Bæjarstjórn
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár lagði forseti til að á dagskrá verði tekið 9.mál, Lög um veiðigjöld 2025. Tillaga forseta var samþykkt samhljóða.
1.Bæjarstjórn - Leyfi frá störfum
2503151
Erindi frá Elínu Frímannsdóttur þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn og nefndum frá 1.apríl 2025 til 31.ágúst 2025.
Afgreiðsla:
Samþykkt með 6 atkvæðum D, O og S lista að veita Elínu Frímannsdóttur leyfi frá störfum í bæjarstjórn til 31.ágúst 2025. Fulltrúar B lista og Magnús Sigfús Magnússon sátu hjá. Önundur Björnsson tekur sæti í bæjarstjórn í stað Elínar.
Samþykkt með 6 atkvæðum D, O og S lista að veita Elínu Frímannsdóttur leyfi frá störfum í bæjarstjórn til 31.ágúst 2025. Fulltrúar B lista og Magnús Sigfús Magnússon sátu hjá. Önundur Björnsson tekur sæti í bæjarstjórn í stað Elínar.
2.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2024 - Fyrri umræða
2503125
Á 162.fundi bæjarráðs dags. 26.03.2025 var samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: MS, MSM, JM.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi til síðari umræðu í bæjarstjórn.
3.Fjárhagsáætlun 2025 - Viðaukar
2503132
Á 162.fundi bæjarráðs dags. 26.03.2025 var samþykkt samhljóða að vísa viðauka 1, leiðrétting á fjárhagsáætlun 2025 til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025.
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025.
4.Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Fjárfestingar 2025
2405023
Á 162.fundi bæjarráðs dags. 26.03.2025 var samþykkt samhljóða að veita heimild til framkvæmda við 3.áfanga Teiga-og Klapparhverfis. Í fjárhagsáætlun 2025 er gert ráð fyrir fjárheimild vegna verkefnisins.
Til máls tóku: SBJ, MSM, MS, AKG, EJP.
Afgeiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgeiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
5.Samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar - Endurskoðun 2025
2502100
Tillögur um endurskoðun og breytingar á samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar - fyrri umræða.
Til máls tóku: MS, MSM, AKG, JM, SBJ, LE, EJP
Afgreiðsla:
Samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa D, O og S lista að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúar B lista og Magnús Sigfús Magnússon greiddu atkvæði á móti.
Magnús Sigfús Magnússon gerði grein fyrir því að afstaða hans um að greiða atkvæði á móti því að málið fari til annarrar umræðu byggist á tillögu um breytingar á 1.gr. samþykktarinnar.
Afgreiðsla:
Samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa D, O og S lista að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúar B lista og Magnús Sigfús Magnússon greiddu atkvæði á móti.
Magnús Sigfús Magnússon gerði grein fyrir því að afstaða hans um að greiða atkvæði á móti því að málið fari til annarrar umræðu byggist á tillögu um breytingar á 1.gr. samþykktarinnar.
6.Dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ (2025).
2501044
Á 161.fundi bæjarráðs dags. 12.03.2025 var samþykkt samhljóða að daggjald vegna dagdvalar hækki til samræmis við reglugerð um dagdvöl aldraðra.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
7.Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Einföldun á þjónustugjaldskrá Suðurnesjabæjar
2405023
Á 161.fundir bæjarráðs dags. 12.03.2025 var gjaldskrá svo breytt samkvæmt minnisblaði sem lá fyrir samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
8.Aðal-og varamenn í nefndum og ráðum Suðurnesjabæjar
2502007
Tillaga frá S-lista um að Önundur Björnsson verði varamaður í bæjarráði í stað Elínar Frímannsdóttur. Önundur Björnsson verði aðalmaður í framkvæmda-og skipulagsráði í stað Elínar Frímannsdóttur. Hlynur Þór Valsson verði varamaður í fjölskyldu-og velferðarráði í stað Elínar Frímannsdóttur. Hlynur Þór Valsson verði aðalmaður í stjórn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í stað Elínar Frímannsdóttur.
Til máls tóku: SBJ, MSM, JM.
Afgreiðsla;
Tillaga S lista samþykkt með atkvæðum fulltrúa D, O og S lista. Fulltrúar B lista og Magnús Sigfús Magnússon sátu hjá.
Afgreiðsla;
Tillaga S lista samþykkt með atkvæðum fulltrúa D, O og S lista. Fulltrúar B lista og Magnús Sigfús Magnússon sátu hjá.
9.Lög um veiðigjöld 2025
2503171
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum nr. 145/2018 um veiðigjald.
Til máls tóku: MS, ÖB, MSM, AKG, EJP.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun sem verði send sem umsögn Suðurnesjabæjar um drög að frumvarpi um breytingar á lögum nr. 145/2018 um veiðigjald í samráðsgátt stjórnvalda.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar gagnrýnir vinnubrögð stjórnvalda við framlagningu á drögum að frumvarpi um breytingar á lögum nr. 145/2018 um veiðigjald, sem er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Í fyrsta lagi er gefinn mjög skammur tími til að veita umsagnir um frumvarpið, einungis 7 virkir dagar þar til samráði skal lokið. Um er að ræða mjög stórt og mikilvægt hagsmunamál fyrir sveitarfélög og sjávarbyggðir í landinu og það er því lágmarks krafa að gefinn sé góður tími fyrir sveitarfélögin til að leggja mat á möguleg áhrif frumvarpsins á sveitarfélög og sjávarbyggðirnar.
Í öðru lagi er harðlega gagnrýnt að með frumvarpinu liggi ekki fyrir greining á mögulegum áhrifum af framkvæmd laganna, en í 129.grein sveitarstjórnarlaga eru ákvæði um að slíkar upplýsingar skulu liggja fyrir þegar svona mál eru lögð fram og hafa áhrif á sveitarfélögin.
Bæjarstjórn lýsir áhyggjum af því að framkvæmd laganna, ef þau verða samþykkt, muni hafa neikvæð áhrif á umsvif sjávarútvegsfyrirtækja í sveitarfélaginu. Starfsemi þeirra leiðir af sér ýmis afleidd störf, svo sem ýmsa þjónustustarfsemi sem er mikilvæg í atvinnulífi hvers sveitarfélags. Þá hefur bæjarstjórn áhyggjur af því að lögin munu hafa neikvæð áhrif á landvinnslu sjávarafla og geti jafnvel valdið því að verulega dragi úr fiskvinnslu á landi. Samkvæmt úttekt Vífils Karlssonar fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi kemur fram að vægi fiskvinnslu í útsvarsgrunni Suðurnesjabæjar árið 2024 hafi verið 10,4%. Þar er ekki talið með vægi ýmissa annarra atvinnugreina og þjónustu sem leiðir af starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Þar liggja verulegir hagsmunir í tekjuöflun sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn bendir á að auk ýmissa áhrifa sem lagasetningin getur komið til með að hafa í för með sér sé sú hætta að útgerðir fiskiskipa í millistærð, einstaklings-og fjölskylduútgerðir leggist af og að veiðiheimildir þeirra færist til stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna. Ef það gerist er hætt við verulegum brestum í einstökum samfélögum sem byggja á atvinnustarfsemi í og við sjávarútveg auk þess sem veiðiheimildir safnist enn frekar til stærri sjávarútvegsfyrirtækja.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar tekur undir og styður við umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, sem hefur látið vinna greiningu á áhrifum frumvarpsins þar sem slík greining fylgir ekki frumvarpinu eins og þó er lögbundið.
Bæjarstjórn hvetur ráðherra sjávarútvegsmála til að leggja sig fram um að eiga eðlilegt og sjálfsagt samráð við sveitarfélögin um þetta mikla hagsmunamál og sýna fram á hver möguleg áhrif verða á sveitarfélög og sjávarbyggðir ef frumvarpið verður að lögum.
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun sem verði send sem umsögn Suðurnesjabæjar um drög að frumvarpi um breytingar á lögum nr. 145/2018 um veiðigjald í samráðsgátt stjórnvalda.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar gagnrýnir vinnubrögð stjórnvalda við framlagningu á drögum að frumvarpi um breytingar á lögum nr. 145/2018 um veiðigjald, sem er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Í fyrsta lagi er gefinn mjög skammur tími til að veita umsagnir um frumvarpið, einungis 7 virkir dagar þar til samráði skal lokið. Um er að ræða mjög stórt og mikilvægt hagsmunamál fyrir sveitarfélög og sjávarbyggðir í landinu og það er því lágmarks krafa að gefinn sé góður tími fyrir sveitarfélögin til að leggja mat á möguleg áhrif frumvarpsins á sveitarfélög og sjávarbyggðirnar.
Í öðru lagi er harðlega gagnrýnt að með frumvarpinu liggi ekki fyrir greining á mögulegum áhrifum af framkvæmd laganna, en í 129.grein sveitarstjórnarlaga eru ákvæði um að slíkar upplýsingar skulu liggja fyrir þegar svona mál eru lögð fram og hafa áhrif á sveitarfélögin.
Bæjarstjórn lýsir áhyggjum af því að framkvæmd laganna, ef þau verða samþykkt, muni hafa neikvæð áhrif á umsvif sjávarútvegsfyrirtækja í sveitarfélaginu. Starfsemi þeirra leiðir af sér ýmis afleidd störf, svo sem ýmsa þjónustustarfsemi sem er mikilvæg í atvinnulífi hvers sveitarfélags. Þá hefur bæjarstjórn áhyggjur af því að lögin munu hafa neikvæð áhrif á landvinnslu sjávarafla og geti jafnvel valdið því að verulega dragi úr fiskvinnslu á landi. Samkvæmt úttekt Vífils Karlssonar fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi kemur fram að vægi fiskvinnslu í útsvarsgrunni Suðurnesjabæjar árið 2024 hafi verið 10,4%. Þar er ekki talið með vægi ýmissa annarra atvinnugreina og þjónustu sem leiðir af starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Þar liggja verulegir hagsmunir í tekjuöflun sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn bendir á að auk ýmissa áhrifa sem lagasetningin getur komið til með að hafa í för með sér sé sú hætta að útgerðir fiskiskipa í millistærð, einstaklings-og fjölskylduútgerðir leggist af og að veiðiheimildir þeirra færist til stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna. Ef það gerist er hætt við verulegum brestum í einstökum samfélögum sem byggja á atvinnustarfsemi í og við sjávarútveg auk þess sem veiðiheimildir safnist enn frekar til stærri sjávarútvegsfyrirtækja.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar tekur undir og styður við umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, sem hefur látið vinna greiningu á áhrifum frumvarpsins þar sem slík greining fylgir ekki frumvarpinu eins og þó er lögbundið.
Bæjarstjórn hvetur ráðherra sjávarútvegsmála til að leggja sig fram um að eiga eðlilegt og sjálfsagt samráð við sveitarfélögin um þetta mikla hagsmunamál og sýna fram á hver möguleg áhrif verða á sveitarfélög og sjávarbyggðir ef frumvarpið verður að lögum.
10.Bæjarráð - 161
2503007F
161.fundur dags. 12.03.2025.
Til máls tóku: MSM, MS, AKG, SBJ.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
11.Bæjarráð - 162
2503026F
162.fundur dags. 26.03.2025.
Til máls tóku: MSM, JM.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
12.Fræðsluráð - 53
2503015F
53.fundur dags. 21.03.2025.
Til máls tóku: JM.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að bæjarstjórn lýsir ánægju með Barnamenningarhátíð sem verður haldin í Suðurnesjabæ í fyrsta skipti í ár og hvetur íbúa til þátttöku.
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að bæjarstjórn lýsir ánægju með Barnamenningarhátíð sem verður haldin í Suðurnesjabæ í fyrsta skipti í ár og hvetur íbúa til þátttöku.
Lagt fram.
13.Framkvæmda- og skipulagsráð - 62
2503016F
62.fundur dags. 19.03.2025.
Til máls tóku: AKG.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
14.Íþrótta- og tómstundaráð - 28
2503017F
28.fundur dags. 19.03.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
15.Fjölskyldu- og velferðarráð - 58
2503021F
58.fundur dags. 20.03.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
16.Ferða-, safna- og menningarráð - 33
2503008F
33.fundur dags. 20.03.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
17.Ungmennaráð - 19
2503025F
19.fundur dags. 21.03.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
18.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2025
2502117
a) 970. fundur stjórnar dags. 25.02.2025
b) 971. fundur stjórnar dags. 25.02.2025
c) 972. fundur stjórnar dags. 11.03.2025
b) 971. fundur stjórnar dags. 25.02.2025
c) 972. fundur stjórnar dags. 11.03.2025
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
19.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - fundargerðir 2025
2501046
810. fundur stjórnar dags. 12.03.2025
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
20.Brunavarnir Suðurnesja - fundargerðir 2025
2502134
91. fundur stjórnar dags. 19.03.2025
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
21.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2025
2502133
52. fundur dags. 13.03.2025
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
22.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2025
2501099
a) 566. fundur stjórnar dags. 11.02.2025
b) 567. fundur stjórnar dags. 11.03.2025
b) 567. fundur stjórnar dags. 11.03.2025
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
23.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir 2025
2502011
316. fundur stjórnar dags. 18.03.2025
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 19:27.