Framkvæmda- og skipulagsráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag Ofan Garðvangs -Teiga- og Klappahverfi - Endurskoðun seinni hluta hverfis
2109110
Málsmeðferð tillögu að breytingu á seinni hluta deiliskipulags endurtekin vegna óverulegrar breytingar sem þurfti að gera á íbúðargerðum svæðisins í greinargerð Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034. Einnig er gerð breyting á götunni Straumklöpp þar sem þremur parhúsalóðum (2-12)er breytt í raðhúsalóðir með þremur íbúðum (2-18) og þremur raðhúshúsalóðum (1-17) er breytt í eina raðhúsalóð með nýrri húsgerð fyrir 7 íbúðir (1-13) og eina parhúsalóð (15-17). Nýtingarhlutfall lóða helst sambærilegt og í fyrri tillögu. Afgreiðslu máls frestað á 69. fundi ráðsins.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir tillögu að endurskoðun deiliskipulags efri hluta Teiga og Klapparhverfis og leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillöguna skv. 41.gr. skipulagslaga.
2.Bali, Stafnesi - Tillaga að deiliskipulagi
2512082
Tillaga landeigenda að deiliskipulagi Bala lögð fram til afgreiðslu. Skipulagið gerir m.a. ráð fyrir 8 frístundahúsalóðum á hluta jarðarinnar og er í samræmi við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034. Um er að ræða endurtekna málsmeðferð á uppfærðri tillögu frá 2017 þar sem staðfesting skipulagstillögu var ólokið.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi Bala, Stafnesi og leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillöguna skv. 41.gr. skipulagslaga.
3.Austurgarður 4 - Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja - Esja Car Rental ehf.
2512081
Samgöngustofa óskar eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi ökutækjaleigu skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað geymslusvæði í samræmi við umsókn en leggur áherslu á að umsókn verði endurnýjuð verði um fjölgun á bílum umfram það sem kemur fram í meðfylgjandi umsókn.
4.Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040 - Auglýsing tillögu (Nýtt svæðisskipulag)
2512025
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja óskar eftir umsögn við tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-2040. Gögn málsins má sjá á skipulagsgatt.is undir máli nr. 1374/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögu að svæðisskipulagi Suðurnesja.
5.Fjárhagsáætlun 2026-2029
2505089
Viðhaldsáætlun eignasjóðs 2026 lögð fram til kynningar ásamt yfirferð helstu verkefna 2025.
Lagt fram til kynningar og upplýsinga.
Fundi slitið - kl. 17:15.