Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2025 - Viðaukar
2503132
Tillaga um viðauka nr. 5/2025, Barnavernd - Fóstur utan heimilis (börn með fjölþættan vanda). Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
2.Gefnarborg-samningur um rekstur
2304070
Minnisblað frá sviðsstjóra mennta-og tómstundasviðs með ósk um viðauka vegna reksturs Leikskólans Gefnarborgar, að fjárhæð kr. 38.500.000. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir sviðsstjóri mennta- og tómstundarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta leggja fram viðauka samkvæmt minnisblaðinu.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta leggja fram viðauka samkvæmt minnisblaðinu.
3.Nafn á dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ
2509177
Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs og forstöðumanni dagdvalar aldraðra, þar sem kemur fram niðurstaða í skoðanakönnun um heiti dagdvalar. Niðurstaðan er nafnið Skjólgarður.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að formlegt heiti dagdvalar aldraðra verði Skjólgarður.
Samþykkt samhljóða að formlegt heiti dagdvalar aldraðra verði Skjólgarður.
4.Lionsklúbbur Sandgerðis - jólaboð eldri borgara
2510638
Erindi frá Lionsklúbbi Sandgerðis með ósk um hækkað fjárframlag vegna jólaboðs eldri borgara í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Mál í vinnslu.
Mál í vinnslu.
5.Heilbrigðiseftirlit - Breytingar á fyrirkomulagi eftirlits
2510639
Bókun Heilbrigðisnefndar Suðurnesja vegna áforma um breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.
Afgreiðsla:
Fulltrúar S og O lista samþykkja að taka undir bókun Heilbrigðisnefndar Suðurnesja og lýsa áhyggjum af þeim áformum sem uppi eru um breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits, varðandi hagsmuni íbúa og atvinnulífs á starfssvæði heilbrigðiseftirlitsins.
Fulltrúi B lista situr hjá.
Bókun fulltrúa B lista:
Fulltrúa B lista líst vel á að ríkið taki yfir rekstur heilbrigðiseftirlits en telur brýnt að aukið sé samráð um áformin við sveitarfélögin.
Fulltrúar S og O lista samþykkja að taka undir bókun Heilbrigðisnefndar Suðurnesja og lýsa áhyggjum af þeim áformum sem uppi eru um breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits, varðandi hagsmuni íbúa og atvinnulífs á starfssvæði heilbrigðiseftirlitsins.
Fulltrúi B lista situr hjá.
Bókun fulltrúa B lista:
Fulltrúa B lista líst vel á að ríkið taki yfir rekstur heilbrigðiseftirlits en telur brýnt að aukið sé samráð um áformin við sveitarfélögin.
6.Ungmennaráð 2024-2026
2402033
Drög að endurskoðuðu erindisbréfi fyrir ungmennaráð, ásamt minnisblaði frá ungmennaráði varðandi fjárhagsáætlun.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela ungmennaráði frekari úrvinnslu á erindisbréfinu í samræmi við umræðu á fundinum.
Efni minnisblaðs fari til frekari úrvinnslu, m.a. í tengslum við vinnslu fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða að fela ungmennaráði frekari úrvinnslu á erindisbréfinu í samræmi við umræðu á fundinum.
Efni minnisblaðs fari til frekari úrvinnslu, m.a. í tengslum við vinnslu fjárhagsáætlunar.
7.Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Knattspyrnudeild Reynis
2510044
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurnesjum með ósk um umsögn vegna umsóknar Knattspyrnudeildar Reynis um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Samkomuhúsinu í Sandgerði dags. 01.11.2025.
Afgreiðsla:
Með vísan til 10.gr. laga nr. 85/2007 samþykkir bæjarráð samhljóða að staðfesta að umsóknin uppfyllir skilyrði sem falla undir a.-c. liði í 1.tölulið lagagreinarinnar.
Með vísan til 10.gr. laga nr. 85/2007 samþykkir bæjarráð samhljóða að staðfesta að umsóknin uppfyllir skilyrði sem falla undir a.-c. liði í 1.tölulið lagagreinarinnar.
8.Beiðni frá Kvenfélaginu Gefn
2509158
Erindi frá stjórn Kvenfélagsins Gefn, sem leitar eftir afnotum af hentugu húsrými til geymslu á eigum félagsins.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta skoða hvort mögulegt er að koma til móts við erindið.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta skoða hvort mögulegt er að koma til móts við erindið.
Fundi slitið - kl. 16:41.
Samþykkt samhljóða að vísa viðauka nr.5 til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bókun frá fulltrúa B lista:
Fulltrúi B-lista Framsóknar vill minna á að á 75. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, sem haldinn var þann 11. desember 2024, við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025, lagði minnihlutinn fram eftirfarandi bókun:
Minnihlutinn, bæjarfulltrúar B-lista Framsóknar og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon, telja að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 hjá Suðurnesjabæ, sem hér liggur fyrir, gefi ekki raunhæfa mynd af þeim kostnaði sem fyrirséð er að muni lenda á bæjarsjóði. Í því samhengi vilja bæjarfulltrúar B-lista og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon benda á að kostnaður vegna barna með fjölþættan vanda hefur aukist um 254 milljónir milli ára, en þrátt fyrir þetta hafa S-, D- og O-listar einungis áætlað 50 milljónir króna í þessum lið.
Bæjarfulltrúar B-listans og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon vilja einnig gera athugasemdir við skort á samráði við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Minnihlutinn fékk einungis aðkomu á tveimur vinnufundum, þar sem einungis var farið yfir glærur og engar ákvarðanir teknar, ásamt því að ákvörðun um fundartíma var ekki í samráði við fulltrúa minnihlutans. Þetta fyrirkomulag samráðs var því hvorki fullnægjandi né í samræmi við það sem ætti að viðhafast í lýðræðislegum vinnubrögðum. Af ofangreindum ástæðum geta bæjarfulltrúar B-lista Framsóknar og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon ekki stutt framlagða fjárhagsáætlun.
Ljóst er nú, vegna þessara viðauka, að meirihluti S-, D- og O-lista hefur verulega vanáætlað útgjöld í þessum málaflokki og þar með vanfjármagnað þjónustu við börn með fjölþættan vanda.
Þetta staðfestir það sem minnihlutinn benti á við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar að áætlunin var hvorki raunhæf né byggð á fullnægjandi greiningu á raunverulegum rekstrarkostnaði sveitarfélagsins.
Það er áhyggjuefni að þurfa að gera slíka viðauka upp á hundruð milljóna króna innan ársins vegna vanmats í áætlunargerð meirihlutans.
Slíkt vinnulag grefur undan trúverðugleika fjárhagsáætlunarferlisins og sýnir að brýnt er að bæta bæði faglega undirbúning og samráð við gerð næstu fjárhagsáætlunar.