Fara í efni

Bæjarráð

175. fundur 01. október 2025 kl. 06:30 - 07:09 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Laufey Erlendsdóttir varaformaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Suðurnesjabær og almyrkvinn 2026

2409008

Undirbúningur almyrkva í ágúst 2026, gögn til upplýsingar.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

2.Göngustígur milli Garðs og Reykjanesbæjar

2207006

Minnisblað og gögn varðandi áform um uppbyggingu göngu-og hjólastígs milli Garðs og Reykjanesbæjar, til upplýsingar.
Afgreiðsla:
Samþykkt með atkvæðum fulltrúa O og S lista að fela bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs, í samstarfi við Vegagerðina og Reykjanesbæ að halda áfram undirbúningi framkvæmda við göngu-og hjólastíga. Fulltrúi B lista greiðir atkvæði á móti.

Bókun frá fulltrúa B lista:
Fulltrúi B lista telur forgangsröðun hjóla- og göngustígs ranga þar sem að fulltrúi B lista telur forgangsmál að tengja sveitarfélagið við stærsta vinnustað sveitarfélagsins, Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það er að segja upp Sandgerðisveg og að Rósaselstorgi.

3.Umsögn í samráðsgátt stjórnvalda - frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011

2509124

Kynning á frumvarpi til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr.138/2011. Umsagnarfrestur er til 13.október 2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

4.Verk og vit - Sýning - skipulagsmál og mannvirkjagerð

2509160

Minnisblað frá Kadeco með ósk um samstarf við Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ og Isavia um þátttöku á sýningunni Verk og vit í Laugardalshöll í mars 2026.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að taka þátt í verkefninu á sömu forsendum og á sýningunni 2024.

Fundi slitið - kl. 07:09.

Getum við bætt efni síðunnar?