Bæjarráð
Dagskrá
1.Stefnumótun í fjármögnun grunnskóla
2501048
Kynning á stöðu stefnumótunar um fjármögnun og ráðstöfun fjármuna í grunnskólum Suðurnesjabæjar. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir sviðsstjóri mennta-og frístundasviðs og Haukur Þór Arnarson mannauðsstjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
2.Fjárhagsáætlun 2025 - Viðaukar
2503132
Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun. Viðauki 2 vegna kjarasamninga KÍ. Viðauki 3 vegna eftirskólaúrræða. Viðauki 4 felur í sér tilfærslur fjárheimilda milli deilda barnaverndar. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa viðaukunum til staðfestingar hjá bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða að vísa viðaukunum til staðfestingar hjá bæjarstjórn.
3.Fjárhagsáætlun 2026-2029
2505089
Minnisblað frá sérfræðingi fjármála um forsendur fjárhagsáætlunar og fjárhagsramma fjárhagsáætlunar 2026. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
4.Skerjahverfi - Uppbygging innviða og útboð framkvæmda
2012054
Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs varðandi áframhald framkvæmda við 3. áfanga Skerjahverfis. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
5.Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Teiga-og Klapparhverfi
2405023
Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs varðandi áframhald framkvæmda við 3. áfanga Teiga-og Klapparhverfis. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
6.Víkurbraut 11 Kauptilboð
2507063
Uppfært minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að taka kauptilboði í eignina.
Samþykkt samhljóða að taka kauptilboði í eignina.
7.Vágs Kommuna - vinabæjasamband
2410022
Erindi frá bæjarstjóra Vágs Kommuna í Færeyjum með ósk um endurnýjað vinabæjasamband við Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að vinabæjasamband við Vágs Kommunu verði endurnýjað.
Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að vinabæjasamband við Vágs Kommunu verði endurnýjað.
8.Barnvæn Sveitarfélög
2508101
Erindi frá UNICEF á Íslandi um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að óska eftir kynningu á málefninu, eins og boðið er upp á í erindinu.
Samþykkt samhljóða að óska eftir kynningu á málefninu, eins og boðið er upp á í erindinu.
9.Íþróttabandalag Suðurnesja - Ósk um styrk vegna íþróttaráðstefnu
2509049
Erindi frá Íþróttabandalagi Suðurnesja með ósk um styrk vegna íþróttaráðstefnu þann 17.september 2025.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita umbeðinn styrk.
Samþykkt samhljóða að veita umbeðinn styrk.
10.Fráveita - viðhald
2204082
Minnisblað um ástand fráveitu í Sandgerði og mögulegar aðgerðir til úrbóta. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að heimila þær bráðaaðgerðir sem lagt er til í minnisblaðinu, bæjarráð óskar jafnframt eftir nánari upplýsingum um kostnað við verkefnin.
Samþykkt samhljóða að heimila þær bráðaaðgerðir sem lagt er til í minnisblaðinu, bæjarráð óskar jafnframt eftir nánari upplýsingum um kostnað við verkefnin.
11.Gervigrasvöllur - hönnun og framkvæmdir
2408077
Tillaga frá fulltrúum O og S listum:
Í framhaldi af umfjöllun um uppbyggingu gervigrasvallar á 172.fundi bæjarráðs leggja fulltrúar O og S lista í bæjarráði til, fyrir hönd meirihluta D, O og S-lista, að óskað verði eftir nánari greiningu og kostnaðargreiningu á valkostinum Miðjan 1, sbr. skýrslu Verkís frá maí 2022, um greiningu á staðsetningarkostum gervigrasvallar í Suðurnesjabæ.
Í framhaldi af umfjöllun um uppbyggingu gervigrasvallar á 172.fundi bæjarráðs leggja fulltrúar O og S lista í bæjarráði til, fyrir hönd meirihluta D, O og S-lista, að óskað verði eftir nánari greiningu og kostnaðargreiningu á valkostinum Miðjan 1, sbr. skýrslu Verkís frá maí 2022, um greiningu á staðsetningarkostum gervigrasvallar í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Bæjarfulltrúar O og S lista greiða atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi B lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Bæjarfulltrúar O og S lista greiða atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi B lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.
12.Garðskagi ehf.
2301025
Trúnaðarmál - staða leigusamninga.
Afgreiðsla:
Samþykkt að ganga til nýrra samninga við Garðskaga ehf. samkvæmt fyrirliggjandi gögnum með atkvæðum fulltrúa S og O lista. Fulltrúi B lista greiðir atkvæði á móti.
Samþykkt að ganga til nýrra samninga við Garðskaga ehf. samkvæmt fyrirliggjandi gögnum með atkvæðum fulltrúa S og O lista. Fulltrúi B lista greiðir atkvæði á móti.
Fundi slitið - kl. 17:50.
Lagt fram. Bæjarráð leggur áherslu á að málið verði kynnt fyrir bæjarstjórn.