Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Leiðrétting á áætlunarlíkani 2025
2405023
Minnisblað um leiðréttingu á fjárhagsáætlunarlíkani KPMG vegna fjárhagsáætlunar 2025. Leiðréttingin hefur ekki áhrif á fjárhagsáætlun í fjárhagsbókhaldskerfi sveitarfélagsins. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
2.Farsæld barna - Styrkir
2509105
Erindi frá mennta-og barnamálaráðuneyti með upplýsingum um að samþykkt hafi verið að veita Suðurnesjabæ styrk að upphæð kr. 9.000.000 fyrir verkefnið Betri bær fyrir börn. Einnig er styrkur að fjárhæð kr. 43.000.000 til tveggja ára vegna verkefna í þágu farsældar barna á Suðurnesjum.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
3.Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar 16.gr. laga nr. 55/1992
2509073
Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands varðandi uppbyggingu mannvirkja á þekktum sjóflóðasvæðum og ábyrgð sveitarfélaga í skipulagsmálum er það varðar.
Afgreiðsla:
Lagt fram. Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til kynningar í framkvæmda-og skipulagsráði.
Lagt fram. Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til kynningar í framkvæmda-og skipulagsráði.
4.Þjóðlendumál - eyjar og sker
2402041
Fyrir liggur niðurstaða um að íslenska ríkið hafi fallið frá kröfum um eignarhald á eyjum og skerjum út af Sandgerðishöfn.
Afgreiðsla:
Bæjarráð lýsir ánægju með niðurstöðu málsins.
Bæjarráð lýsir ánægju með niðurstöðu málsins.
5.Samband íslenskra sveitarfélaga - Gögn af samráðsfundum
2509112
Gögn frá morgunfundi Sambandsins með framkvæmdastjórum sveitarfélaga dags. 19.09.2025, um þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
6.Rammasamningur um öryggisvöktun
2509114
Kynning á tilboði á grundvelli rammasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga um öryggisvöktun á upplýsingakerfum.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til vinnslu fjárhagsáætlunar.
7.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2025
2509111
Fundarboð ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 01.10.2025.
Afgreiðsla:
Bæjarstjóri mun sitja ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Bæjarstjóri mun sitja ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
8.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
2409109
Fundarboð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 04.10.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 16:23.
Samþykkt samhljóða að staðfesta leiðréttingu samkvæmt efni minnisblaðs.