Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2026-2029
2505089
Fyrri umræða.
2.Fjárhagsáætlun 2025 - Viðaukar
2503132
Á 176.fundi bæjarráðs dags. 22.10.2025 var samþykkt samhljóða að vísa viðauka nr. 5, Barnavernd - Fóstur utan heimilis, til staðfestingar hjá bæjarstjórn.
Tóku til máls: MSM, MS, EJP, AKG og SBJ.
Bókun bæjarfulltrúa D, O og S lista:
Ástæður þess að umræddur kostnaður var ekki settur inn í áætlun eru skýrar og vel hefur verið gerð grein fyrir þeim, bæði á samstarfsfundum minni- og meirihluta og í minnisblöðum sem hafa fylgt þessu máli. Eins og fram kemur í bókun meirihlutans í bæjarstjórn þann 11.12.2024 þá liggur fjárhagsleg ábyrgð vegna barna með fjölþættan vanda hjá ríkinu og von er á greiðslum fyrir árslok. Það er einmitt merki um ábyrgð og elju að Suðurnesjabær hefur sótt það fast sl. ár að ná fram leiðréttingu í þessum málaflokki og tekið þátt í því að draga vagninn í þeirri vegferð að fá ríkið til að taka við skyldum sínum í þessum málum.
Bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon vill taka undir bókun B lista við þetta mál frá 176. fundi bæjarráðs 22.10.2025 og er bókunin færð inn í fundargerð hér að neðan:
Fulltrúi B-lista Framsóknar vill minna á að á 75. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, sem haldinn var þann 11. desember 2024, við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025, lagði minnihlutinn fram eftirfarandi bókun:
Minnihlutinn, bæjarfulltrúar B-lista Framsóknar og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon, telja að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 hjá Suðurnesjabæ, sem hér liggur fyrir, gefi ekki raunhæfa mynd af þeim kostnaði sem fyrirséð er að muni lenda á bæjarsjóði. Í því samhengi vilja bæjarfulltrúar B-lista og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon benda á að kostnaður vegna barna með fjölþættan vanda hefur aukist um 254 milljónir milli ára, en þrátt fyrir þetta hafa S-, D- og O-listar einungis áætlað 50 milljónir króna í þessum lið.
Bæjarfulltrúar B-listans og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon vilja einnig gera athugasemdir við skort á samráði við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Minnihlutinn fékk einungis aðkomu á tveimur vinnufundum, þar sem einungis var farið yfir glærur og engar ákvarðanir teknar, ásamt því að ákvörðun um fundartíma var ekki í samráði við fulltrúa minnihlutans. Þetta fyrirkomulag samráðs var því hvorki fullnægjandi né í samræmi við það sem ætti að viðhafast í lýðræðislegum vinnubrögðum. Af ofangreindum ástæðum geta bæjarfulltrúar B-lista Framsóknar og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon ekki stutt framlagða fjárhagsáætlun.
Ljóst er nú, vegna þessara viðauka, að meirihluti S-, D- og O-lista hefur verulega vanáætlað útgjöld í þessum málaflokki og þar með vanfjármagnað þjónustu við börn með fjölþættan vanda.
Þetta staðfestir það sem minnihlutinn benti á við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar að áætlunin var hvorki raunhæf né byggð á fullnægjandi greiningu á raunverulegum rekstrarkostnaði sveitarfélagsins.
Það er áhyggjuefni að þurfa að gera slíka viðauka upp á hundruð milljóna króna innan ársins vegna vanmats í áætlunargerð meirihlutans.
Slíkt vinnulag grefur undan trúverðugleika fjárhagsáætlunarferlisins og sýnir að brýnt er að bæta bæði faglega undirbúning og samráð við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka nr.5.
Bókun bæjarfulltrúa D, O og S lista:
Ástæður þess að umræddur kostnaður var ekki settur inn í áætlun eru skýrar og vel hefur verið gerð grein fyrir þeim, bæði á samstarfsfundum minni- og meirihluta og í minnisblöðum sem hafa fylgt þessu máli. Eins og fram kemur í bókun meirihlutans í bæjarstjórn þann 11.12.2024 þá liggur fjárhagsleg ábyrgð vegna barna með fjölþættan vanda hjá ríkinu og von er á greiðslum fyrir árslok. Það er einmitt merki um ábyrgð og elju að Suðurnesjabær hefur sótt það fast sl. ár að ná fram leiðréttingu í þessum málaflokki og tekið þátt í því að draga vagninn í þeirri vegferð að fá ríkið til að taka við skyldum sínum í þessum málum.
Bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon vill taka undir bókun B lista við þetta mál frá 176. fundi bæjarráðs 22.10.2025 og er bókunin færð inn í fundargerð hér að neðan:
Fulltrúi B-lista Framsóknar vill minna á að á 75. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, sem haldinn var þann 11. desember 2024, við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025, lagði minnihlutinn fram eftirfarandi bókun:
Minnihlutinn, bæjarfulltrúar B-lista Framsóknar og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon, telja að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 hjá Suðurnesjabæ, sem hér liggur fyrir, gefi ekki raunhæfa mynd af þeim kostnaði sem fyrirséð er að muni lenda á bæjarsjóði. Í því samhengi vilja bæjarfulltrúar B-lista og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon benda á að kostnaður vegna barna með fjölþættan vanda hefur aukist um 254 milljónir milli ára, en þrátt fyrir þetta hafa S-, D- og O-listar einungis áætlað 50 milljónir króna í þessum lið.
Bæjarfulltrúar B-listans og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon vilja einnig gera athugasemdir við skort á samráði við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Minnihlutinn fékk einungis aðkomu á tveimur vinnufundum, þar sem einungis var farið yfir glærur og engar ákvarðanir teknar, ásamt því að ákvörðun um fundartíma var ekki í samráði við fulltrúa minnihlutans. Þetta fyrirkomulag samráðs var því hvorki fullnægjandi né í samræmi við það sem ætti að viðhafast í lýðræðislegum vinnubrögðum. Af ofangreindum ástæðum geta bæjarfulltrúar B-lista Framsóknar og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon ekki stutt framlagða fjárhagsáætlun.
Ljóst er nú, vegna þessara viðauka, að meirihluti S-, D- og O-lista hefur verulega vanáætlað útgjöld í þessum málaflokki og þar með vanfjármagnað þjónustu við börn með fjölþættan vanda.
Þetta staðfestir það sem minnihlutinn benti á við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar að áætlunin var hvorki raunhæf né byggð á fullnægjandi greiningu á raunverulegum rekstrarkostnaði sveitarfélagsins.
Það er áhyggjuefni að þurfa að gera slíka viðauka upp á hundruð milljóna króna innan ársins vegna vanmats í áætlunargerð meirihlutans.
Slíkt vinnulag grefur undan trúverðugleika fjárhagsáætlunarferlisins og sýnir að brýnt er að bæta bæði faglega undirbúning og samráð við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka nr.5.
3.Aðalskipulag Suðurnesjabæjar - Breyting á svæðum í Sandgerði, S-13 samfélagsþjónustu, AF-3 afþreyingar- og ferðamannasvæði, OP-2 opnu svæði og ÍB-12 íbúðarsvæði
2510064
Á 68.fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 16.10.2025 var samþykkt að leggja til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og senda tillögu um breytingu á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun og að tillagan fái málsmeðferð skv. 2.mgr., 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að auglýsa og senda tillögu um breytingu á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun og að tillagan fái málsmeðferð skv. 2.mgr., 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða að auglýsa og senda tillögu um breytingu á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun og að tillagan fái málsmeðferð skv. 2.mgr., 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Tillaga að Deiliskipulagi við Sandgerðiskirkju, tjaldsvæði og ferðaþjónustu við Byggðaveg
2412037
Á 68.fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 16.10.2025 var samþykkt tillaga að deiliskipulagi reitsins og lagt til að bæjarstjórn samþykki að auglýsa og kynna tillöguna skv. 41.gr. skipulagslaga.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagi við Sandgerðiskirkju, tjaldsvæði og ferðaþjónustu við Byggðaveg, skv. 41. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagi við Sandgerðiskirkju, tjaldsvæði og ferðaþjónustu við Byggðaveg, skv. 41. gr. skipulagslaga.
5.Botndýr á Íslandsmiðum lífeyrisskuldbindingar starfsmanna
1806564
Á 177. fundi bæjarráðs dags. 29.10.2025 lágu fyrir drög að samkomulagi við Ríkissjóð Íslands um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum B-deildar LSR vegna fyrrum starfsmanna rannsóknarverkefnis um botndýr á Íslandsmiðum. Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við Ríkissjóð Íslands um uppgjör á lífeyrisskuldbindingunum.
Tóku til máls: MSM og MS.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
6.Bæjarstjórn - Leyfi frá störfum
2503151
Erindi frá Úrsúlu Maríu Guðjónsdóttur þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn frá 1. nóvember 2025 til 1. janúar 2026.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Úrsúla María Guðjónsdóttir fái leyfi frá störfum í bæjarstjórn fr. 1.nóvember 2025 til 1.janúar 2026. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir tekur sæti í stað Úrsúlu í bæjarstjórn á framangreindu tímabili.
Samþykkt samhljóða að Úrsúla María Guðjónsdóttir fái leyfi frá störfum í bæjarstjórn fr. 1.nóvember 2025 til 1.janúar 2026. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir tekur sæti í stað Úrsúlu í bæjarstjórn á framangreindu tímabili.
7.Bæjarstjórn og bæjarráð - fundaáætlun
2205102
Tillaga um að 86. fundur bæjarstjórnar fari fram miðvikudaginn 10. desember 2025, í stað 3. desember 2025 eins og gert er ráð fyrir í fundaáætlun bæjarstjórnar. Jafnframt lagði forseti til að sú breyting verði á fundaáætlun að fundur verði í bæjarráði 7.janúar 2026 og fundur verði í bæjarstjórn 14.janúar 2026.
Tóku til máls: EJP og AKG.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að 86.fundur bæjarstjórnar fari fram miðvikudaginn 10.desember 2025 á venjulegum fundartíma. Jafnframt samþykkt að fundur verði í bæjarráði 7. Janúar 2026 og 87.fundur bæjarstjórnar verði haldinn 14.janúar 2026.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að 86.fundur bæjarstjórnar fari fram miðvikudaginn 10.desember 2025 á venjulegum fundartíma. Jafnframt samþykkt að fundur verði í bæjarráði 7. Janúar 2026 og 87.fundur bæjarstjórnar verði haldinn 14.janúar 2026.
8.Bæjarráð - 176
2510017F
176. fundur dags. 22.10.2025.
Tóku til máls: MSM og MS.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
9.Bæjarráð - 177
2510026F
177. fundur dags. 29.10.2025.
Tóku til máls: SÓÞ og EJP.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
10.Framkvæmda- og skipulagsráð - 68
2509030F
68. fundur dags. 16.10.2025.
Tóku til máls: MSM, EJP, LE og AKG.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
11.Fræðsluráð - 58
2510012F
58. fundur dags. 17.10.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
12.Ferða-, safna- og menningarráð - 37
2510028F
37. fundur dags. 30.10.2025.
Tóku til máls: SÓÞ og EJP.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
13.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2502117
a) fundargerð 986. fundar stjórnar dags. 10.10.2025.
b) fundargerð 987. fundar stjórnar dags. 21.10.2025.
b) fundargerð 987. fundar stjórnar dags. 21.10.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
14.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - fundargerðir 2025
2501046
Fundargerð 816. fundar stjórnar dags. 08.10.2025.
Tóku til máls: EJP, AKG og JM.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
15.Brunavarnir Suðurnesja - fundargerðir 2025
2502134
a)Fundargerð 94. fundar stjórnar dags. 25.09.2025.
b)Fundargerð 95. fundar stjórnar dags. 23.10.2025.
b)Fundargerð 95. fundar stjórnar dags. 23.10.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
16.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2025
2502011
Fundargerð 320. fundar dags. 08.10.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
17.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2025
2502131
Fundargerð 57. fundar stjórnar dags. 25.09.2025.
Tók til máls: OKÁ.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
18.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2025
2501099
a) 572. fundur stjórnar dags. 09.09.2025
b) 573. fundur stjórnar dags. 14.10.2025
b) 573. fundur stjórnar dags. 14.10.2025
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Í lok dagskrár tók MSM til máls og ítrekaði ósk um svör við fyrirspurn sinni varðandi kostnað vegna undirbúningsvinnu við gervigrasvöll.
Fundi slitið - kl. 19:21.
Tillaga frá bæjarfulltrúum B lista og bæjarfulltrúa Magnúsi S. Magnússyni um fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði vegna fjárhagsáætlunar Suðurnesjabæjar 2026:
Bæjarfulltrúar B lista og bæjarfulltrúi Magnús S Magnússon leggja til við bæjarstjórn Suðurnesjabæjar að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu verði óbreyttir á árinu 2026 frá gildandi fjárhagsáætlun ársins 2025.
Greinargerð með tillögunni:
Lagt er til að skatthlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði verði haldið óbreyttu frá árinu 2025 og að það komi fram í fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar fyrir árið 2026 og í áætlunum fyrir árin 2027-2029. Að teknu tilliti til efnahagsstöðu íbúa og þess að viðhalda stöðugleika í rekstri heimila í sveitarfélaginu, er með þessari tillögu leitast við að tryggja fyrirsjáanleika íbúa og milda áhrif ytri efnahagslegra aðstæðna. Jafnframt er markmið tillögunnar að stuðla að áframhaldandi búsetuöryggi og samkeppnishæfni sveitarfélagsins.
Tillaga byggir á sjónarmiðum um meðalhóf, stöðugleika í gjaldtöku og samfélagslega ábyrgð gagnvart íbúum sveitarfélagsins í ljósi aðstæðna á húsnæðis- og efnahagsmarkaði.
Tillaga frá bæjarfulltrúum B lista og bæjarfulltrúa Magnúsi S. Magnússyni vegna gjaldskrá vatnsveitu Suðurnesjabæjar í Sandgerði:
Bæjarfulltrúar B lista og bæjarfulltrúi Magnús S Magnússon leggja til við bæjarstjórn Suðurnesjabæjar að breytt verði gjaldskrá vatnsveitu sveitarfélagsins þannig að notaðir séu sömu reikni stuðlar og HS veitur nota við útreikning á verðlagningu á köldu vatni í Garðshluta Suðurnesjabæjar.
Greinargerð með tillögunni:
Það er með öllu óeðlilegt að ekki séu notaðir sömu reiknisstuðlar við útreikning og álagningu á vatnsgjaldi í Suðurnesjabæ. Nú þegar er mikið misræmi í greiðslu á vatnsgjaldi í sveitarfélaginu og að okkar mati er það óboðlegt að það sé mismunað íbúum á þennan hátt. Í fjárhagsáætlun 2019 var vatnsgjaldið í Sandgerði til að mynda hækkað til að jafna álagninguna miðaða við HS veitur á þeim tíma. Þess vegna teljum nú nauðsynlegt að notast sér við sama reiknisstuðulinn til útreikning á vatnsgjaldi í sveitarfélaginu. Mikið misræmi hefur myndast í verði á vatni þar sem reiknisstuðullinn í Sandgerði er bundin við fasteignamat eigna en í Garði er reiknað út frá rúmmetrum eigna.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa tillögum B lista og bæjarfulltrúa Magnúsar Sigfúsar Magnússonar til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2026.
Samþykkt með atkvæðum bæjarfulltrúa D, O og S lista ásamt bæjarfulltrúa Magnúsi Sigfúsi Magnússyni að álagningarhlutfall útsvars árið 2026 verði óbreytt eða 14,97%. Fulltrúar B lista sátu hjá.
Samþykkt með atkvæðum bæjarfulltrúa D, O og S lista að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar B lista ásamt bæjarfulltrúa Magnúsi Sigfúsi Magnússyni sátu hjá.