Framkvæmda- og skipulagsráð
Dagskrá
1.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar - Breyting á ÍB9, Teiga- og Klapparhverfi
2412042
Skipulagsfulltrúi leggur til óverulega breytingu á Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar þar sem texti í greinargerð fyrir ÍB-9 er uppfærður fyrir íbúðagerðir svæðisins. Leyfilegur íbúðafjöldi helst óbreyttur.
2.Deiliskipulag-Stafnesvegur í landi Miðkots
2411105
Tillaga að deiliskipulagi við Stafnesveg í landi Miðkots lögð fram.
Framkvæmda- og skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagi við Stafnesveg í landi Miðkots skv. 41.gr. skipulagslaga. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034.
3.Golfklúbbur Sandgerðis - Jarðvegur til nýtingar á æfingasvæði GSG
2411132
Erindi frá Golfklúbbi Suðurnesja lagt fram skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur umhverfisfulltrúa að vinna að tillögu að samkomulagi og útfærslu verkefnisins við Golfklúbbinn.
4.Klapparstígur 1 - breytt notkun bílgeymslu í íbúð
2412024
Eigandi Klapparstígs 1 óskar eftir byggingarleyfi fyrir að fá að breyta bílgeymlsu á lóð í íbúðarrými.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
5.Þinghóll 1 - umsókn um lóð
2411138
Tvær umsóknir hafa borist um einbýlishúsalóðina Þinghól 1 sem er endurúthlutað.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn Hermanns Th. Hermannssonar og Grétu Rún Árnadóttir dregin til
úthlutunar. Umsókn Hörpu Þórisdóttir og Jóns Sigurðar Norðkvist var dregin til vara.
úthlutunar. Umsókn Hörpu Þórisdóttir og Jóns Sigurðar Norðkvist var dregin til vara.
6.Suðurnesjabær - Samþykkt um gatnagerðargjöld
2211128
Samþykkt um gatnagerðargjöld í Suðurnesjabæ lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
7.Fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2025
2405023
Drög að fjarfestingaáætlun og viðhaldsáætlun 2025 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:20.
skv.2 mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 vegna óverulegrar aðalskipulagsbreytingar
og leggur ráðið til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa þá niðurstöðu og senda tillögu til
staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.