Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

62. fundur 19. mars 2025 kl. 16:00 - 18:15 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson varaformaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Baldur Matthías Þóroddsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gauksstaðir, tillaga að deiliskipulagi

2407065

Athugasemdafresti vegna deiliskipulagstillögunnar lauk 31.12.2024. Fjölmargar athugasemdir og umsagnir bárust um tillöguna. Afgreiðslu máls frestað á 60. fundi ráðsins.
Á kynningartímanum bárust 40 umsagnir um tillöguna í skipulagsgátt. Athugasemdir eða umsagnir frá almenningi og hagsmunaaðilum voru 35 og ein athugasemd vísar til undirskriftarlista 243 íbúa. Umsögn frá Vegagerðinni barst eftir að kynningartíma lauk, eða 23. janúar, og er hluti af þessu ferli. Í ljósi eðlis og umfangs athugasemda og umsagna leitaði skipulagsfulltrúi ráðgjafar hjá Verkís og óskaði utanaðkomandi rýni á tiltekna þætti er varða form og efni deiliskipulagstillögunnar, málsmeðferð, samantekt athugasemda og viðbrögð sveitarstjórnar/skipulagsaðila við athugasemdum. Þar er vísað er til minnisblaða Verkís dags. 25.02 og 17.03 og fundargerðar fundar með Vegagerðinni dags. 4.03.2025.

Með t.t. gagna málsins, m.a. minnisblaða Verkís, telur ráðið að endurskoða þurfi deiliskipulagsferlið frá grunni og að vinna þurfi nýja tillögu sem uppfylli kröfur skipulagsreglugerðar og skapi meiri sátt við nærsamfélagið með t.t. til þeirra þátta sem gagnrýndir eru í efnistökum tillögunnar og málsmeðferð.

Framkvæmda- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að ræða við framkvæmdaraðila um framhald skipulagsgerðar og mikilvægar forsendur hennar.

2.Breiðhóll 7 - Umsókn um breytingu á notkun lóðar

2502128

Lóðarhafi Breiðhóls 7 óskar eftir að fá að byggja parhús á lóðinni í stað einbýlishúss sem myndi rúmast innan sama byggingarreits skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna. Kostnaður sem kann að tilheyra grenndarkynningu, breytingum á skipulagi,lagna og gatnainnviðum verði Suðurnesjabæ að kostnaðarlausu. Framkvæmdir skulu hafnar innan 6 mánaða, að öðrum kosti verður lóðin afturkölluð og úthlutað á nýjan leik.

3.Reglur um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ

2110054

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið leggur fram minnisblað um fyrirkomulag reglna til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að leggja til frekari útfærslu á reglum um lóðarúthlutanir í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að innkalla lóðir sem framkvæmdir eru ekki hafnar á og tímafrestur er liðinn.

4.Samgönguáætlun - sjóvarnir

2210020

Minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála, skýrsla um sjávarflóð í byrjun mars 2025 ásamt umfjöllun um áherslur Suðurnesjabæjar vegna uppbyggingar sjóflóðavarna með strönd Suðurnesjabæjar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Stýrihópur um sértækt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk

2401023

Stýrihópur um búsetuúrræði óskar eftir tillögu að lóð undir búsetukjarnann. Tillögur að staðsetningu lóðar lagðar fram til skoðunar og umræðu.
Ráðið leggur til að gerð verði óveruleg deiliskipulagsbreyting á lóðunum við Vitaklöpp 2-24 þannig að gert verði ráð fyrir búsetukjarna fyrir fatlaða við Vitaklöpp 2-12 og lóðunum við Vitaklöpp 14-24 verði breytt í tvær þriggja íbúða raðhúsalóðir. Samanlagður fjöldi íbúða á reitnum verði sá sami og fyrir breytingu.

6.Iðngarðar 21 - Viðbygging - Umsókn um byggingarleyfi

2503099

Eigandi Iðngarða 21 sækir um byggingarleyfi vegna viðbyggingar skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt að fela byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi skipulag og innan byggingarreits.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?