Ferða-, safna- og menningarráð
Dagskrá
1.Jólahátíð staðsetning og skreytingar
2510698
Minnisblað varðandi staðsetningu, útfærslu og skreytingar á jólasvæðum í Suðurnesjabæ. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfisdeildar situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
2.Byggðasafnið á Garðskaga 30 ára afmæli.
2510699
Erindi frá forstöðumanni safna varðandi 30 ára afmæli Byggðasafnsins á Garðskaga.
Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Ráðið tekur vel í hugmyndina að halda uppá 30 ára afmæli Byggðarsafnsins og felur bæjarstjóra að vinna að útfærslu viðburðarins með forstöðumanni safna.
Skráð ítarbókun.
Afgreiðsla:
Ráðið tekur vel í hugmyndina að halda uppá 30 ára afmæli Byggðarsafnsins og felur bæjarstjóra að vinna að útfærslu viðburðarins með forstöðumanni safna.
Skráð ítarbókun.
3.Færanlegt hljóðkerfi fyrir viðburði
2508070
Kynning á tilboðum sem borist hafa í færanlegt hljóðkerfi sem nýtist fyrir ýmsa menningarviðburði í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að ganga að tilboði lægstbjóðanda í færanlegt hljóðkerfi. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármála falið að afgreiða málið.
Samþykkt samhljóða að ganga að tilboði lægstbjóðanda í færanlegt hljóðkerfi. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármála falið að afgreiða málið.
4.Ósk um styrk úr Menningarsjóði
2508069
Ósk um styrk vegna efnis- og vinnukostnaðar vegna gerð heimildarmyndar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita styrk úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar til verkefnsins.
Skráð ítarbókun.
Samþykkt samhljóða að veita styrk úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar til verkefnsins.
Skráð ítarbókun.
5.Áramót
2312026
Farið yfir mögulegar staðsetningar og útfærslu fyrir áramótabrennu 2025. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfisdeildar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Ráðið var upplýst um að staðsetningar fyrir áramótabrennur í Suðurnesjabæ uppfylla ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir slíkar brennur samkvæmt lögum og reglugerðum. Flugeldasýning verður haldin í Sandgerði þessi áramót og ákveðið að hefur verið að endurtaka kyndlabrennu við Sjávargötu. Íbúar og gestir þeirra munu geta fengið kyndla afhenda á staðnum í boði Suðurnesjabæjar og hægt verður að mynda fallega eldröð meðfram sjónum. Ráðið vill hvetja íbúa til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði og hvetur til varkárni með eld.
Ráðið var upplýst um að staðsetningar fyrir áramótabrennur í Suðurnesjabæ uppfylla ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir slíkar brennur samkvæmt lögum og reglugerðum. Flugeldasýning verður haldin í Sandgerði þessi áramót og ákveðið að hefur verið að endurtaka kyndlabrennu við Sjávargötu. Íbúar og gestir þeirra munu geta fengið kyndla afhenda á staðnum í boði Suðurnesjabæjar og hægt verður að mynda fallega eldröð meðfram sjónum. Ráðið vill hvetja íbúa til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði og hvetur til varkárni með eld.
6.Fjárhagsáætlun ferða-, safna- og menningarmála 2026
2510703
Kynning á fjárhagsáætlun ferða-, safna- og menningarmála fyrir fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2026.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
7.Forgangslisti um uppbyggingu ferðamannastaða sveitarfélagana á Suðurnesjum.
2510702
Forgangslisti um uppbyggingu ferðamannastaða á Suðurnesjum og umsóknarfrestur vegna framkvæmdasjóðs ferðamannastaða kynntur. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfisdeildar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 19:02.
Samþykkt samhljóða að færa staðsetningu aðaljólatrés í Sandgerði frá og með jólum 2025 á lóðina við Vörðuna ásamt því að sambærilegt jólasvæði verði sett upp í Garði við núverandi stað jólatrésins.
Ráðið tekur einnig jákvætt í það að fjárfesta í jólakofum og samþykkt samhljóða að vísa hugmyndinni til bæjarráðs.