Framkvæmda- og skipulagsráð
Dagskrá
Gísli Jónatan Pálsson boðaði forföll og sat Anton Kristinn Guðmundsson varamaður fundinn í hans stað.
1.Skálareykjavegur 12 - Möguleg stækkun á starfsemi - fyrirspurn
2504031
Eigendur Skálareykjavegar 12 óska eftir afnotaleyfi af hluta lóðarinnar L130800 til að bæta umgengni við eignina skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að útfæra afnot af svæðinu í samráði við lóðarhafa.
2.Brekkustígur 5 - fyrirspurn - breyting á þaki
2504008
Eigandi Brekkustígs 5 óskar eftir að fá að endurbyggja þak hússins skv. meðfylgjandi hugmyndum.
Í Byggða- og húsakönnun af tilgreindu svæði í Sandgerði, dags september 2018, er lagt til að Brekkustígur 5 njóti verndar með hverfisvernd þar sem húsið ásamt fleirum í sömu götulínu hafi varðveislugildi sem hluti götumyndar og sé fulltrúi síns tíma í byggingarsögunni. Ráðið telur fyrirhugaða breytingu geta samræmast því sem gert er ráð fyrir í byggða- og húsakönnunninni, ásamt Verndarsvæði í byggð og tekur því jákvætt í erindið. Erindið er því samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2. Uppfæra þarf uppdrætti fyrir grenndarkynningu.
3.Eyjasker 3 - umsókn um lóð
2504007
Brokkur byggingar ehf. sækir um einbýlishúsalóðina Eyjasker 3 undir byggingu einbýlishúss.
Samþykkt á úthluta umsækjanda lóðinni.
4.Lónshús - ósk um breytingu á skráningu mannvirkis
2503117
Eigandi Lónshúss óskar eftir að skráningu húss verði breytt í íbúðarhúsnæði á grundvelli þess að aldrei var óskað eftir að húsið væri skráð sem atvinnuhúsnæði.
Landnotkun undir Lónshúsum var breytt í íbúðasvæði að ósk eiganda í aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 úr atvinnuhúsalóð í íbúðarhúsalóð. Breytt notkun húsnæðis samþykkt og byggingarfulltrúa falið að breyta skráningu að uppfylltum ákvæðum laga um mannvirki 160/2010 og laga skráningu og mat fasteigna 6/2001.
5.Landsnet - Kerfisáætlun 2025-2034 - Kynning umhverfismatsskýrslu
2504059
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um Kerfisáætlun 2025-2034, umhverfismatsskýrslu skv. gögnum máls. Sjá skipulagsgatt.is, mál nr.0509/2025
Ráðið gerir ekki athugasemdir umhverfismatsskýrslu Kerfisáætlunar 2025-2034
6.Umferðaröryggisáætlun Suðurnesjabæjar
2409078
Farið yfir stöðu mála vegna vinnu framundan við Umferðaröryggisáætlun Suðurnesjabæjar.
Lagt fram. Deildarstjóra umhverfismála falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda og undirbúa verkefnið.
7.Aðalskoðun leiksvæða
2011097
Viðhaldsáætlun leiksvæða 2025 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
8.Lækjamót 13 - Sólstofa - fyrirspurn
2504043
Eigandi Lækjamóta 13 leggur inn fyrirspurn hvort heimilað yrði að byggja sólstofu við íbúðina skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fundi slitið - kl. 17:30.