Framkvæmda- og skipulagsráð
Dagskrá
1.Vegagerðin - Breytingar á stoppistöðvum leiðarakerfis
2509076
Mál nr. 6 frá 67.fundi ráðsins 17.9.2025 þar sem afgreiðslu var frestað. Viðbótarupplýsingar hafa borist.
Deildarstjóra umhverfismála falið að ganga frá útfærslu stoppistöðvar með Vegagerðinnni í samræmi við umræður á fundinum.
2.Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar 16.gr. laga nr. 551992
2509073
Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands varðandi uppbyggingu mannvirkja á þekktum sjóflóðasvæðum og ábyrgð sveitarfélaga í skipulagsmálum er það varðar. Erindi vísað til kynningar frá Bæjarráði á 174. fundi ráðsins, mál nr. 3.
Erindi lagt fram. Ráðið beinir þeim tilmælum til skipulags- og umhverfisviðs að tekið verði t.t. tilmæla Náttúrhamfaratrygginga Íslands við skipulagsgerð og útgáfu byggingarleyfa þar sem við á.
3.Umhverfis- og loftlagsstefna Suðurnesjabæjar
2209067
Forgangsverkefni næsta árs kynnt.
Lagt fram til upplýsinga.
4.Aðalskoðun leiksvæða
2011097
Staða leiksvæða, yfirlit endurbóta frá síðustu skýrslu.
Lagt fram til upplýsinga.
5.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar - Breyting á svæðum í Sandgerði, S-13 samfélagsþjónustu, AF-3 afþreyingar- og ferðamannasvæði, OP-2 opnu svæði og ÍB-12 íbúðarsvæði
2510064
Skipulagsfulltrúi leggur til óverulega breytingu á Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar í samræmi við tillögu að fyrirhuguðu deiliskipulagi við Sandgerðiskirkju, tjaldsvæði og ferðaþjónustu við Byggðaveg. Um er að ræða breytingu á þéttbýlisuppdrætti Sandgerðis og stærðartöflum í greinargerð aðalskipulags. Ekki er um að ræða breytingar á stefnumörkun aðalskipulagsins í neinum málaflokkum.
Lagt er til að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar fái málsmeðferð skv.2 mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 vegna óverulegrar aðalskipulagsbreytingar og leggur ráðið til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa þá niðurstöðu og senda tillögu til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
6.Tillaga að Deiliskipulagi við Sandgerðiskirkju, tjaldsvæði og ferðaþjónustu við Byggðaveg
2412037
Tillaga að deiliskipulagi lögð fram á nýjan leik en málið var tekið fyrir á síðasta fundi ráðsins.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi reitsins og leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillöguna skv. 41.gr. skipulagslaga.
7.Brimsker 2-8 - Ósk um fjölgun íbúða úr 4 í 6
2509131
Lóðarhafi Brimskers 2-8 óskar eftir að fá að fjölga íbúðum úr 4 í 6 án þess að auka leyfilegt byggingarmagn á lóð.
Erindi hafnað. Ráðið telur umbeðana breytingu ekki samræmast heildarmynd skipulagsins. Skipulagsfulltrúa falið að skoða mögulega breytingu á heildarskipulagi hverfisins.
8.Suðurgata 28 - fyrirspurn um bygginu bílskúrs
2510024
Eigandi Suðurgötu 28 spyr hvort heimilað yrði að byggja bílgeymslu á lóð skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur vel í erindið og samþykki að grenndarkynna.
9.Brekkustígur 2 - umsókn um stöðuleyfi
2509099
Eigandi Brekkustígs 2 sækir um stöðuleyfi fyrir gám skv. meðfylgjandi umsókn.
Tilgangur stöðuleyfis óljós, erindi hafnað.
10.Brimsker 9 - umsókn um lóð
2510025
Haraldur Gíslason sækir um lóðina Brimsker 9 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt.
11.Deiliskipulag hafnarsvæðis Sandgerði - Vesturbakki
2510066
Skipulagsfulltrúi leggur fram gildandi deiliskipulag til umræðu og hvort tilefni sé til að gera breytingar á skipulaginu.
Skipulagsfulltrúa falið að endurskoða deiliskipulagið.
12.Deiliskipulag Ofan Garðvangs -Teiga- og Klappahverfi - Endurskoðun seinni hluta hverfis
2109110
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu þar sem raðhúsalóðinni Straumklöpp 1-3 er minnkuð og breytt í parhúsalóð og lóðirnar Straumklöpp 5-17 eru sameinaðar í eina raðhúsalóð með íbúðaeiningum og þjónustu fyrir fatlaða einstklinga.
Ráðið tekur vel í tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
13.Kothúsavegur 16 - ósk um umsögn vegna starfsleyfis
2509091
Óskað er umsagnar vegna starfsleyfis fiskvinnslu við Kothúsaveg 16 en í vinnslunni er m.a. starfrækt reykhús.
Nokkuð hefur verið um kvartanir vegna lyktarmengunar frá þeirri starfsemi sem hefur farið fram í húsnæðinu. Með t.t. þess telur ráðið starfssemina í ekki í fullu samræmi við ákvæði skilmála AT6 í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar um hreinlega atvinnustarfssemi. Ráðið gefur því neikvæða umsögn nema umsækjandi geti gert grein fyrir úrbótum á starfsseminni með endurbættum mengunarvarnarbúnaði.
Fundi slitið - kl. 18:45.