Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

58. fundur 20. nóvember 2024 kl. 16:00 - 19:20 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson varaformaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Baldur Matthías Þóroddsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Eyjólfur Þór Magnússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar var gestur fundarins undir máli nr. 1.

1.Snjómokstur-Umhverfismiðstöð

2301060

Samþykkt um vetrarþjónustu í Suðurnesjabæ lögð fram til staðfestingar.
Ráðið samþykkir fyrirkomulag og áætlun um vetrarþjónustu Umhverfismiðstöðvar.

2.Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040

2411063

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja óskar eftir umsögn um kynningu á vinnslutillögu af Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-2040. Gögn málsins má sjá á skipulagsgátt.is undir máli nr. 1374/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu Svæðisskipulags Suðurnesja 2024-2040

3.Tæknivellir Ásbrú - Breyting á deiliskipulagi

2411064

Reykjanesbær óskar eftir umsögn um kynningu á vinnslutillögu af deiliskipulagsbreytingu Tæknivalla, Ásbrú. Gögn málsins má sjá á skipulagsgátt.is undir máli nr. 1306/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu deiliskipulagsins.

4.Aðalskipulagsbreyting Höfnum - Hvammur og Selvogur

2407064

Reykjanesbær óskar eftir umsögn um tillögu af aðalskipulagsbreytingu á Hvammur og Selvogur, Höfnum. Gögn málsins má sjá á skipulagsgátt.is undir máli nr. 0141/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögu að aðalskipulagsbreytingu Hvamms og Selvogs í Höfnum.

5.Vatnsnes - Breyting á aðalskipulagi

2402058

Reykjanesbær óskar eftir umsögn tillögu að aðalskipulagsbreytingu Vatnsnes. Gögn málsins má sjá á skipulagsgátt.is undir máli nr. 175/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillögu að aðalskipulagsbreytingu Vatnsness.

6.Garðbraut 47 - umsókn um stöðuleyfi

2411035

Eigandi Garðbrautar 47 sækir um stöðuleyfi fyrir gám skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að veita stöðuleyfi til 30. apríl 2025.

7.Brekkustígur 2 - umsókn um stöðuleyfi

2411028

Eigandi Brekkustígs 2 sækir um stöðuleyfi fyrir gám skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að veita stöðuleyfi til 31. maí 2025.

8.Gerðavegur 5 - Umsókn um stöðuleyfi

2411066

Eigandi Gerðavegar 5 sækir um stöðuleyfi fyrir gám skv. meðfylgjandi gögnum.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að veita stöðuleyfi til 31. ágúst 2025.

9.Stóri Hólmur, Hjallur - Umsókn um breytta notkun og útlitsbreytingu

2410090

Eigandi Stóra-Hólms sækir um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar mannvirkis skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið telur fyrirhugaða uppbyggingu samræmast því sem gert er ráð fyrir í aðalskipulagi og samþykkir því erindið og fellur frá grenndarkynningu, sbr. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3, enda varði hin leyfisskylda framkvæmd ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

10.Grindavíkurnefnd - Beiðni um vilyrði fyrir lóð eða lóðum vegna húsnæðis íbúa Grindavíkur

2411076

Aðsent erindi frá Grindavíkurnefndinni lagt fram.
Skv. meðfylgjandi erindi er óskað eftir uppbyggingu íbúðagerða sem er ekki gert ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi. Næsta úthlutun íbúðarhúsalóða er í Skerjahverfi 2, Sandgerði og fer líklega fram á næsta fundi ráðsins. Uppbygging innviða í því hverfi er á lokametrunum og því ekki raunhæfur möguleiki að gera deiliskipulagsbreytingu og fara í kostnaðarsamar breytingar á nýjum innviðum til að bregðast við þeirri ósk sem í erindinu felst. Áframhaldandi uppbygging framkvæmda á innviðum fyrir Skerjahverfi 3 og Teiga- og Klapparhverfi 3 liggur ekki fyrir en þar væri mögulegt að gera deiliskipulagsbreytingu til að koma á móts við þær íbúðagerðir sem óskað er eftir og veita vilyrði fyrir lóð undir verkefnið skv. 8. gr. reglna um úthlutun lóða í Suðurnesjabæ. Ljóst er að úthlutun næstu hverfa í Suðurnesjabæ færi í fyrsta lagi fram seinni hluta árs 2025 ef áframhaldandi framkvæmdir verða á fjárfestingaáætlun Suðurnesjabæjar á næsta ári. Því liggur fyrir að ekki er hægt að verða við erindinu innan þess tímafrests sem óskað er eftir.

11.Suðurnesjabær - Mögulegir þéttingarreitir fyrir íbúðarhúsnæði

2403036

Mögulegir þéttingareitir fyrir Garð lagðir fram til umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

12.HES-Samþykkt um umgengni og þrif utanhúss - DRÖG

2406014

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja leggur fram drög að nýrri samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss til umsagnar.
Ráðið fagnar þessari samþykkt og styður fyrirliggjandi drög.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?