Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

65. fundur 18. júní 2025 kl. 16:00 - 17:45 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson varaformaður
  • Baldur Matthías Þóroddsson aðalmaður
  • Önundur Björnsson aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurður Hilmar Ólafsson Deildarstjóri byggingamála
Dagskrá
Gísli Jónatan Pálsson boðaði forföll og sat Anton Kristinn Guðmundsson varamaður fundinn í hans stað.

1.Reykjanesbraut-Rósaselstorg - Breyting á Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034

2506072

Fyrir liggur skipulagslýsing vegna áforma Vegagerðarinnar um að tvöfalda Reykjanesbraut (41) frá Hafnarvegi (44) og Víknavegi við Fitjar í Reykjanesbæ og að vegamótum Reykjanesbrautar, Sandgerðisvegar (429) og Garðskagavegar (45) við Rósaselstorg. Vegagerðin hyggst tvöfalda Reykjanesbraut á þessum kafla, þannig að vegurinn verði fjögurra akreina vegur, með tveimur akreinum í hvora átt og aðskilnaði akstursstefna með vegriði. Markmiðið er m.a. að auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa svæðisins, tryggja greiðari samgöngur, bæta sambúð vegar og umferðar við íbúa og umhverfi og lágmarka líkur á lokun stofnbrautar vegna veðurs.
Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að kynna skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 vegna Reykjanesbrautar við Rósaselstorg skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga.

2.Bergvík - Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi

2506043

Fyrir liggur skipulags- og matslýsing fyrir heildarendurskoðun á deiliskipulagi í Bergvík í Suðurnesjabæ, helstu forsendum endurskoðunarinnar og breytingu á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 fyrir sama svæði sem unnin verður samhliða. Markmiðið er m.a. að útfæra áherslur um hringrásariðngarð í Bergvík með áherslu á nýsköpun og möguleika á orkuklasa með athafnasvæði fyrir nýja orkugjafa sem styðja við orkuskipti og starfsemi Keflavíkurflugvallar.
Framkvæmda- og skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veita landeigenda Bergvíkur heimild til deiliskipulagsgerðar í Bergvík skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að kynna skipulags- og matslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag í Bergvík og breytingu á Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 skv. 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

3.Gauksstaðir, tillaga að deiliskipulagi

2407065

Mál áður á dagskrá á 62. fundi ráðsins 19.3. s.l og á dagskrá 167. fundi Bæjarráðs þann 11.6 s.l. þar sem því er beint til framkvæmda-og skipulagsráðs að taka málið upp að nýju og ljúka málsmeðferð þess, meðal annars með því að svara innsendum athugasemdum og ábendingum um áður auglýsta deiliskipulagstillögu og afgreiða skipulagstillögu til bæjarráðs til afgreiðslu. Jafnframt liggja fyrir bréf frá Lex lögmönnum fyrir hönd eigenda jarðarinnar Gauksstaða og bréf frá Ívari Pálssyni hjá Landslögum að beiðni Suðurnesjabæjar, vegna málsmeðferðar deiliskipulagstillögu Gauksstaða.
Tillaga að deiliskipulagi við Gauksstaði L196408 var auglýst í Skipulagsgátt, á vef Suðurnesjabæjar og í Víkurfréttum þann 12. nóvember 2024 með fresti til að skila inn umsögnum og athugasemdum til og með 31. desember 2024. Fyrir liggur minnisblað Verkís dags. 16. júní 2025 þar sem teknar eru saman framkomnar athugasemdir og tillaga að viðbrögðum við þeim. Einnig liggja fyrir drög að uppfærðum deiliskipulagsgögnum í samræmi þau viðbrögð sem koma fram í samantektinni. Alls bárust 40 umsagnir og athugasemdir á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar og áður hafði borist umsögn frá Minjastofnun Íslands dags. 16. ágúst 2024. Eftir að kynningartímanum lauk barst auk þess sérstök umsögn frá Vegagerðinni dags.23. janúar 2025.
Framkvæmda- og skipulagsráð hefur farið yfir framkomnar athugasemdir og viðbrögð við þeim og telur að þær breytingar sem lagðar eru til í minnisblaðinu komi til móts við athugasemdir og minnki neikvæð áhrif af deiliskipulaginu. Ráðið telur jafnframt að breytingar á tillögunni, frá auglýstri tillögu, teljist ekki breytingar í grundvallaratriðum, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Framkvæmda- og skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og framkvæmdaaðilum að lagfæra skipulagsgögnin til samræmis við minnisblaðið og niðurstöðu fundarins. Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkir jafnframt að leggja til við bæjarstjórn að hún samþykki deiliskipulagstillöguna ásamt umhverfismati með þeim breytingum sem lagðar eru til og feli sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagið til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt að senda þeim aðilum, er athugasemdir gerðu, umsögn sína um þær.

Fulltrúi O-listans situr hjá við afgreiðslu málsins, þar sem að hann telur að ekki hafi verið komið nægilega til móts við athugasemdir er snúa að hæð húsanna og áhrif þess á útsýni og ásýnd strandlengjunnar.

4.Hlíðargata 40 - Fyrirspurn um byggingu íbúðarhúss.

2506058

Lóðarhafi Hlíðargötu 40 leggur fram fyrirspurn hvort heimiluð yrði bygging einbýlishúss skv. meðfylgjandi gögnum. Lóðin er a ódeiliskipulögðu svæði, en hluti af þéttingarreit og götumynd Hlíðargötu.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

5.Skagabraut 82, mhl.02 - Fyrirspurn um endurbyggingu og breytta nýtingu á geymsluskúr.

2506021

Eigandi Skagabrautar 82 leggur fram fyrirspurn um hvort heimiluð yrði endurbygging á skráðum geymsluskúr á lóð sem yrði bílgeymsla með stækkun um 36 m² skv. meðfylgjandi gögnum. Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði, en er á svæði sem tilgreint í aðalskipulagi sem verndarsvæði í byggð.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda og afla nánari gagna.

6.Brekkustígur 13 - Fyrirspur um skiptingu eignar.

2506019

Eigandi Brekkustígs 13 óskar eftir að fá að skipta eigninni í tvær íbúðir skv. meðfylgjandi erindi. Lóðin sem um ræðir er á ódeiliskipulögðu svæði og í byggða og húsakönnun af tilgreindu svæði í Sandgerði, dags september 2018, er lagt til að Brekkustígur 13 njóti verndar með hverfisvernd þar sem húsið ásamt fleirum í sömu götulínu hafi varðveislugildi sem hluti götumyndar og sé fulltrúi síns tíma í byggingarsögunni.
Lóðin sem um ræðir er á ódeiliskipulögðu svæði og í byggða og húsakönnun af tilgreindu svæði í Sandgerði, dagsett í september 2018, er lagt til að Brekkustígur 13 njóti verndar með hverfisvernd þar sem húsið ásamt fleirum í sömu götulínu hafi varðveislugildi sem hluti götumyndar og sé fulltrúi síns tíma í byggingarsögunni. Ráðið telur fyrirhugaða breytingu ekki ganga gegn því sem gert er ráð fyrir í byggða- og húsakönnuninni, ásamt Verndarsvæði í byggð og samþykkir því í erindið og fellur frá grenndarkynningu, sbr. 44. gr. skipulagslaga, enda metur hún það svo að sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist.

7.Skagabraut 33-35 - Fyrirspurn um breyting gólfkóta.

2506095

Hönnuður, fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir hækkun á gólfkóta fyrirhugaðrar byggingar, úr 6,8m í 7,182.
Í deilskipulagi svæðisins, var ekki tekið nægt tillit til hæðarlegu frárennslislagnar við lóðarmörk. Fyrir liggja Gólfkóti endanlegs jarðvegs við lóðarmörk var á lóðarblaði 5,70 og 6,20 gólfkóti í húsi, sem er mismunur upp á 50 cm.
Nýtt lóðarblað gerir ráð fyrir hæðarkóta 6,30 við götu, en 6,80 í húsi, sem er einnig mismunur upp á 50 cm.
Ráðið getur ekki fallist á að hæð endanlegs gólfkóta verði 7,182 og er erindinu því hafnað.
Samþykktir aðaluppdrættir liggja fyrir, sem gera ráð fyrir gólfkóta upp á 6,2 á steyptri plötu.
Byggingarfulltrúa falið að ítreka stöðvun framkvæmda þar til nýir uppdrættir hafa verið samþykktir.


8.Garðbraut 16 - Umsókn um byggingarheimild

2506086

Umsókn um byggingarheimild fyrir 58,3 m² bílgeymslu. Lóðin sem um ræðir er á ódeiliskipulögðu svæði.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

9.Merking gamalla húsa í Suðurnesjabæ

2010059

Lagt fram erindi um framhald á merkingu gamalla húsa í Suðurnesjabæ frá áhugahópnum Merkir Menn og snýr verkefnið að merkingu hús í Sandgerðishluta sveitarfélagsins.
Ráðið tekur vel í erindið og felur skipulags- og umhverfissviði að vinna málið áfram með Merkum Mönnum.

10.Aðgengisframlög Jöfnunarsjóðs vegna fatlaðs fólks

2103096

Framlög til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks 2025-2026. Máli vísað til Framkvæmda- skipulagsráðs á 59. fundi Fjölskyldu- og velferðaráðis.
Ráðið tekur vel í erindið og felur skipulags- og umhverfissviði að láta vinna greiningu á þörfum fyrir úrbætur í aðgengismálum, með það að markmiði að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk í samræmi við markmið Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í framhaldi af greiningunni verði unnin framkvæmdaáætlun, þar sem verkefnum og framkvæmdum verður forgangsraðað með hliðsjón af mikilvægi.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni síðunnar?