Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

60. fundur 22. janúar 2025 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson varaformaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Baldur Matthías Þóroddsson boðaði forföll og sat Anton Kristinn Guðmudsson fundinn í hans stað. Gestir fundarins undir máli nr. 1. voru Jóhann Ingi Jóhannsson frá Vegagerðinni og Jakob Jóhann Sveinsson frá VSÓ. Fulltrúar úr bæjarstjórn sátu einnig fundinn undir sama máli auk bæjarstjóra sem einnig sat fundinn undir máli nr.2.

1.Reykjanesbraut, Hafnarvegur - Garðskagavegur

2407061

Valkostagreining Vegagerðarinnar vegna útfærslu Reykjanebrautar kynnt.
Valkostagreining Vegagerðarinnar vegna útfærslu Reykjanesbrautar lögð fram og þakkar ráðið góða kynningu.

2.Þjóðlendumál - eyjar og sker

2402041

Erindi lagt fram
Framkvæmda-og skipulagsráð leggur til að gerðar verði athugasemdir um kröfur Óbyggðanefndar varðandi eyjar og sker utan við Sandgerði og Sandgerðishöfn.

3.Tjarnargata 12 - Viðbygging_sólstofa

2501017

Eigandi Tjarnagötu 12 leggur fram fyrirspurn um byggingu sólstofu við eignina og hvort heimiluð yrði bílgeymsla á lóð eins og eldri byggingaráform gerðu ráð fyrir.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

4.Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 462025 - Geymsla skipagasolíu við Helguvík og stækkun Helguvíkurhafnar

2501063

Skipulagsstofnun leitar umsagnar vegna tilkynningar um matsskyldu á grundvelli 20.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð áform.

5.Deiliskipulag: Iðngarðar: Endurskoðun

1806201

Athugasemdarfresti vegna breytingu á deiliskipulagi lauk 17. júlí s.l.

Alls bárust 5 umsagnir við tillöguna. Sjá umsagnir á skipulagsgatt.is undir máli nr. 679/2024.
Skipulagsfulltrúa falið að skoða frekar útfærslur á vegtengingu. Afgreiðslu frestað.

6.Deiliskipulag Ofan Garðvangs -Teiga- og Klappahverfi - Endurskoðun seinni hluta hverfis

2109110

Málsmeðferð tillögu að breytingu á seinni hluta deiliskipulags endurtekin vegna óverulegrar breytingar sem þurfti að gera á íbúðargerðum svæðisins í greinargerð Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034.
Framkvæmda- og skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna á ný tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Ofan Garðvangs - Teiga- og Klapparhverfi", seinni hluta hverfis, skv. 41.gr. skipulagslaga. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034.

7.Gauksstaðir, tillaga að deiliskipulagi

2407065

Athugasemdafresti vegna deiliskipulagstillögunnar lauk 31.12.2024. Fjölmargar athugasemdir og umsagnir bárust um tillöguna. Lagt fram kynningar og umræðu ásamt bréfi/upplýsingum frá skipulagsaðilum.
Alls bárust 41 athugasemdir og umsagnir við tillöguna auk þess sem undirskriftalisti fylgdi einni athugasemdinni frá fjölda íbúa. Yfirferð og mat gagna er umfangsmikið og mun ráðið og skipulags- og umhverfissvið gefa sér lengri tíma til að meta öll gögn málsins. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?