Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

59. fundur 12. desember 2024 kl. 16:00 - 17:20 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson varaformaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Baldur Matthías Þóroddsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar - Breyting á ÍB9, Teiga- og Klapparhverfi

2412042

Skipulagsfulltrúi leggur til óverulega breytingu á Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar þar sem texti í greinargerð fyrir ÍB-9 er uppfærður fyrir íbúðagerðir svæðisins. Leyfilegur íbúðafjöldi helst óbreyttur.
Lagt er til að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar fái málsmeðferð
skv.2 mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 vegna óverulegrar aðalskipulagsbreytingar
og leggur ráðið til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa þá niðurstöðu og senda tillögu til
staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

2.Deiliskipulag-Stafnesvegur í landi Miðkots

2411105

Tillaga að deiliskipulagi við Stafnesveg í landi Miðkots lögð fram.
Framkvæmda- og skipulagsráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagi við Stafnesveg í landi Miðkots skv. 41.gr. skipulagslaga. Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034.

3.Golfklúbbur Sandgerðis - Jarðvegur til nýtingar á æfingasvæði GSG

2411132

Erindi frá Golfklúbbi Suðurnesja lagt fram skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur umhverfisfulltrúa að vinna að tillögu að samkomulagi og útfærslu verkefnisins við Golfklúbbinn.

4.Klapparstígur 1 - breytt notkun bílgeymslu í íbúð

2412024

Eigandi Klapparstígs 1 óskar eftir byggingarleyfi fyrir að fá að breyta bílgeymlsu á lóð í íbúðarrými.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

5.Þinghóll 1 - umsókn um lóð

2411138

Tvær umsóknir hafa borist um einbýlishúsalóðina Þinghól 1 sem er endurúthlutað.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn Hermanns Th. Hermannssonar og Grétu Rún Árnadóttir dregin til
úthlutunar. Umsókn Hörpu Þórisdóttir og Jóns Sigurðar Norðkvist var dregin til vara.

6.Suðurnesjabær - Samþykkt um gatnagerðargjöld

2211128

Samþykkt um gatnagerðargjöld í Suðurnesjabæ lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2025

2405023

Drög að fjarfestingaáætlun og viðhaldsáætlun 2025 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Getum við bætt efni síðunnar?