Fræðsluráð
Dagskrá
1.Skólaakstur í Suðurnesjabæ
1907061
Fræðsluráð samþykkir reglur um skólaakstur.
2.Tengjumst í leik - Föruneyti barna
2508063
Fræðsluráð samþykkir og fagnar að námskeið séu fyrirhuguð. Fræðsluráð óskar eftir fjármögnun tveggja námskeiða á þessu fjárhagsári vegna vinnuframlags leiðbeinanda.
3.Barna- og ungmennaþing
2503114
Ungmennaráð Suðurnesjabæjar kynnir niðurstöður Barna- og ungmennaþings sem haldið var 13. maí sl.
Fræðsluráð þakkar fyrir frábæra kynningu og vel heppnað barna- og ungmennaþing. Ráðið mun skoða lykilaðgerðir sem kynntar voru og leggur til að áfram verði unnið með þær í breiðara samstarfi.
4.Niðurstöður Skólapúls og Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar
2508025
Skólastjórar Gerðaskóla og Sandgerðisskóla kynna niðurstöður Skólapúls og Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.
Ráðið þakkar skólastjórum fyrir góðar kynningar.
5.Áheyrnarfulltrúar í Fræðsluráði Suðurnesjabæjar
2508039
Beðið er eftir tilnefningum og nýjir áheyrnarfulltrúar munu koma á næsta fund fræðsluráðs.
Fundi slitið - kl. 09:30.