Fara í efni

Ferða-, safna- og menningarráð

28. fundur 11. júní 2024 kl. 17:00 - 18:04 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir formaður
  • Arnar Geir Ásgeirsson aðalmaður
  • Óskar Helgason aðalmaður
  • Heiðrún Tara Poulsen Stefánsdóttir aðalmaður
  • Hlynur Þór Valsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.17.júní 2024

2406015

Dagskrá fyrir 17.júní 2024 kynnt.
Afgreiðsla:

Drög samþykkt samhljóða.

2.Viðburðir og menningarmál

2305068

Tillögur frá nafnasamkeppni um nafn á bæjarhátíð Suðurnesjabæjar kynntar.
Fulltrúar í ferða-, safna- og menningarráði þakka kærlega fyrir allar þær fjölmörgu tillögur sem íbúar sendu inn.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að nýja nafnið á hátíðinni skuli vera "Vitadagar - hátíð milli vita" enda eru fimm fjölbreyttir vitar í Suðurnesjabæ og eru vitar ein helstu kennileiti sveitafélagsins.

3.Útskriftarsýning arkítektanema LHÍ 2024

2406037

Ósk frá útskriftarnemum í arkitektúr að fá að halda sýningu í Garði vegna lokaverkefnis um Sandgerði helgina 22.-23.júní nk.
Afgreiðsla:

Erindi samþykkt og samþykkt að veita styrk úr Menningarsjóði til sýningarinnar 22.-23.júní nk.

4.Viðburðir og menningarmál

2305068

Bæjarhátíð 2024, drög af dagskrá.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:04.

Getum við bætt efni síðunnar?