Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

57. fundur 16. október 2024 kl. 16:00 - 18:20 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson varaformaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Baldur Matthías Þóroddsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun var gestur fundarins undir máli nr. 2.

1.Þinghóll 1 - umsókn um lóð

2410010

Tvær umsóknir hafa borist um einbýlishúsalóðirnar Þinghóll 1
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn Lukasz Franciszek Brzecki dregin til úthlutunar.

2.Umhverfisstofnun - Umsókn um uppsetningu loftgæðamælistöðva í Garði og Sandgerði

2409084

Mál áður tekið fyrir á 56. fundi ráðsins undir máli nr. 11. Nýjar tillögur að staðsetnigu lagðar fram.
Ráðið samþykkir að mælistöðvarnar verði settar niður á lóð Gerðaskóla og lóð Strandgötu 17 í samræmi við umræður á fundinum

3.Ásbrú til framtíðar - Rammahluti aðalskipulags

2312065

Reykjanesbær óskar umsagna við auglýsta tillögu. Framtíðarsýn skipulagsins tekin til umfjöllunar í ráðinu 50. fundi ráðsins þann 3.1. 2024. Gögn málsins má sjá skipulagsgatt.is undir máli nr.1074/2023.
Ráðið gerir ekki athugasemdir tillögu að rammaáætlun skipulags.

4.Hleðslustöðvar

2208032

Mál sett á dagskrá að beiðni B-lista.
Afgreiðsla:
Ráðið samþykkir að hafin verði vinna skv. tillögum sem fram koma í minnisblaði deildarstjóra umhverfismála ásamt að hugað verði að á þessum þáttum í fjárhagsáætlun á næstu árum.

Bókun B-lista:
B-listi vill leggja áherslu á mikilvægi þess að Suðurnesjabær taki virkan þátt í orkuskiptum og styðji við aukna notkun rafbíla með því að bæta aðgengi að rafhleðslustöðvum í sveitarfélaginu. Það er nauðsynlegt að bregðast við vaxandi eftirspurn eftir rafhleðsluinnviðum til að auðvelda íbúum og gestum að velja umhverfisvænar lausnir. Með því að fjölga rafhleðslustöðvum, vinna með sérfræðingum og taka afstöðu til rekstrar- og kostnaðarmála, getum við stuðlað að sjálfbærni og stuðlað að betra umhverfi til framtíðar.

5.Húsnæðismál í Suðurnesjabæ - íbúðir fyrir eldri íbúa

2410051

Mál sett á dagskrá að beiðni B-lista
Bókun B-lista:
B-listi leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að bæta aðstöðu eldri borgara í Suðurnesjabæ með því að fjölga íbúðum sem eru sniðnar að þörfum þeirra. Það er ljóst að mikil vöntun er á slíku húsnæði, og því teljum við nauðsynlegt að sveitarfélagið, í samvinnu við einkaaðila og ríkið, ráðist í úrbætur á þessu sviði. Stækkun þjónustubyggingar Miðhúsa væri mikilvægt skref til að mæta þessum þörfum. Við leggjum til að farið verði í kostnaðargreiningu, sem og markvisst samtal við alla hagsmunaaðila til að tryggja að þessi framkvæmd verði hagkvæm og vel útfærð, með skýra tímalínu og framkvæmdaráætlun.

6.Aðalskoðun leiksvæða

2011097

Yfirlit um stöðu á leiksvæðum.
Lagt fram til upplýsingar.

7.Umhverfis- og loftlagsstefna Suðurnesjabæjar

2209067

Leiðarljós sveitarfélagsins fyrir 2025 lagt fram til umfjöllunar.
Ráðið samþykkir að unnið verði í samræmi við tillögur í minnisblaði og málinu vísað til gerð fjárhagsáætlunar.

8.Garðbraut 51 - Sólstofa - fyrirspurn

2410063

Eigandi Garðbrautar 51 leggur fram fyrirspurn um hvort heimilað yrði að byggja sólstofu við núverandi íbúðahús skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið telur að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og því ekki talin ástæða til grenndarkynningar, sbr. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Getum við bætt efni síðunnar?