Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

67. fundur 17. september 2025 kl. 16:00 - 17:40 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson varaformaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Baldur Matthías Þóroddsson aðalmaður
  • Önundur Björnsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Hafþór Ernir Ólason formaður ungmennaráðs og Unnur Ýr Kristinsdóttir voru gestir fundarins undir máli nr. 1

1.Barna- og ungmennaþing

2503114

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar kynnir niðurstöður Barna- og ungmennaþings sem fór fram þann 13. maí s.l.
Ráðið þakkar ungmennaráði fyrir góða kynningu.

2.Framkvæmda- og skipulagsráð - Fundardagskra vetrarins 2025-2026

2509093

Fundaráætlun vetrarins lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Reykjanesbraut - Rósaselstorg - Breyting á Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034

2506072

Kynningar- og umsagnartíma lýsingar verkefnisins er lokið. Umsagnir og tillögur að viðbrögðum við þeim lagðar fram til afgreiðslu.
Samantekt á umsögnum og ábendingum lögð fram ásamt tillögu um viðbrögð við þeim. Samþykkt að taka tillögurnar til athugunar við vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar.

4.Bergvík - Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi

2506043

Kynningar- og umsagnartíma lýsingar verkefnisins er lokið. Umsagnir og tillögur að viðbrögðum við þeim lagðar fram til afgreiðslu.
Samantekt á umsögnum og ábendingum lögð fram ásamt tillögu um viðbrögð við þeim. Samþykkt að taka tillögur til athugunar við vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags.

5.Grenndarstöð - breyting á útfærslu

2401065

Breytingartillaga Kölku á fyrirkomulagi grenndarstöðva lögð fram.
Framkvæmda- og skipulagsráð tekur vel í tillöguna og samþykkir breytingartillögu frá Kölku fyrir grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Bent er á að huga mætti betur að útliti og samræmi í litasamsetningu móttökuílátanna.

6.Vegagerðin - Breytingar á stoppistöðvum leiðarakerfis

2509076

Vegagerðin óskar eftir viðbrögðum Suðurnesjabæjar vegna tillögu að breyttri staðsetningu stoppistöðvar við Íþróttamiðstöðina í Sandgerði.
Afgreiðslu frestað. Skipulags og umhverfissviði falið að afla frekari upplýsinga frá Vegagerðinni.

7.Deiliskipulag ofan Skagabrautar - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

2105074

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu ofan Skagabrautar lögð fram.
Framkvæmda- og skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Ofan Skagabrautar" skv. 41.gr. skipulagslaga.

8.Tillaga að Deiliskipulagi við Sandgerðiskirkju, tjaldsvæði og ferðaþjónustu við Byggðaveg

2412037

Tillaga að deiliskipulagi lögð fram.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi reitsins og leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillöguna skv. 41.gr. skipulagslaga.

9.Sjávarbraut 11a,b,c,d - umsókn um lóð

2509078

2 umsóknir eru um atvinnuhúsalóðina Sjávarbraut 11 a-d
Tvær umsóknir hafa borist um lóðina. Afgreiðslu frestað vegna formgalla er á annarri umsókninni.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni síðunnar?