Fara í efni

Bæjarstjórn

74. fundur 06. nóvember 2024 kl. 17:30 - 19:31 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Jónína Magnúsdóttir forseti
  • Einar Jón Pálsson aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson annar varaforseti
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir fyrsti varaforseti
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Elín Frímannsdóttir aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025-2028

2405023

Fyrri umræða.
Tóku til máls: MS, MSM, SBJ, AKG, JM, EJP

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn. Samþykkt samhljóða að álagningarhlutfall útsvars árið 2025 verði óbreytt eða 14,97%.

2.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

2308041

Á 153.fundi bæjarráðs dags. 29.10.2024 var viðauki 4 - Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda, samþykktur samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2024.

3.Suðurnesjabær - Samþykkt um gatnagerðargjöld

2211128

Á 153.fundi bæjarráðs dags. 29.10.2024 var tillaga um breytingar á samþykkt um gatnagerðargjöld o.fl. samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Ákveðið að miða við tillögu B.
Til máls tók: MSM

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta breytingar á samþykkt um gatnagerðargjöld o.fl., samkvæmt tillögu B og til birtingar í B-Deild stjórnartíðinda.

4.Íþróttamaður ársins- reglur um tilnefningar

1811002

Á 24.fundi íþrótta-og tómstundaráðs dags. 16.10.2024 var samþykkt tillaga um viðbót við 4.gr. regla um tilnefningar íþróttamanns ársins, sem felur í sér að íbúum Suðurnesjabæjar gefist einnig kostur á að tilnefna íþróttafólk til kjörs íþróttamanns ársins.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta samþykkt íþrótta-og tómstundaráðs.

5.Íþrótta- og afrekssjóður Suðunesjabæjar

1907069

Á 24.fundi íþrótta-og tómstundaráðs dags. 16.10.2024 voru samþykktar breytingar á reglum um íþrótta-og afrekssjóð. Í 5. grein sem feli í sér að viðkomandi keppendur geti sótt um styrk og í 6. grein sem feli í sér að styrkuphæð hverju sinni skuli miðast við fjármagnsgetu sjóðsins. Lágmarks styrkupphæð miðist við frístundastyrk einstaklings hverju sinni.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta samþykkt íþrótta-og tómstundaráðs.

6.Fræðsluráð, ábyrgð og skyldur

1908043

Á 49.fundi fræðsluráðs dags. 18.10.2024 var vísað til bæjarstjórnar afgreiðslu á tillögu um að heiti ráðsins verði breytt í menntaráð.
Til máls tóku: JM, AKG, MS og MSM.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa tillögu um breytt heiti fræðsluráðs til endurskoðunar á samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar.

7.Íþróttastarfsemi í Suðurnesjabæ

2410107

Á 153.fundi bæjarráðs dags. 29.10.2024 voru lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélagsins Reynis, Knattspyrnufélagsins Víðis og Suðurnesjabæjar um stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ, stefnt er að stofnun nýs félags haustið 2025. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita viljayfirlýsinguna. Bæjarráð lýsir ánægju með frumkvæði og framgöngu íþróttafélaganna með viljayfirlýsingunni. Stofnun og starfsemi eins íþróttafélags í Suðurnesjabæ er mikilvægt framlag við að sameina íbúa sveitarfélagsins í einu samfélagi og til að efla íþróttastarf til framtíðar.
Til máls tóku: JM, SBJ, EJP, OKÁ, MSM, AKG

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta viljayfirlýsinguna. Samþykkt samhljóða að Jónína Magnúsdóttir verði fulltrúi bæjarstjórnar í starfshópi um framgang málsins.

8.Íþróttamannvirki

1901070

Á 153.fundi bæjarráðs dags. 29.10.2024 var erindi frá Knattspyrnufélaginu Reyni og Knattspyrnufélaginu Víði um uppbyggingu knattspyrnumannvirkja í Suðurnesjabæ. Bæjarráð samþykkti samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi tillögur íþróttafélaganna sem fram koma í erindinu:



Knattspyrnuvöllur í Sandgerði (núverandi Bronsvöllur) verði skilgreindur sem aðalvöllur hja nýju félagi í Suðurnesjabæ þannig að hann standist kröfur sem keppnisvöllur í efstu stigum íslenskrar knattspyrnu.

Gerð verði tímasett áætlun um nauðsynlegar framkvæmdir vegna þessa þannig að völlurinn geti þjónað hlutverki sínu sem heimavöllur nýs íþróttafélags keppnistímabilið 2026.



Nýr upphitaður gervigrasvöllur með flóðlýsingu verði staðsettur á gamla malarvelllinum í Garði og verði skilgreindur sem vetraraðstaða til æfinga og keppni í knattspyrnu. Lögð er áhersla á að framkvæmdir við gervigrasvöll vinnist eins hratt og hægt er, þannig að hann verði tilbúinn til notkunar fyrir veturinn 2025/2026.



Knattspyrnuvöllur í Garði (núverandi Nesfiskvöllur) verði áfram notaður til æfinga og keppni þegar þarf, en þar verði ekki farið í framkvæmdir til að viðhalda eða byggja upp áhorfendamannvirki. Hætt verði að nota æfingasvæði á túni norðvestan við völlinn.



Klefar og aðstaða í húsum félaganna, Reynisheimilinu og Víðisheimilinu, verði notaðar fyrir knattspyrnuvellina. Tryggja þarf góðar og reglulegar samgöngur á milli byggðakjarnanna til að börn og ungmenni eigi greiðan aðgang að æfingum og leikjum sem eru ekki í göngufæri við heimili þeirra. Unnið verði að áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suðurnesjabæ í samvinnu sveitarfélags og hins nýja íþróttafélags á komandi árum.



Bæjarráð gerir fyrirvara um framkvæmdatíma á uppbyggingu gervigrasvallar.
Til máls tóku: MSM, JM, AKG, SBJ

B listi lagði fram eftirfarandi tillögu:
B-listi leggur til að sú ákvörðun standi, sem samþykkt var á 70. Fundi bæjarstjórnar 5. júní 2024 um að íþróttamannvirkið Gervigrasvöllur verði reist á aðalvellinum í Sandgerði.

Atkvæðagreiðsla um tillögu B lista: Tillagan felld með 6 atkvæðum fulltrúa D, O og S lista, en fulltrúar B lista og bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon samþykktu tilllöguna.

Atkvæðagreiðsla um afgreiðslu bæjarráðs: Samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa D, O og S lista, fulltrúar B-lista og bæjarfulltrúi Magnús Sigfús Magnússon greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Að lokinni atkvæðagreiðslu lagði B listi fram eftirfarandi bókun:
B-listi telur óábyrgt að samþykkja tillöguna. Þar sem hún mun hafa í för með sér aukinn rekstrar- og framkvæmdarkostnað fyrir Suðurnesjabæ.


Afgreiðsla:
Samþykkt að staðfesta afgreiðslu bæjarráðs, með þeim fyrirvara að iþróttafélögin samþykki að stofnað verði nýtt íþróttafélag eins og fram kemur í viljayfirlýsingu Suðurnesjabæjar, Knattspyrnufélagsins Reynis og Knattspyrnufélagsins Víðis.

9.Dagforeldrar

2001112

Á 153.fundi bæjarráðs dags. 29.10.2024 var til umfjöllunar minnisblað og tillaga um úthlutun styrkja til dagforeldra í Suðurnesjabæ. Samþykkt samhljóða að vísa reglum um styrki til dagforeldra til afgreiðslu í bæjarstjórn þar sem gengið verði út frá því að reglurnar taki gildi frá næstu áramótum.

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta reglur um styrki til dagforeldra og þær taki gildi frá og með 1.janúar 2025.

10.Bæjarráð - 152

2410007F

Fundur dags. 08.10.2024.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

11.Bæjarráð - 153

2410019F

Fundur dags. 29.10.2024.
Til máls tóku: ÚMG

Afgreiðsla:
Lagt fram.

12.Ungmennaráð - 15

2409030F

Fundur dags. 4.10.2024.
Til máls tóku: ÚMG og JM

Afgreiðsla:
Lagt fram.

13.Framkvæmda- og skipulagsráð - 57

2410012F

Fundur dags. 16.10.2024.
Til máls tóku: AKG, MS, EJP, LE, MSM, EF, SBJ, JM

Afgreiðsla:
Lagt fram.

14.Íþrótta- og tómstundaráð - 24

2410014F

Fundur dags. 16.10.2024.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

15.Fræðsluráð - 49

2410013F

49. fundur dags. 18.10.2024.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

16.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 18

2410025F

Fundur dags. 28.10.2024.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

17.Fjölskyldu- og velferðarráð - 55

2410026F

Fundur dags. 30.10.2024.

Afgreiðsla:
Lagt fram.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2024

2401045

a) 952. fundur stjórnar dags. 27.09.2024.

b) 953. fundur stjórnar dags. 25.10.2024.
Til máls tóku: JM

Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að leggja fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn vekur athygli á og tekur undir bókun stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í fundargerð 953.fundar varðandi fyrirkomulag þjónustu barna með fjölþættan vanda. Í bókuninni kemur meðal annars eftirfarandi fram:

„Algjört neyðarástand ríkir hjá þeim sem þjónustuna þiggja og sveitarfélögum sem hafa reynt að bregðast við þjónustufalli ríkisins án þess að hafa til þess úrræði eða fjármagn. Stjórn Sambandsins harmar að ekki sé komið til móts við þennan hóp barna í fjárlögum og kallar eftir því að viðeigandi ráðuneyti komi þegar í stað á fót samninganefnd ásamt Sambandinu til að útfæra yfirfærslu á málaflokknum á grundvelli tillagna í áfangaskýrslu II. Stjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að fylgja því eftir við viðkomandi ráðuneyti.“

Lagt fram.

19.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2024

2401028

805. fundur stjórnar dags. 16.10.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

20.Brunavarnir Suðurnesja - fundargerðir 2024

2403002

86. fundur stjórnar dags. 26.09.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

21.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2024

2402100

Fundargerð 49. fundar stjórnar Svæðisskipulagi Suðurnesja frá 24.10.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

22.Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur - fundargerðir

1905009

72. fundur stjórnar dags. 28.09.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

23.Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2024

2405091

53. fundur stjórnar dags. 15.10.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

24.Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir

2301091

313. fundur dags. 17.10.2024
Til máls tóku: EF, MSM,

Afgreiðsla:
Lagt fram.

25.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2024

2401024

562.fundur stjórnar dags. 15.10.2024
Til máls tóku: EJP

Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:31.

Getum við bætt efni síðunnar?