Framkvæmda- og skipulagsráð
Dagskrá
Gísli Jónatan Pálsson boðaði forföll á fundinn og sat Anton Kristinn Guðmundsson varamaður fundinn í hans stað. Berglind Hallgrímsdóttir og Arna Kristjánsdóttir frá Eflu verkfræðistofu voru gestir fundarins undir máli 1.
1.Umferðaröryggisáætlun Suðurnesjabæjar
2409078
Ráðgjafar Eflu kynna vinnu og stöðu Umferðaröryggisáætlunar Suðurnesjabæjar 2026-2030.
Staða vinnu við umferðaröryggisáætlun Suðurnesjabæjar kynnt.
2.Deiliskipulag Ofan Garðvangs -Teiga- og Klappahverfi - Endurskoðun seinni hluta hverfis
2109110
Málsmeðferð tillögu að breytingu á seinni hluta deiliskipulags endurtekin vegna óverulegrar breytingar sem þurfti að gera á íbúðargerðum svæðisins í greinargerð Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034. Einnig er þremur raðhúsalóðum breytt í eina parhúsalóð og eina raðhúsalóð fyrir með nýrri húsgerð fyrir 7 íbúðir.
Afgreiðslu frestað
3.FLE-CPA KEF, mhl.02 - umsókn um byggingarleyfi-byggingarheimild
2511030
Isavia ohf. sækir um byggingarleyfi vegna niðurrifs og fyrirbyggjandi aðgerða við matshluta 02 við Flugstöð Leifs Eiríkssonar skv. meðfylgjandi gögnum. Framkvæmdin er undanfari tengibyggingar milli norður og suðurálmu og verður nýr matshluti.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.
4.FLE-CPA KEF, mhl.10 - umsókn um byggingarleyfi-byggingarheimild
2510708
Isavia ohf. sækir um byggingarleyfi vegna stækkun anddyris á austurhluta norðurbyggingar, matshluta 10. Heildarstærð stækkunar er 97 m2.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.
5.FLE-CPA, mhl.17 - umsókn um byggingarleyfi-byggingarheimild
2510650
Isavia ohf. sækir um byggingarleyfi fyrir hjólageymslu úr stálgrindareiningum við komusvæði á skammtímastæðum P2 skv. meðfylgjandi gögnum. Byggingin verður nýr matshluti nr. 17 og er heildarstærð 220 m2.
Ráðið samþykkir fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi vegna framkvæmdanna.
6.Reykjanesbraut - Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar
2510682
Reykjanesbær óskar umsagnar við skipulags- og matslýsingu vegna áforma Vegagerðarinnar um tvöfaldun á Reykjanesbraut (41) frá Hafnarvegi (44) og Víknavegi við Fitjar í Reykjanesbæ og að vegamótum Reykjanesbrautar, Sandgerðisvegar (429) og Garðskagavegar (45) við Rósaselstorg.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna.
7.Akurhús 1 - fyrirspurn um byggingu bílgeymslu
2510665
Eigandi Akurhús 1 leggur inn fyrirspurn hvort heimiluð yrði bygging bílgeymslu skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið telur fyrirspurn um fyrirliggjandi byggingaráform ekki samræmast skipulagsákvæðum svæðisins og hafnar þeim hugmyndum sem lagðar eru til.
8.Fjárhagsáætlun 2025-2028
2405023
Drög að viðhaldsáætlun 2026 lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 18:35.