Framkvæmda- og skipulagsráð
Dagskrá
1.Umferðaröryggisáætlun Suðurnesjabæjar
2409078
Staða á vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar Suðurnesjabæjar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Samgönguáætlun - sjóvarnir
2210020
Sjóvarnarverkefni í Suðurnesjabæ sem lögð eru til í Samgönguáætlun 2026-2030 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
3.Aðalskipulags Keflavíkurflugvallar - Endurskoðun - Kynning tillögu á vinnslustigi (Nýtt aðalskipulag)
2506136
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar óskar eftir umsögn um vinnslutillögu að aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2023-2040. Gögn málsins má sjá á skipulagsgátt.is undir máli nr. 567/2023.
Skipulagsfulltrúi lagði fram minnisblað um tillögu að umsögn. Ráðið samþykkir tillöguna.
4.Stóri Hólmur, Hólmsreitur og Hábæjarmói - ósk um breytingu á aðalskipulagi
2506125
Eigendur lands óska eftir að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi úr íþróttasvæði í frístundabyggð skv. meðfylgjandi erindi og uppbyggingaráformum.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við landeigendur í samræmi við umræður á fundinum.
5.Vestursvæði Keflavíkurflugvallar - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
2507056
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar óskar eftir umsögn um tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Vestursvæði Keflavíkurflugvallar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgátt.is undir máli nr. 1003/2025.
Skipulagsfulltrúi lagði fram minnisblað um tillögu að umsögn. Ráðið samþykkir tillöguna.
6.Norðurljósavegur 2 - Fyrirspurn vegna stækkunar hótels
2507044
Eigendur Norðurljósavegs 2 leggja fram fyrirspurn hvort heimiluð yrði bygging á 4 gistihúsum á lóð félagsins skv. meðfylgjandi gögnum.
Hugmyndir lóðarhafa eru í góðu samræmi við gildandi deiliskipulag. Byggingarfulltrúa falin útgáfa byggingarleyfis þegar frekari umsóknir og gögn hafa borist á grundvelli innsendrar tillögu.
7.Akurhús 1 - Umsókn um byggingarleyfi - byggingarheimild
2507054
Eigandi Akurhúsa 1 sækir um leyfi fyrir byggingu á þremur smáhýsum skv. meðfylgjandi gögnum.
Akurhús 1 er ekki á deiliskipulögðu svæði en er á skilgreindu verndarsvæði í byggð. Á svæðinu eru ekki heimilaðar nýbyggingar fyrir nýjar íbúðir eða frístundahús, einugis lítilsháttar viðbyggingar við núverandi hús og/eða bílgeymslur við eldri hús sem ekki hafa slika fyrir. Erindi hafnað.
8.Hjallagata 10 - fyrirspurn, Byggingarheimild
2507050
Eigandi Hjallagötu 10 leggur fram fyrirspurn um hvort heimiluð yrði 18,6 m2 viðbygging skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án
athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
9.Skagabraut 16 - Umsókn um byggingarheimild
2507016
Eigandi Skagabrautar 16 sækir um leyfi til byggingar á 34,6 m2 sólstofu skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið telur að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og því ekki talin ástæða til grenndarkynningar, sbr. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
10.Nátthagi 22 - Umsókn um byggingarleyfi
2507006
Lóðarhafi sækir um leyfi til byggingar á frístundahúsi skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt, enda í samræmi við gildandi deiliskipulag.
11.Skagabraut 82, mhl.02 - Breytt notkun - fyrirspurn
2506021
Máil frestað á 65. fundi ráðsins undir máli nr. 5. Frekari gögn lögð fram með erindi.
Ráðið tekur vel í erindið og leggur til að unnið verði útfrá tillögu C.
12.Hlíðargata 40 - Fyrirspurn um byggingu íbúðarhúss
2506058
Grenndarkynningu lokið. 2 athugasemdir bárust.
Athugasemdir sem komu fram við grenndarkynningu eru ekki þess eðlis að synja beri erindinu og varða ekki lóðina Hlíðargötu 42 sem slíka né göngustíginn milli lóðanna. Byggingarfulltrúa falið að svara athugasemdum formlega gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist.
Fundi slitið - kl. 18:00.