Fara í efni

Fræðsluráð

49. fundur 18. október 2024 kl. 08:15 - 09:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir formaður
  • Elín Björg Gissurardóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Ósk Matthildur Arnarsdóttir aðalmaður
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Heiða Ingólfsdóttir Verkefnastjóri á mennta- og tómstundasviði
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025 Mennta-og tómstundasvið

2410062

Fjárhagsáætlanir kynntar.
Starfsáætlanir fjárhags kynntar fyrir ráðinu.

2.Dagforeldrar

2001112

Umræður um styrki til dagforeldra.
Fræðsluráð samþykkir tillögu mennta- og tómstundasviðs um styrki til dagforeldra í Suðurnesjabæ. Sviðsstjóra og verkefnastjóra falið að semja reglur um úthlutun styrkja.

3.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

2409048

Fræðsluráð tekur vel í erindið og telur mikilvægt að sveitarfélagið ráðist í að innleiða sáttmálann. Með innleiðingu sáttmálans er verið að tryggja réttindi barna og ungmenna í sveitarfélaginu og þannig eiga þau virka aðkomu að málum sem varða líf þeirra og velferð sem hefur aldrei verið mikilvægari en nú. Fræðsluráð vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

4.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

2202083

Kynning á Farsældarviku í Suðurnesjabæ og Vogum.
Farsældarvika kynnt fyrir fræðsluráði.

5.Fyrirmyndarverkefni skóla

2410058

Óskað eftir umræðu í fræðsluráði um verkefni leik-, grunn- og tónlistarskóla sem tekið er eftir.
Fræðsluráð lýsir mikilli ánægju með að farið verði í að veita viðurkenningar fyrir fyrirmyndarverkefni í skólasamfélaginu. Með því erum við enn frekar að halda á lofti því faglega og góða starfi sem unnið er í skólunum okkar. Sviðsstjóra og verkefnastjóra á mennta og tómstundasviði er falið að gera reglur um verkefnið.

6.Fræðsluráð, ábyrgð og skyldur

1908043

Umræður um nafn fræðsluráðs í kjölfar skipuritsbreytinga.
Fræðsluráð er sammála tillögu um breytingu á nafni ráðsins í Menntaráð. Málinu er vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni síðunnar?