Fara í efni

Bæjarráð

179. fundur 26. nóvember 2025 kl. 15:30 - 17:02 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Laufey Erlendsdóttir varaformaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Stefna Suðurnesjabæjar um málefni eldri borgara - Stýrihópur 2025

2501108

Drög að stefnu í málefnum eldri borgara ásamt aðgerðaáætlun.Unnur Ýr Kristinsdóttir íþrótta- og tómstundarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa drögum að stefnu í málaflokkum eldri borgara ásamt aðgerðaráætlun til bæjarstjórnar til staðfestingar.

2.Félagsstarf eldri borgara

2402091

Minnisblað frá íþrótta-og tómstundafulltrúa með tillögu um samræmingu á opnunartíma og þjónustu í félagsstarfi eldri borgara í Suðurnesjabæ. Unnur Ýr Kristinsdóttir íþrótta- og tómstundarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar tillögurnar og samþykkja fulltrúar S og O lista að vísa þeim til frekari úrvinnslu. Fulltrúi B lista greiðir atkvæði á móti.

3.Fjárhagsáætlun 2025 - Viðaukar

2503132

Tillaga um viðauka nr. 7, endurskoðuð fjárfestingaáætlun 2025.
Afgreiðsla:
Samþykkt af fulltrúum S og O lista að vísa viðauka nr.7 til staðfestingar í bæjarstjórn. Fulltrúi B lista greiðir atkvæði á móti.

4.Fjárhagsáætlun 2026-2029

2505089

Tillaga um gjaldskrá fasteignagjalda, vatnsveitu, sorpgjalda, þjónustugjaldskrá og gjaldskrá Sandgerðishafnar, ásamt tillögu um styrki og afslætti.
Bókun fulltrúa S og O lista f.h. meirihluta:
Í tillögu um gjaldskrá fasteignagjalda er lagt til að álagningarhlutfall fasteignaskatts A eigna, íbúðahúsnæðis lækki úr 0,28% í 0,23%, sem er rúmlega 17% lækkun á álagningarhlutfalli frá fyrra ári. Lagt er til að vatnsgjald vatnsveitu í Sandgerði á A eignir, íbúðarhúsnæði lækki úr 0,13% í 0,11%, sem er rúmlega 15% lækkun á álagningarhlutfalli. Gjaldskrá sorphirðu verði óbreytt frá fyrra ári, þjónustugjaldskrá og aðrir liðir taka breytingum í takti við verðlagsbreytingar.

Afgreiðsla:
Fulltrúar S og O lista samþykkja að vísa tillögu um gjaldskrár til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúi B lista greiðir atkvæði á móti.

5.Gervigrasvöllur - hönnun og framkvæmdir

2408077

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs og deildarstjóra umhverfismála með greiningum á valkostinum Miðjan 1. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bókun fulltrúa S og O lista f.h. meirihluta:
Samkvæmt minnisblaðinu eru Miðjan 1 og Miðjan 2 ekki raunhæfir kostir sem næsta skref í framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Suðurnesjabæ. Svæðið er hins vegar vel fallið til þróunar og uppbyggingar til framtíðar litið.

Afgreiðsla:
Fulltrúar S og O lista samþykkja að fela bæjarstjóra að láta vinna áfram að því að skilgreina eignarhald lands á svæðinu. Fulltrúi B lista greiðir atkvæði á móti.

Lagt fram.

6.Lög og reglugerðir til umsagnar

2504019

Frumvarp til laga um brottfararstöð, 230.mál, 157.löggjafarþing.
Afgreiðsla:
Bæjarráð fer fram á samráð milli ríkisins og sveitarfélaganna á Suðurnesjum um lagasetninguna og útfærslu málsins, sem er mikilvægt varðandi framgang þess.

7.Náttúrustofa Suðvesturlands - samningar o.fl.

2412054

Viðauki við samning milli Suðurnesjabæjar og umhverfis-, orku-og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Suðvesturlands. Gildistími samnings er framlengdur til ársloka 2026.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að gildistími samnings milli Suðurnesjabæjar og umhverfis-, orku-og loftslagsráðuneytisins um rekstur Náttúrustofu Suðvesturlands verði framlengdur til ársloka 2026.

8.Hlutafé í Hreyfingu hf. - arðgreiðslur og kauptilboð

2511061

Tilboð frá Fossar fjárfestingabanka hf í hluti Suðurnesjabæjar í Hreyfingu hf.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að taka tilboði frá Fossum fjárfestingabanka hf. í hlutabréf í Hreyfingu hf.

9.Björgunarsveitin Sigurvon

2504072

Erindi frá Björgunarsveitinni Sigurvon varðandi viðhald á eigninni Austurgarður 6 í Sandgerði.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs að fara yfir erindið með fulltrúum Björgunarsveitarinnar Sigurvonar.

10.Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna

2511086

Erindi frá innviðaráðuneyti um opinbera grunnþjónustu, leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

11.Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur - fundargerðir

1905009

Fundargerð 75. fundar dags. 14.10.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:02.

Getum við bætt efni síðunnar?