Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2025-2028
2405023
Fjárhagsáætlun 2025-2028, síðari umræða.
2.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar
2308041
a) Viðauki 5 vegna skólavistar grunnskólanemenda utan
lögheimilis.
b) Viðauki 6 vegna frístundastyrkja barna.
c) Viðauki 7 vegna íþrótta- og tómstundaráðs.
d) Viðauki 8 vegna búsetuúrræða barna með fjölþættan vanda.
e) Viðauki 9 vegna fjárhagsaðstoðar til framfærslu.
lögheimilis.
b) Viðauki 6 vegna frístundastyrkja barna.
c) Viðauki 7 vegna íþrótta- og tómstundaráðs.
d) Viðauki 8 vegna búsetuúrræða barna með fjölþættan vanda.
e) Viðauki 9 vegna fjárhagsaðstoðar til framfærslu.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 5, 6, 7, 8 og 9 við fjárhagsáætlun 2024.
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 5, 6, 7, 8 og 9 við fjárhagsáætlun 2024.
3.Strandgata 24 - umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging
2407081
Á 155. fundi bæjarráðs dags. 04.12.2024 var samþykkt samhljóða að hafna erindi frá Proexport ehf um lækkun/niðurfellingu á gatnagerðargjöldum á viðbyggingu núverandi atvinnuhúsnæðis að Strandgötu 24, með vísan til 1. mgr. 1. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
4.Botndýr á Íslandsmiðum lífeyrisskuldbindingar starfsmanna
1806564
Á 155. fundi bæjarráðs dags. 04.12.2024 var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leita frekari gagna sem geti leitt til þess að ríkið taki á sig meiri hlut lífeyrisskuldbindinga vegna starfsmanna en sem nemur 50% af heildar skuldbindingu sem stendur í um 150 mkr. Ef það gengur ekki eftir samþykkti bæjarráð samhljóða að fallast á að ríkið taki á sig 50% af heildar skuldbindingu.
Tóku til máls: MS, MSM
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
5.Tilboð um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til lögheimila utan markaðssvæðis í þéttbýli
2407010
Á 155. fundi bæjarráðs dags. 04.12.2024 var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita samning við Mílu um lagningu ljósleiðara.
Afgreiðsla:
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.
6.Bæjarráð - 154
2411001F
Fundur dags. 12.11.2024.
Tóku til máls: AKG, SBJ og LE
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
7.Bæjarráð - 155
2411010F
Fundur dags. 04.12.2024.
Tóku til máls: MSM, AKG, SBJ, EJP, MS
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
8.Ferða-, safna- og menningarráð - 30
2411002F
Fundur dags. 05.11.2024.
Tóku til máls: ÚMG, OKÁ og JM.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
9.Fræðsluráð - 50
2411009F
Fundur dags. 15.11.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
10.Íþrótta- og tómstundaráð - 25
2410029F
Fundur dags. 20.11.2024
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
11.Ungmennaráð - 16
2411019F
Fundur dags. 19.11.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
12.Fjölskyldu- og velferðarráð - 56
2411015F
Fundur dags. 21.11.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
13.Framkvæmda- og skipulagsráð - 58
2411014F
Fundur dags. 20.11.2024.
Tók til máls: LE
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
14.Hafnarráð - 26
2409018F
Fundur dags. 26.11.2024.
Tóku til máls: MSM, AKG, JM, EJP og SBJ.
Bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon tekur undir bókun B lista undir máli 14.2 í fundargerð hafnarráðs og óskar eftir því að hún sé færð hér til bókar:
"Fulltrúar B-lista í hafnarráði lögðu fram eftirfarandi bókun: B-listi Framsóknar óskaði ítrekað eftir því að senda fulltrúa á Hafnasambandsþingið sem haldið var á Akureyri dagana 24. og 25. október 2024. Í samræmi við það sem hefur tíðkast hingað til, þegar eftirtaldir fulltrúar hafa sótt þingið: Hafnarstjóri Formaður Hafnarráðs Verkefnastjóri Sandgerðishafnar Fulltrúi frá minnihluta Eftir að nýr meirihluti var myndaður í Suðurnesjabæ sumarið 2024 er það ljóst að B-listi á tvo fulltrúa í Hafnarráði og því er formanni Hafnarráðs óheimilt að neita B-lista um þátttöku á Hafnasambandsþinginu. B-listi vill minna formann Hafnarráðs á að honum ber skylda til að fara eftir lögum. Með vísan til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, krefjumst við að réttindum allra fulltrúa í Hafnarráði sé virt. Okkar mat er að það þurfi að fara fram hlutfallskosning um hverjir eigi að fara með atkvæði Sandgerðishafnar á Hafnarsambandsþingi."
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon tekur undir bókun B lista undir máli 14.2 í fundargerð hafnarráðs og óskar eftir því að hún sé færð hér til bókar:
"Fulltrúar B-lista í hafnarráði lögðu fram eftirfarandi bókun: B-listi Framsóknar óskaði ítrekað eftir því að senda fulltrúa á Hafnasambandsþingið sem haldið var á Akureyri dagana 24. og 25. október 2024. Í samræmi við það sem hefur tíðkast hingað til, þegar eftirtaldir fulltrúar hafa sótt þingið: Hafnarstjóri Formaður Hafnarráðs Verkefnastjóri Sandgerðishafnar Fulltrúi frá minnihluta Eftir að nýr meirihluti var myndaður í Suðurnesjabæ sumarið 2024 er það ljóst að B-listi á tvo fulltrúa í Hafnarráði og því er formanni Hafnarráðs óheimilt að neita B-lista um þátttöku á Hafnasambandsþinginu. B-listi vill minna formann Hafnarráðs á að honum ber skylda til að fara eftir lögum. Með vísan til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, krefjumst við að réttindum allra fulltrúa í Hafnarráði sé virt. Okkar mat er að það þurfi að fara fram hlutfallskosning um hverjir eigi að fara með atkvæði Sandgerðishafnar á Hafnarsambandsþingi."
Afgreiðsla:
Lagt fram.
15.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2024
2401045
a) 954. fundur stjórnar dags. 04.11.2024.
b) 955. fundur stjórnar dags. 15.11.2024.
c) 956. fundur stjórnar dags. 20.11.2024.
d) 957. fundur stjórnar dags. 22.11.2024.
e) 958. fundur stjórnar dags. 24.11.2024.
f) 958. fundur stjórnar dags. 29.11.2024.
b) 955. fundur stjórnar dags. 15.11.2024.
c) 956. fundur stjórnar dags. 20.11.2024.
d) 957. fundur stjórnar dags. 22.11.2024.
e) 958. fundur stjórnar dags. 24.11.2024.
f) 958. fundur stjórnar dags. 29.11.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
16.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2024
2401028
806. fundur stjórnar dags. 13.11.2024
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
17.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2024
2401024
562. fundur stjórnar dags. 15.10.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
18.Brunavarnir Suðurnesja - fundargerðir 2024
2403002
a) 87. fundur stjórnar dags. 25.10.2024.
b) 88. fundur stjórnar dags. 21.11.2024.
b) 88. fundur stjórnar dags. 21.11.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
19.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2024
2402100
50. fundur dags. 14.11.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
20.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2024
2405091
54. fundur stjórnar dags. 28.11.2024
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
21.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir
2301091
314. fundur dags. 05.12.2024
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 19:50.
Bókun bæjarstjóra um fjárhagsáætlun:
Umfjöllun um forsendur fjárhagsáætlunar hófst á fyrsta ársfjórðungi ársins og hefur bæjarráð fjallað um áætlunargerðina, forsendur og endanlega tillögu um fjárhagsáætlun á undanförnum mánuðum og þá hefur bæjarstjórn haft nokkra vinnufundi með starfsfólki sveitarfélagsins til yfirferðar yfir starfsáætlanir og ýmsa liði fjárhagsáætlunar.
Ýmsar forsendur liggja til grundvallar vinnslu fjárhagsáætlunar, svo sem hagspár, áætlanir um útsvarstekjur og framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Staða og sýn um þróun atvinnumála og atvinnustigs ásamt spá um þróun íbúafjölda í sveitarfélaginu til næstu missera og ára eru einnig mikilvægar forsendur í áætlanagerðinni. Ýmsir áhrifaþættir eru markaðir nokkurri óvissu og munu hafa áhrif á framvindu áætlana. Þar má m.a. nefna almenna efnahagsþróun, svo sem hvernig mun vaxtastig þróast í náinni framtíð og hvernig tekst til við að vinna bug á verðbólgu.
Á 70. fundi bæjarstjórnar þann 5. júní sl voru samþykkt samhljóða helstu markmið við vinnslu fjárhagsáætlunar. Sveitarfélagið standist fjárhagsleg viðmið um jafnvægisreglu og skuldareglu samkvæmt 64. gr. Sveitarstjórnarlaga. Markmið um að framlegð frá rekstri A og B hluta verði ekki undir 11% á komandi árum. Veltufé frá rekstri verði ekki undir 600 mkr. á ári til að standa undir afborgunum langtímalána og sem mestu af fjárfestingum, sem verði sem mest fjármagnaðar með skatttekjum og söluhagnaði eigna á komandi árum þannig að lántökum verði haldið í lágmarki. Áhersla bæjarstjórnar er á ábyrgð og aðhald í fjármálum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, en á sama tíma og út frá framangreindum markmiðum verði ekki dregið úr þjónustu við íbúa, heldur verði langtímamarkmið að bjóða íbúum upp á sem sem mesta og besta þjónustu á öllum þeim sviðum sem sveitarfélaginu ber að veita. Loks að gjaldskrá þjónustugjalda haldist í takti við þróun verðlags.
Í forsendum fjárhagsáætlunar ársins 2025 er álagningarhlutfall útsvars óbreytt frá fyrra ári, eða 14,97%, álagningarhlutfall fasteignaskatta verður óbreytt frá fyrra ári og almenn þjónustugjaldskrá er uppfærð miðað við verðlagsþróun. Álagningarstuðull vatnsgjalds er lækkaður um 5,8% frá fyrra ári. Gjaldskrá sorpgjalda og sorphirðu er óbreytt frá fyrra ári, en góður árangur íbúa við flokkun á sorpi skilar sér í það miklum tekjum frá Úrvinnslusjóði að ekki er ástæða til að hækka gjöld á íbúa vegna sorpmála. Fyrir það eiga íbúar Suðurnesjabæjar þakkir skildar. Ýmsir útgjaldaliðir eru uppfærðir út frá verðlagsþróun og áætlun um launakostnað byggir á kjarasamningum.
Í rekstraráætlun A og B hluta eru heildartekjur áætlaðar 7.361 mkr. og framlegð rekstrar fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 813 mkr., eða 11,0%. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er rekstrarniðurstaða A og B hluta áætluð jákvæð að fjárhæð 222 mkr.
Í sjóðstreymisyfirliti kemur m.a. fram að veltufé frá rekstri er 842 mkr. og handbært fé frá rekstri 791 mkr. Fjárfestingaáætlun er alls 920 mkr. og er áætlað að tekin verði ný lán allt að fjárhæð 250 mkr. en afborganir langtímaskulda eru áætlaðar 361 mkr. Áætlað er að handbært fé í árslok 2025 verði 601 mkr.
Helstu fjárfestingar á árinu 2025 eru áframhald á uppbyggingu nýrra íbúðahverfa í báðum byggðakjörnum, með tilheyrandi uppbyggingu innviða. Áætlað er að kostnaður við þau verkefni verði um 265 mkr. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalóðum í Suðurnesjabæ og er áætlað að uppbygging íbúðarhúsnæðis haldi áfram á fullum krafti næstu misserin. Gert er ráð fyrir að hafnar verði framkvæmdir við gervigrasvöll og er fjárheimild til þess verkefnis 300 mkr. á árinu 2025. Þessu til viðbótar eru ýmis minni verkefni á framkvæmdaáætlun ársins 2025.
Á árinu 2024 hefur íbúum Suðurnesjabæjar fjölgað um 183, eða 4,5%. Í byrjun desember 2024 eru íbúarnir alls 4.227 samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðskrár. Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um 3,0% á ári næstu árin, samkvæmt miðspá í húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Efnahagsleg staða sveitarfélagsins er góð og er áætlað að skuldaviðmið skv. reglugerð 502/2012 verði 63,6% í árslok 2025 og því vel undir 150% viðmiði skv. fjármálareglu Sveitarstjórnarlaga.
Í þriggja ára áætlun áranna 2026-2028 er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma sveitarfélagsins og efnahagsleg staða standist fjármálareglur Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu og er það samkvæmt markmiði bæjarstjórnar.
Í samræmi við áherslu bæjarstjórnar um ábyrgð og aðhald í fjármálum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, verður á nýju ári unnið að endurskoðun verkferla varðandi fjármálastjórn og eftirlit með rekstri og fjárfestingum með það að markmiði að auka aga í kerfinu og þar með auka ábyrgð og fjárhagslegt aðhald. Þessi verkefni verða unnin í samráði við bæjarráð.
Bókun frá bæjarfulltrúum B lista og bæjarfulltrúa Magnúsi Sigfús Magnússyni:
Minnihlutinn, bæjarfulltrúar B-lista Framsóknar og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon, telja að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 hjá Suðurnesjabæ, sem hér liggur fyrir, gefi ekki raunhæfa mynd af þeim kostnaði sem fyrirséð er að muni lenda á bæjarsjóði. Í því samhengi vilja bæjarfulltrúar B-lista og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon benda á að kostnaður vegna barna með fjölþættan vanda hefur aukist um 254 milljónir milli ára, en þrátt fyrir þetta hafa S-, D- og O-listar einungis áætlað 50 milljónir króna í þessum lið.
Bæjarfulltrúar B-listans og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon vilja einnig gera athugasemdir við skort á samráði við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Minnihlutinn fékk einungis aðkomu á tveimur vinnufundum, þar sem einungis var farið yfir glærur og engar ákvarðanir teknar, ásamt því að ákvörðun um fundartíma var ekki í samráði við fulltrúa minnihlutans. Þetta fyrirkomulag samráðs var því hvorki fullnægjandi né í samræmi við það sem ætti að viðhafast í lýðræðislegum vinnubrögðum. Af ofangreindum ástæðum geta bæjarfulltrúar B-lista Framsóknar og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon ekki stutt framlagða fjárhagsáætlun.
Bókun meirihluta:
Fjárhagsleg ábyrgð vegna málefna barna með fjölþættan vanda liggur hjá ríkinu eins og komið hefur fram í minnisblöðum sviðsstjóra fjölskyldu- og velferðarsviðs ásamt minnisblöðum, greinagerðum og bréfum bæjarstjóra til bæjarstjórnar og ráðamanna í ríkisstjórn og ráðnuneytum. Nú síðast með bréfi til Barna- og Fjölskyldustofu með kröfu um greiðslu ríkisins vegna kostnaðar Suðurnesjabæjar við búsetuúrræði, sem lagt var fram í bæjarráði þann 4. desember sl. Það væri beinlínis óábyrgt að gera fyrirfram ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun sveitarfélagins vegna þjónustu sem ríkinu ber að veita skv. lögum.
Bókun meirihluta bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun:
Meirihluti bæjarstjórnar lýsir ánægju með að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 felur í sér góða efnahagslega og rekstrarlega stöðu Suðurnesjabæjar. Það skapar forsendur til að sveitarfélagið geti veitt íbúum sínum góða þjónustu og haldið áfram með uppbyggingu á innviðum með fjárfestingum nú og í framtíð. Þá er ánægjulegt að skuldaviðmið sé vel undir viðmiði skv. fjármálareglu sveitarstjórnarlaga og er útlit fyrir að rekstrarafkoma tímabilsins standist jafnvægisreglu sveitarstjórnarlaga á tímabilinu. Fjárhagsáætlunin endurspeglar öll þau markmið sem sett voru fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar 2025.
Bæjarfulltrúar hafa unnið að gerð fjárhagsáætlunar á formlegum fundum og einnig á óformlegum vinnufundum með bæjarstjóra og sviðsstjórum Suðurnesjabæjar. Fundirnir voru vel skipulagðir og upplýsandi fyrir bæjarfulltrúa. Á fundunum gátu bæjarfulltrúar komið með tillögur og ábendingar inní fjárhagsáætlunarvinnuna. Meirihlutinn lýsir ánægju með vinnubrögð við gerð fjárhagsáætlunar.
Meirihluti bæjarstjórnar þakkar bæjarstjóra og starfsfólki Suðurnesjabæjar fyrir mikla vinnu og gott samstarf við vinnslu fjárhagsáætlunar. Þá þakkar meirihluti bæjarstjórnar starfsfólki fyrir vel unnin störf á árinu.
Afgreiðsla:
Þjónustugjaldskrá samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta D, O og S lista. Fulltrúar B lista og bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon sátu hjá.
Gjaldskrá Sandgerðishafnar samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta D, O og S lista. Fulltrúar B lista og bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon sátu hjá.
Gjaldskrá vatnsveitu í þéttbýlinu í Sandgerði samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta D, O og S lista. Fulltrúar B lista og bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon sátu hjá. Gjaldskráin samþykkt til birtingar í Stjórnartíðindum.
Fjárhagsáætlun og 3ja ára áætlun samþykkt með 6 atkvæðum meirihluta D, O og S lista. Fulltrúar B lista og bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon greiða atkvæði á móti.