Ferða-, safna- og menningarráð
Dagskrá
1.Vitadagar 2025
2503115
Kynning á framkvæmd Vitadaga 2025 og niðurstöðu rýnifundar. Ástrós Jónsdóttir þjónustufulltrúi stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
2.Barna- og ungmennaþing
2503114
Kynning Ungmennaráðs Suðurnesjabæjar á niðurstöðum Barna- og ungmennaþings sem fór fram þann 13. maí 2025. Unnur Ýr Kristinsdóttir íþrótta- og tómstundarfulltrúi ásamt Hafþóri Erni Ólasyni formanni ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Ráðið þakkar fyrir góða kynningu á niðurstöðum Barna- og ungmennaþings Suðurnesjabæjar.
Ráðið þakkar fyrir góða kynningu á niðurstöðum Barna- og ungmennaþings Suðurnesjabæjar.
3.Dagskrá safna Suðurnesjabæjar.
2305068
Kynning á dagskrá bóka- og byggðarsafns Suðurnesjabæjar út árið 2025. Margrét Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstöðumaður safna sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Dagskrá lögð fram, ráðið vill hvetja íbúa til þátttöku í viðburðum safna Suðurnesjabæjar.
Dagskrá lögð fram, ráðið vill hvetja íbúa til þátttöku í viðburðum safna Suðurnesjabæjar.
4.Málþing um Ingibjörgu Sigurðardóttur
2305068
Kynning á málþingi um Ingibjörgu Sigurðardóttur sem haldið verður á vegum Bókasafns Suðurnesjabæjar 21. september nk. Margrét Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstöðumaður safna sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Dagskrá málþings lögð fram, ráðið hvetur íbúa til að kynna sér vel málþingið og taka þátt.
Dagskrá málþings lögð fram, ráðið hvetur íbúa til að kynna sér vel málþingið og taka þátt.
5.Ósk um styrk úr Menningarsjóði
2508069
Ósk um styrk vegna efnis- og vinnukostnaðar vegna gerð heimildarmyndar.
Afgreiðsla:
Afgreiðslu frestað, ráðið óskar umsagnar Vegagerðarinnar sem eiganda mannvirkisins.
Afgreiðslu frestað, ráðið óskar umsagnar Vegagerðarinnar sem eiganda mannvirkisins.
6.Fundaráætlun 2025-2026
2305068
Fundaráætlun ráðsins fyrir 2025-2026 kynnt.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
7.Safnahelgi á Suðurnesjum
2401036
Safnahelgi á Suðurnesjum 11. - 12. október 2025. Margrét Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstöðumaður safna sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Safnahelgi á Suðurnesjum 11. - 12. október 2025 rædd, íbúar hvattir til þátttöku í Safnahelginni.
Safnahelgi á Suðurnesjum 11. - 12. október 2025 rædd, íbúar hvattir til þátttöku í Safnahelginni.
Fundi slitið - kl. 19:16.
Ráðið vill þakka fyrir góða kynningu á framkvæmd Vitadaga 2025. Ráðið vill einnig þakka öllum þeim sem komu að framkvæmd Vitadaga á einn eða annan hátt, starfsfólki Suðurnesjabæjar, fulltrúum íþróttafélaganna, barna- og unglingaráði Reynis/Víðis, Ungmennaráði, Björgunarsveitunum og öðrum sjálfboðaliðum.
Styrktaraðilum hátíðarinnar er þakkað sérstaklega fyrir þeirra framlag.