Fara í efni

Framkvæmda- og skipulagsráð

55. fundur 22. júlí 2024 kl. 16:00 - 18:45 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Einar Jón Pálsson formaður
  • Jón Ragnar Ástþórsson varaformaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Gísli Jónatan Pálsson aðalmaður
  • Baldur Matthías Þóroddsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Ben Einarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Sigurður Elíasson óskaði eftir að fá að sitja fundinn í máli nr. 1.

1.Brimklöpp 2 - umsókn um lóð

2406072

9 umsóknir hafa borist vegna endurúthlutunar einbýlishúsalóðar við Brimklöpp 2.
Dregið var á milli umsækjenda og var umsókn nr.5, Rebekka Ósk Ragnarsdóttir dregin út og úthutað lóðinni.

2.Báruklöpp 7 - Fyrirspurn um byggingu sólstofu

2407060

Eigandi Báruklappar 7 óskar eftir að fá að byggja sólstofu við norðausturhlið íbúðar skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið samþykkir að fela byggingarfulltrúa útgáfu byggingarheimildar með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

3.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - Meiðastaðavegur 7A

2402064

Eigandi Meiðastaðavegar 7a sækir um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II.
Ráðið felur byggingafulltrúa að gefa jákvæða umsögn á grundvelli uppfærðara gagna og athugasemdalausrar úttektar á húsnæðinu. Nágrannasamþykki liggur fyrir.

4.Skagabraut 36 - bílageymsla er stækkuð og breytt í íbúð

2405045

Eigandi Skagabrautar 36 sækir um að breyta bílgeymslu í íbúð skv. meðfylgjandi gögnum.
Ráðið tekur jákvætt í erindið og skipulagsfulltrúa falið að grendarkynna breytta notkun húsnæðis.

5.Reykjanesbraut, Hafnarvegur - Garðskagavegur (Mat á umhverfisáhrifum)

2407061

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögnum um matsáætlun á tvöföldun Reykjanesbrautar á milli Hafnavegar og Garðskagavegar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgatt.is undir máli nr. 853/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.

6.Aðalskipulagsbreyting Höfnum - Hvammur og Selvogur

2407064

Reykjanesbær leggur fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi til umsagnar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgatt.is undir máli nr. 141/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna.

7.Deiliskipulag fyrir Aðaltorg

2407063

Reykjanesbær leggur fram tillögu að deiliskipulag fyrir Aðaltorg til umsagnar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgatt.is undir máli nr. 742/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillöguna sem slíka en ítrekar ábendingu vegna aðalskipulagsbreytingar sama svæðis um mikilvægi þess að umferðalausnir/tengingar vegna hverfisins verði leystar innan svæðis Reykjanesbæjar þannig að Reykjanesbraut verði ekki þungamiðja innanbæjartenginga hverfisins.

8.Deiliskipulag Skógarhverfis og Grænásbrautar

2407062

Reykjanesbær leggur fram tillögu að deiliskipulag Skógarhverfis og Grænásbrautar til umsagnar. Gögn málsins má sjá á skipulagsgatt.is undir máli nr. 745/2024.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

9.Bræðraborgarland - þétting íbúðabyggðar - Fyrirspurn

2202070

Ný tillaga landeigenda lögð fram með fyrri fyrirspurn um heimild til breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna þéttingu íbúðabyggðar á landi Bræðraborgar. Mál áður á dagskrá á 51. fundi ráðsins 6.2.2024 og á 43. fundi ráðsins 29.3.2023.
Tillaga landeigenda hefur ekki tekið þeim breytingum sem óskað var eftir og tillögu því hafnað. Skipulagsfulltrúa falið að leggja landeigendum ramma af uppbyggingu og fjölda íbúða í samræmi við fyrri umræður ráðsins.

10.Gerðatún Efra - Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi

2202043

Athugasemdarfresti vegna deiliskipulagstillögurnar lauk 18. júlí s.l. Alls bárust 7 umsagnir við tillöguna. Sjá umsagnir á skipulagsgatt.is undir máli nr. 636/2024
Ráðið samþykkir að bæta inn í texta við greinagerð skipulagsins frekari skilmálum vegna lagnainnviða svæðisins að ósk HS Veitna og eins verði sett inn tilvísun í 24. gr.laga um menningarminjar skv. ábendingu Minjastofnunar. Ekki bárust frekari athugasemdir um skipulagið. Lagt er til við bæjarstjórn að staðfesta skipulagið með ofangreindri breytingu og senda til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

11.Deiliskipulag: Iðngarðar: Endurskoðun

1806201

Athugasemdarfresti vegna endurauglýstrar tillögu að deiliskipulagi lauk 17. júlí s.l. Alls bárust 4 umsagnir við tillöguna. Sjá umsagnir á skipulagsgatt.is undir máli nr. 679/2024
Afgreiðslu máls frestað þar til samráðsfundur með Vegagerðinni hefur farið fram vegna með t.t. umsagnar.

12.Deiliskipulag Ofan Garðvangs -Teiga- og Klappahverfi - Endurskoðun seinni hluta hverfis

2109110

Athugasemdarfresti vegna endurauglýstrar breytingu á deiliskipulagi lauk 17. júlí s.l. Alls bárust 5 umsagnir við tillöguna. Sjá umsagnir á skipulagsgatt.is undir máli nr. 683/2024
Afgreiðslu máls frestað þar til samráðsfundur með Vegagerðinni hefur farið fram vegna með t.t. umsagnar.

13.Gauksstaðir, tillaga að deiliskipulagi

2407065

Eigendur Gauksstaða, landnr. 196408 leggja fram tillögu að deiliskipulagi frístundahússbyggðar undir ferðaþjónustu.
Ráðið tekur jákvætt í tillöguna en telur nauðsynlegt að samkomulag um endanlega útfærslu af vegtengingu svæðisins eða úrbótum á núverandi vegi liggi fyrir áður en tillagan fer í kynningarferli.

14.Aðalskoðun leiksvæða

2011097

Skoðunarskýrslur leiksvæða og úrbætur lagðar fram til umfjöllunar.
Lagt fram til upplýsingar

15.Suðurnesjabær - Umhverfismál

2302086

Tillögur um skógrækt í Suðurnesjabæ lagðar fram til umfjöllunar.
Ráðið leggur til að unnið verði í samræmi við tillögur sem voru til umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?