Fara í efni

Bæjarráð

180. fundur 03. desember 2025 kl. 15:30 - 16:34 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Laufey Erlendsdóttir varaformaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Velferðarsvið fjárhagsáætlun 2025

2408002

Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs og forstöðumanni Lækjamóta, ósk um viðauka vegna launaliða í rekstri Lækjamóta. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að lagður verði fram viðauki vegna málsins.

2.Fjárhagsáætlun 2025 - Viðaukar

2503132

Tillaga um viðauka nr. 8, launaliðir í rekstri Lækjamóta. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa viðauka nr. 8 til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Fjárhagsáætlun 2026-2029

2505089

Drög að fjárhagsáætlun 2026-2029. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið
Afgreiðsla:
Fulltrúar S og O lista samþykkja að vísa fjárhagsáætlun tíl síðari umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúi B lista situr hjá.

4.Gervigrasvöllur - hönnun og framkvæmdir

2408077

Minnisblað með samanburði á staðsetningarkostum gervigrasvallar, Sandgerði, Miðjan og Garður.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

5.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

2409109

Fundargerð 49.aðalfundar SSS dags. 04.10.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

6.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - fundargerðir 2025

2501046

817.fundur stjórnar dags. 10.11.2025.
Afgreiðsla:
Varðandi mál 4 í fundargerðinni, tekur bæjarráð jákvætt í tillögu stjórnar SSS um að sveitarfélögin á Suðurnesjum vinni sameiginlega sjálfbærni-og loftslagsstefnu í samræmi við ný drög að Svæðisskipulagi Suðurnesja.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:34.

Getum við bætt efni síðunnar?