hafnarstjóri
Formaður Hafnarráðs
Verkefnastjóri Sandgerðishafnar
Fulltrúi frá minnihluta
Eftir að nýr meirihluti var myndaður í Suðurnesjabæ sumarið 2024 er það ljóst að B-listi á tvo fulltrúa í Hafnarráði og því er formanni Hafnarráðs óheimilt að neita B-lista um þátttöku á Hafnasambandsþinginu.
B-listi vill minna formann Hafnarráðs á að honum ber skylda til að fara eftir lögum.
Með vísan til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, krefjumst við að réttindum allra fulltrúa í Hafnarráði sé virt.
Okkar mat er að það þurfi að fara fram hlutfallskosning um hverjir eigi að fara með atkvæði Sandgerðishafnar á Hafnarsambandsþingi.
Fulltrúar B-lista í hafnarráði lögðu fram eftirfarandi bókun:
B-listi Framsóknar óskaði ítrekað eftir því að senda fulltrúa á Hafnasambandsþingið sem haldið var á Akureyri dagana 24. og 25. október 2024. Í samræmi við það sem hefur tíðkast hingað til, þegar eftirtaldir fulltrúar hafa sótt þingið:
Hafnarstjóri
Formaður Hafnarráðs
Verkefnastjóri Sandgerðishafnar
Fulltrúi frá minnihluta
Eftir að nýr meirihluti var myndaður í Suðurnesjabæ sumarið 2024 er það ljóst að B-listi á tvo fulltrúa í Hafnarráði og því er formanni Hafnarráðs óheimilt að neita B-lista um þátttöku á Hafnasambandsþinginu.
B-listi vill minna formann Hafnarráðs á að honum ber skylda til að fara eftir lögum.
Með vísan til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, krefjumst við að réttindum allra fulltrúa í Hafnarráði sé virt.
Okkar mat er að það þurfi að fara fram hlutfallskosning um hverjir eigi að fara með atkvæði Sandgerðishafnar á Hafnarsambandsþingi.
3.Sandgerðishöfn - rekstur og starfsemi
2206131
Erindi frá fulltrúum B-lista varðandi öryggismál Sandgerðishafnar.
Afgreiðsla:
Hafnarráð er sammála um nauðsyn þess að ávallt sé hugað að öryggismálum á hafnarsvæði og í því sambandi er verkefnastjóra falið að láta fara yfir allar merkingar og umferðarskilti og leitast verði við að þau mál séu í góðu lagi.
Hafnarráð er sammála um nauðsyn þess að ávallt sé hugað að öryggismálum á hafnarsvæði og í því sambandi er verkefnastjóra falið að láta fara yfir allar merkingar og umferðarskilti og leitast verði við að þau mál séu í góðu lagi.
4.Sandgerðishöfn - Tæki og áhöld
2409088
Erindi frá fulltrúum B-lista varðandi tækjakaup fyrir Sandgerðishöfn. Eftirfarandi tillaga var lögð fram af fulltrúum B-lista:
Hafnarráð samþykkir að vísa erindi um tækjakaup á skotbómu lyftara, ásamt snjótönn, fyrir Sandgerðishöfn til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025.
Hafnarstjóra er falið að útbúa kostnaðarmat og ávinningsgreiningu vegna kaupa á umræddum búnaði og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2025 í bæjarstjórn.
Hafnarráð samþykkir að vísa erindi um tækjakaup á skotbómu lyftara, ásamt snjótönn, fyrir Sandgerðishöfn til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025.
Hafnarstjóra er falið að útbúa kostnaðarmat og ávinningsgreiningu vegna kaupa á umræddum búnaði og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2025 í bæjarstjórn.
Eftirfarandi bókun var lögð fram af fulltrúum B-lista:
B-listi Framsóknar leggur til að Sandgerðishöfn verði útbúin með skotbómu lyftara, ásamt snjótönn, til að tryggja að starfsmenn hafnarinnar geti sinnt fjölbreyttum verkefnum á hagkvæman og öruggan hátt.
Núverandi fyrirkomulag, þar sem höfnin hefur ekki aðgang að eigin lyftara, veldur því að treysta þarf á utanaðkomandi aðila fyrir störf sem eru óaðskiljanlegur hluti af starfsemi hafnarinnar. Með því að fjárfesta í eigin tækjum er hægt að draga úr kostnaði við verktöku og auka sjálfbærni í rekstri.
B-listi telur mikilvægt að fjárfesting í þessum búnaði sé forgangsmál og leggur því til að málið verði tekið fyrir í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Afgreiðsla:
Tillaga fulltrúa B-lista felld með þremur atkvæðum fulltrúa S, D og O lista. Tveir fulltrúar B-lista samþykktu tillöguna.
B-listi Framsóknar leggur til að Sandgerðishöfn verði útbúin með skotbómu lyftara, ásamt snjótönn, til að tryggja að starfsmenn hafnarinnar geti sinnt fjölbreyttum verkefnum á hagkvæman og öruggan hátt.
Núverandi fyrirkomulag, þar sem höfnin hefur ekki aðgang að eigin lyftara, veldur því að treysta þarf á utanaðkomandi aðila fyrir störf sem eru óaðskiljanlegur hluti af starfsemi hafnarinnar. Með því að fjárfesta í eigin tækjum er hægt að draga úr kostnaði við verktöku og auka sjálfbærni í rekstri.
B-listi telur mikilvægt að fjárfesting í þessum búnaði sé forgangsmál og leggur því til að málið verði tekið fyrir í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Afgreiðsla:
Tillaga fulltrúa B-lista felld með þremur atkvæðum fulltrúa S, D og O lista. Tveir fulltrúar B-lista samþykktu tillöguna.
5.Sandgerðishöfn - Vefmyndavélar
2410032
Erindi frá fulltrúum B-lista um vefmyndavél við Sandgerðishöfn.
Afgreiðsla:
Hafnarráð samþykkir samhljóða að leggja til við Suðurnesjabæ að komið verði upp nettengdri vefmyndavél á Sandgerðisvita.
Hafnarráð samþykkir samhljóða að leggja til við Suðurnesjabæ að komið verði upp nettengdri vefmyndavél á Sandgerðisvita.
6.Hafnasamband Íslands fundargerðir
2009047
a) 465. fundur stjórnar dags. 09.09.2024.
b) 466. fundur stjórnar dags. 23.10.2024.
c) 467. fundur stjórnar dags. 11.11.2024.
b) 466. fundur stjórnar dags. 23.10.2024.
c) 467. fundur stjórnar dags. 11.11.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 17:18.
Fjárhagsáætlun og gjaldskrá fyrir árið 2025 samþykkt samhljóða.