Bæjarráð
Dagskrá
1.Félagsstarf eldri borgara
2402091
Á 86. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar var samþykkt samhljóða að vísa málinu aftur til bæjarráðs. Um er að ræða tillögur um samræmingu á opnunartíma og þjónustu í félagsstarfi eldri borgara í Suðurnesjabæ. Áður hefur verið fjallað um málið á 179.fundi bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögur íþrótta- og tómstundafulltrúa að samræmingu á opnunartíma og þjónustu í félagsstarfi eldri borgara í Suðurnesjabæ.
Opnunartími á báðum starfsstöðvum verður mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00 til kl. 15:00.
Á opnunartíma verður boðið upp á hádegismat á báðum starfsstöðvum, en til viðbótar verður boðið upp á heimsendan mat þá daga sem félagsstarfið er lokað.
Námskeiðshald verður eflt sem gefur þátttakendum í félagsstarfinu aukin tækifæri til að taka þátt í skipulögðu starfi.
Breytingarnar taki gildi í upphafi árs 2026.