Fara í efni

Bæjarráð

173. fundur 10. september 2025 kl. 15:30 - 17:50 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Laufey Erlendsdóttir varaformaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Stefnumótun í fjármögnun grunnskóla

2501048

Kynning á stöðu stefnumótunar um fjármögnun og ráðstöfun fjármuna í grunnskólum Suðurnesjabæjar. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir sviðsstjóri mennta-og frístundasviðs og Haukur Þór Arnarson mannauðsstjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram. Bæjarráð leggur áherslu á að málið verði kynnt fyrir bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2025 - Viðaukar

2503132

Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun. Viðauki 2 vegna kjarasamninga KÍ. Viðauki 3 vegna eftirskólaúrræða. Viðauki 4 felur í sér tilfærslur fjárheimilda milli deilda barnaverndar. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa viðaukunum til staðfestingar hjá bæjarstjórn.

3.Fjárhagsáætlun 2026-2029

2505089

Minnisblað frá sérfræðingi fjármála um forsendur fjárhagsáætlunar og fjárhagsramma fjárhagsáætlunar 2026. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

4.Skerjahverfi - Uppbygging innviða og útboð framkvæmda

2012054

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs varðandi áframhald framkvæmda við 3. áfanga Skerjahverfis. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

5.Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Teiga-og Klapparhverfi

2405023

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs varðandi áframhald framkvæmda við 3. áfanga Teiga-og Klapparhverfis. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

6.Víkurbraut 11 Kauptilboð

2507063

Uppfært minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að taka kauptilboði í eignina.

7.Vágs Kommuna - vinabæjasamband

2410022

Erindi frá bæjarstjóra Vágs Kommuna í Færeyjum með ósk um endurnýjað vinabæjasamband við Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að vinabæjasamband við Vágs Kommunu verði endurnýjað.

8.Barnvæn Sveitarfélög

2508101

Erindi frá UNICEF á Íslandi um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að óska eftir kynningu á málefninu, eins og boðið er upp á í erindinu.

9.Íþróttabandalag Suðurnesja - Ósk um styrk vegna íþróttaráðstefnu

2509049

Erindi frá Íþróttabandalagi Suðurnesja með ósk um styrk vegna íþróttaráðstefnu þann 17.september 2025.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita umbeðinn styrk.

10.Fráveita - viðhald

2204082

Minnisblað um ástand fráveitu í Sandgerði og mögulegar aðgerðir til úrbóta. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að heimila þær bráðaaðgerðir sem lagt er til í minnisblaðinu, bæjarráð óskar jafnframt eftir nánari upplýsingum um kostnað við verkefnin.

11.Gervigrasvöllur - hönnun og framkvæmdir

2408077

Tillaga frá fulltrúum O og S listum:

Í framhaldi af umfjöllun um uppbyggingu gervigrasvallar á 172.fundi bæjarráðs leggja fulltrúar O og S lista í bæjarráði til, fyrir hönd meirihluta D, O og S-lista, að óskað verði eftir nánari greiningu og kostnaðargreiningu á valkostinum Miðjan 1, sbr. skýrslu Verkís frá maí 2022, um greiningu á staðsetningarkostum gervigrasvallar í Suðurnesjabæ.



Afgreiðsla:
Bæjarfulltrúar O og S lista greiða atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi B lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.

12.Garðskagi ehf.

2301025

Trúnaðarmál - staða leigusamninga.
Afgreiðsla:
Samþykkt að ganga til nýrra samninga við Garðskaga ehf. samkvæmt fyrirliggjandi gögnum með atkvæðum fulltrúa S og O lista. Fulltrúi B lista greiðir atkvæði á móti.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?