Ferða-, safna- og menningarráð
Dagskrá
1.Byggðasafn Garðskaga
1809075
Minnisblað frá forstöðumanni safna varðandi varðveisluhúsnæðis fyrir Byggðarsafnið. Margrét Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstöðurmaður safna sat fundinn undir þessum lið.
2.Safnahelgi á Suðurnesjum
2401036
Lokaskýrsla um safnahelgi á Suðurnesjum 2024 kynnt. Margrét Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstöðumaður safna sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
3.Menningarsjóður Suðurnesjabæjar
2009041
Drög að breytingum á reglum Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar kynnt.
Afgreiðsla:
Breytingar á reglum Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar samþykktar samhljóða.
Breytingar á reglum Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar samþykktar samhljóða.
4.Menningarsjóður Suðurnesjabæjar
2009041
Ákveða með opnun á umsóknum í Menningarsjóð fyrir árið 2025 og tilkynningu um úthlutun.
Afgreiðsla:
Ákveðið að opna fyrir umsóknir 4.febrúar nk. og verður opið fyrir innsendingu umsókna út 5.mars nk. Ráðið stefnir að því að tilkynna úthlutun eigi síðar en 10.apríl nk.
Ákveðið að opna fyrir umsóknir 4.febrúar nk. og verður opið fyrir innsendingu umsókna út 5.mars nk. Ráðið stefnir að því að tilkynna úthlutun eigi síðar en 10.apríl nk.
5.Vitadagar 2025
2305068
Ákveða dagsetningar fyrir Vitadaga 2025, undirbúningsferli, merki ofl.
Afgreiðsla:
Ráðið staðfestir að Vitadagar verði haldnir síðustu vikuna í ágúst ár hvert, nú næst verða þeir haldnir 25. - 31. ágúst 2025. Teymi samsett af starfsmönnum Suðurnesjabæjar og fulltrúum frá félagasamtökum mun sjá um skipulagningu Vitadaga. Ráðið vill hvetja þá aðila sem vilja taka þátt með viðburðum að senda inn upplýsingar á vitadagar@sudurnesjabaer.is. Ráðið óskar eftir hugmyndum varðandi merki Vitadaga frá íbúum Suðurnesjabæjar og verður fyrirkomulagið auglýst nánar á næstu dögum á vefsíðu sveitarfélagsins.
Ráðið staðfestir að Vitadagar verði haldnir síðustu vikuna í ágúst ár hvert, nú næst verða þeir haldnir 25. - 31. ágúst 2025. Teymi samsett af starfsmönnum Suðurnesjabæjar og fulltrúum frá félagasamtökum mun sjá um skipulagningu Vitadaga. Ráðið vill hvetja þá aðila sem vilja taka þátt með viðburðum að senda inn upplýsingar á vitadagar@sudurnesjabaer.is. Ráðið óskar eftir hugmyndum varðandi merki Vitadaga frá íbúum Suðurnesjabæjar og verður fyrirkomulagið auglýst nánar á næstu dögum á vefsíðu sveitarfélagsins.
6.Uppbyggingarsjóður Suðurnesja
2501047
Umsókn um Barnamenningarhátíð í Suðurnesjabæ hlaut styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja 2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram. Ráðið fagnar styrkveitingu Uppbyggingarsjóðs til verkefnsins og óskar eftir nánari kynningu á útfærslu Barnamenningarhátíðar þegar hún liggur fyrir.
Lagt fram. Ráðið fagnar styrkveitingu Uppbyggingarsjóðs til verkefnsins og óskar eftir nánari kynningu á útfærslu Barnamenningarhátíðar þegar hún liggur fyrir.
7.Menningarvika
2305068
Umræða um næstu skref varðandi menningarviku.
Afgreiðsla:
Mál í vinnslu.
Mál í vinnslu.
Fundi slitið - kl. 18:50.
Ráðið tekur undir það sem kemur fram í minnisblaði forstöðumanns um skort á varðveisluhúsnæði í Suðurnesjabæ fyrir m.a. safnmuni Byggðasafns. Finna þarf lausn til bæði skemmri og lengri tíma varðandi varðveisluhúsnæði. Ráðið óskar eftir því að skipulags- og umhverfissvið Suðurnesjabæjar taki tillögur þær er koma fram í minnisblaðinu til skoðunar.