Fara í efni

Fræðsluráð

52. fundur 21. febrúar 2025 kl. 08:15 - 09:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir formaður
  • Elín Björg Gissurardóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Ósk Matthildur Arnarsdóttir aðalmaður
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir Sviðsstjóri mennta- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2303087

Kynning á hækkun á niðurgreiðslu til dagforeldra.



www.sudurnesjabaer.is/static/files/eydublod/styrkir-og-afslaettir-med-gjaldskra-2025-loka.pdf
Lagt fram til kynningar.

2.Frigg - nemendagrunnur

2501094

Kynning á nýjum nemendagrunni Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Frigg er miðlægur, stafrænn gagnagrunnur sem heldur utan um alla nemendur landsins. Fyrst í grunnskólum en síðar einnig leik- og framhaldsskólum, allt fram að háskólanámi.



Meginmarkmið Friggjar er að tryggja að upplýsingar um börn og umsýsla þeirra séu samræmdar, réttar og fylgi barni í gegnum skólagöngu þess. Þannig munum við hafa meiri, getu til að mæta hverju barni með réttum úræðum, þar sem það er statt hverju sinni. Þá er, síðast en ekki síst, loks hægt að tryggja að ekkert barn lendi utan kerfis.



frigg.midstodmenntunar.is
Lagt fram til kynningar.

3.Skráningardagar í leikskólum Suðurnesjabæjar

2502053

Undanfarin ár hafa áskoranir í starfsemi leikskóla aukist ásamt því að verða flóknari og meira krefjandi. Meðal ástæðna eru áskoranir í kjarasamningum sem lúta að styttingu vinnuviku, fjölgun undirbúningstíma og fjölgun orlofsdaga. Vandinn birtist í skorti á kennurum, álagi, veikindum og löngum dvalartíma barna sem er með því lengsta sem þekkist í heiminum.

Til að mæta þessum áskorunum leggur fræðsluráð til að farið verði eftir tillögu þrjú samkvæmt minnisblaði sviðsstjóra mennta- og tómstundasviðs:

Tillaga 3: Lokað fjóra daga um jól, 7 skráningardagar og sérstök skráning fyrir dvöl frá kl. 14:00-16:00 á föstudögum
Lokað yrði fjóra daga yfir jól og áramót.
Skráningardagar væru eftirfarandi:
- Október: tveir dagar á sama tíma og vetrarleyfi grunnskólans.
- Febrúar: tveir dagar á sama tíma og vetrarleyfi grunnskólans
- Páskar: þrír dagar í dymbilviku.
- Sérstök skráning fyrir dvöl frá kl.14:00-16:00 á föstudögum (samtals einn dagur á mánuði)
Leikskólagjöld lækka sem nemur 22 dögum.

Ávinningurinn af því að fækka dvalardögum barna til lengri tíma er mikill, eins og áður segir eru áskoranir þegar kemur að starfaðstæðum á leikskólunum en mesti ávinningurinn er fyrir börnin. Langtímamarkmið eru að stytta dvalartíma leikskólabarna til jafns við vinnutíma fullorðinna og því mun heildarkostnaður sveitarfélagsins lækka umtalsvert í takt við fækkun dvalarstunda.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni síðunnar?