Framkvæmda- og skipulagsráð
Dagskrá
1.Umferðaröryggisáætlun Suðurnesjabæjar
2409078
Staða máls lögð fram til kynningar
Lagt fram til upplýsingar um stöðu verkefnis og áætlun.
2.Vallargata 6 - bílgeymsla - fyrirspurn
2505042
Eigandi Vallargötu 6 leggur fram fyrirspurn um hvort heimiluð yrði breitt notkun húsnæðis og bílgeymslu breytt í íbúð.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án
athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
3.Klapparstígur 4 - umsókn um stöðuleyfi
2505012
Eignadi Klapparstígs 4 sækir um stöðuleyi fyrir gám skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. maí 2026.
4.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg
2505025
Hestamannafélagið Máni óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir nýjum reiðstíg skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi.
5.Garðvegur 5 - Ósk um afstöðu Suðurnesjabæjar um starfssemi bílaleigu
2504038
Tryggvi Forbeg f.h. lóðarhafa Garðvegi 5 óskar eftir afstöðu Suðurnesjabæjar um starfssemi bílaleigu skv. meðfylgjandi upplýsingum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um að lagðar verði fram nánari upplýsingar um nýtingu lóðar undir fyrirhugaða starfssemi og frágang á svæðinu.
6.Fálkavöllur 13 - Vesatursvæði Keflavíkurflugvallar - Breyting á deiliskipulagi
2505069
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar óskar eftir umsögn um tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Fálkavelli 13 - Vestursvæði Keflavíkurflugvallar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgátt.is undir máli nr. 602/2025.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
7.Norð-Austursvæði Keflavíkurflugvallar - Breyting á deiliskipulagi
2505068
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar óskar eftir umsögn um tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Norð-Austursvæði Keflavíkurflugvallar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgátt.is undir máli nr. 604/2025.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
8.Suðurnesjabær - Mögulegir þéttingarreitir fyrir íbúðarhúsnæði
2403036
Mögulegir þéttingareitir Fyrir Sandgerði lagðir fram til upplýsinga.
Lagt fram til upplýsinga.
9.Garðbraut 73 - Deiliskipulag ofan Garðbrautar og neðan Melbrautar
2505067
Eigendur Heiðarhúsa f.h. landeigenda kynna hugmyndir að mögulegri nýtingu á landi sínu á reitnum sem heitir í deiliskipulagi "Ofan Garðbrautar og neðan Melbrautar" og er Garðbraut 73 skv. skipulagi.
Lagt fram til kynningar
10.Suðurnesjabær - Umhverfismál
2302086
Skógrækt í Suðurnesjabæ - Niðurstaða styrkumsóknar
Ráðið fagnar styrk og stuðningi frá Landi & skógum og stefnt er að gróðursetningu 5.000 plantna í sumar.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Gestir fundarins undir máli nr. 9 voru Þorleifur Björnsson, Karl Finnbogason og Hermann Helgason frá Heiðarhúsum ehf.