Ferða-, safna- og menningarráð
Dagskrá
1.Skelin - Barnamenningarhátíð - 3. - 5. apríl 2025
2503073
Kynning á Skelinni 2025 í Suðurnesjabæ. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir sviðsstjóri mennta- og tómstundasviðs situr fundinn undir þessum lið.
2.Vitadagar 2025
2503115
Kynning á framkvæmd Vitadaga 2025. Ástrós Jónsdóttir þjónustufulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Ráðið fagnar veglegri dagskrá á Vitadögum 2025. Ráðið vill sérstaklega hvetja íbúa Suðurnesjabæjar til að taka virkan þátt í hátíðinni ásamt því að skreyta heimili og nærumhverfi í hverfalitum. Ráðið vill einnig minna á að verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið í hvorum byggðarkjarna.
Ráðið fagnar veglegri dagskrá á Vitadögum 2025. Ráðið vill sérstaklega hvetja íbúa Suðurnesjabæjar til að taka virkan þátt í hátíðinni ásamt því að skreyta heimili og nærumhverfi í hverfalitum. Ráðið vill einnig minna á að verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið í hvorum byggðarkjarna.
3.Áramót
2312026
Minnisblað og kostnaðaráætlun varðandi nýtt brennusvæði í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Ráðið þakkar fyrir góða samantekt og samþykkir samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarráði.
Ráðið þakkar fyrir góða samantekt og samþykkir samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarráði.
4.Ósk um styrk úr Menningarsjóði
2508069
Ósk um styrk vegna efnis- og vinnukostnaðar vegna gerðar heimildarmyndar.
Afgreiðsla:
Ráðið tók fyrir umsókn um styrk í menningarsjóð. Ítarlegri gögn með umsókn samkvæmt ákvæðum 8.gr. reglna um menningarsjóð vantar. Umsókn er því hafnað á þeim forsendum.
Ráðið tók fyrir umsókn um styrk í menningarsjóð. Ítarlegri gögn með umsókn samkvæmt ákvæðum 8.gr. reglna um menningarsjóð vantar. Umsókn er því hafnað á þeim forsendum.
5.Færanlegt hljóðkerfi fyrir viðburði
2508070
Kynning á tilboði í færanlegt hljóðkerfi sem nýtist fyrir ýmsa menningarviðburði í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Ráðið telur mikilvægt að til sé færanlegt hljóðkerfi fyrir menningarviðburði í Suðurnesjabæ og felur starfsmanni ráðsins að leita tilboða frá fleiri aðilum.
Ráðið telur mikilvægt að til sé færanlegt hljóðkerfi fyrir menningarviðburði í Suðurnesjabæ og felur starfsmanni ráðsins að leita tilboða frá fleiri aðilum.
Fundi slitið - kl. 18:09.
Ráðið þakkar góða kynningu á hátíðinni sem heppnaðist vel. Ráðið tekur undir hugmyndir um að hafa barnamenningarhátíðina Skelina árlega í Suðurnesjabæ.