Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Rekstraryfirlit
2405023
Rekstraryfirlit janúar - júní 2025. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
2.Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Fjárfestingar
2405023
Yfirlit yfir framvindu fjárfestinga janúar - júní 2025. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
3.Fjárhagsáætlun 2026-2029
2505089
Drög að tekjuáætlun fjárhagsáætlunar 2026. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
4.Fráveita - viðhald
2204082
Minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála og forstöðumanni umhverfismiðstöðvar um ástand fráveitukerfa vegna úrkomu og flóða. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna drög að tillögum varðandi efni minnisblaðsins.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna drög að tillögum varðandi efni minnisblaðsins.
5.Gervigrasvöllur - hönnun og framkvæmdir
2408077
Minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála og VSÓ Ráðgjöf varðandi hönnun og kostnaðaráætlun gervigrasvallar. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Tillaga lögð fram frá fulltrúa B lista og áheyrnarfulltrúa Magnúsi S. Magnússyni:
Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum teljum við að engar forsendur hafi breyst varðandi staðsetningu á gervigrasvelli í sveitarfélaginu.
Í skýrslu frá Verkís, dags. maí 2022, kom fram að ódýrasti og hagkvæmasti kosturinn væri aðalvöllurinn í Sandgerði. Í kjölfarið var unnin ítarleg valkostagreining sem leiddi til sömu niðurstöðu og þar væri innviðauppbyggingin fyrir hendi.
Því leggjum við til að samþykkt verði Tillaga 2 í þeim gögnum sem koma frá VSÓ ráðgjöf um hönnunar vinnu við völlinn, þar sem áætlaður kostnaður nemur 746.070.550 kr., en það er lægri fjárhæð en í Tillögu 1, sem gerir ráð fyrir 775.852.675 kr.
Við leggjum jafnframt til að framkvæmdir hefjist sem fyrst að loknu keppnistímabili, enda liggur fyrir brýn krafa um uppbyggingu á vetraraðstöðu fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir 300.000.000 kr., til verkefnisins á árinu 2025, sem styður að unnt sé að hefja verkið án tafar.
Tillagan felld með atkvæðum S og O lista gegn atkvæði B lista.
Bókun fulltrúa S og O lista:
Meirihluti bæjarráðs hafnar framkominni tillögu þar sem gögn málsins eru nýtilkomin frá VSÓ og þarfnast frekari skoðunar.
Afgreiðsla:
Mál í vinnslu.
Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum teljum við að engar forsendur hafi breyst varðandi staðsetningu á gervigrasvelli í sveitarfélaginu.
Í skýrslu frá Verkís, dags. maí 2022, kom fram að ódýrasti og hagkvæmasti kosturinn væri aðalvöllurinn í Sandgerði. Í kjölfarið var unnin ítarleg valkostagreining sem leiddi til sömu niðurstöðu og þar væri innviðauppbyggingin fyrir hendi.
Því leggjum við til að samþykkt verði Tillaga 2 í þeim gögnum sem koma frá VSÓ ráðgjöf um hönnunar vinnu við völlinn, þar sem áætlaður kostnaður nemur 746.070.550 kr., en það er lægri fjárhæð en í Tillögu 1, sem gerir ráð fyrir 775.852.675 kr.
Við leggjum jafnframt til að framkvæmdir hefjist sem fyrst að loknu keppnistímabili, enda liggur fyrir brýn krafa um uppbyggingu á vetraraðstöðu fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gerir ráð fyrir 300.000.000 kr., til verkefnisins á árinu 2025, sem styður að unnt sé að hefja verkið án tafar.
Tillagan felld með atkvæðum S og O lista gegn atkvæði B lista.
Bókun fulltrúa S og O lista:
Meirihluti bæjarráðs hafnar framkominni tillögu þar sem gögn málsins eru nýtilkomin frá VSÓ og þarfnast frekari skoðunar.
Afgreiðsla:
Mál í vinnslu.
6.Áramót
2312026
Á 35. fundi ferða-, safna-og menningarráðs dags. 21.082025 var til umfjöllunar minnisblað og kostnaðaráætlun varðandi nýtt brennusvæði í Suðurnesjabæ. Samþykkt samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarráði. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bókun fulltrúa B lista:
Fulltrúa B lista líst vel á tillöguna og vonast til þess að hægt sé að vinna að henni með skjótum hætti í samræmi við umræður á fundinum.
Afgreiðsla:
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Fulltrúa B lista líst vel á tillöguna og vonast til þess að hægt sé að vinna að henni með skjótum hætti í samræmi við umræður á fundinum.
Afgreiðsla:
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
7.Velferðarsvið fjárhagsáætlun 2025
2408002
Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs með ósk um tilfærstlu fjárheimilda milli deilda velferðarsviðs.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna viðauka við fjárhagsáætlun ársins samkvæmt ósk í minnisblaðinu.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna viðauka við fjárhagsáætlun ársins samkvæmt ósk í minnisblaðinu.
8.Sérstakur húsnæðisstuðningur
1806132
Á 60. fundi fjölskyldu-og velferðarráðs dags. 14.08.2025 var samþykkt að vísa endurskoðuðum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Afgreiðsla:
Endurskoðaðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning samþykktar samhljóða.
Endurskoðaðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning samþykktar samhljóða.
9.Félagsstarf eldri borgara
2402091
Minnisblað frá sviðsstjórum mennta-og tómstundasviðs og velferðarsviðs með upplýsingum um breytingar á eldhúsi í Miðhúsum.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
10.Verkefnastjórn innleiðingar farsældar
2507011
Erindi frá verkefnastjóra farsældar með ósk um tilnefningar í farsældarráð og framkvæmdahóp.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að tilnefna Guðrúnu Björgu Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs, Hafdísi Guðrúnu Hilmarsdóttur sviðsstjóra mennta-og frístundasviðs, Laufey Erlendsdóttur og Huldu Ósk Jónsdóttur fulltrúa Suðurnesjabæjar í farsældarráði. Samþykkt að Heiða Ingólfsdóttir verði aðalmaður í framkvæmdahópi og Sóley Gunnarsdóttir varamaður.
Samþykkt samhljóða að tilnefna Guðrúnu Björgu Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs, Hafdísi Guðrúnu Hilmarsdóttur sviðsstjóra mennta-og frístundasviðs, Laufey Erlendsdóttur og Huldu Ósk Jónsdóttur fulltrúa Suðurnesjabæjar í farsældarráði. Samþykkt að Heiða Ingólfsdóttir verði aðalmaður í framkvæmdahópi og Sóley Gunnarsdóttir varamaður.
11.Skólaakstur í Suðurnesjabæ
1907061
Á 56. fundi fræðsluráðs dags. 22.08.2025 samþykkti fræðsluráð reglur um skólaakstur.
Afgreiðsla:
Reglur um skólaakstur í Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða.
Reglur um skólaakstur í Suðurnesjabæ samþykktar samhljóða.
12.Tengjumst í leik - Föruneyti barna
2508063
Á 56. fundi fræðsluráðs dags. 22.08.2025 var samþykkt að óska eftir fjármögnun tveggja námskeiða á þessu fjárhagsári vegna vinnuframlags leiðbeinenda í námskeiðum.
Afgreiðsla:
Erindið samþykkt samhljóða.
Erindið samþykkt samhljóða.
13.Starfsmannamál - Ráðningar í störf
2507051
Minnisblað og greinargerð um niðurstöðu á mati umsækjenda í stöðu mannauðsstjóra.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Sandra Kristín Jónsdóttir verði ráðin í stöðu mannauðsstjóra.
Samþykkt samhljóða að Sandra Kristín Jónsdóttir verði ráðin í stöðu mannauðsstjóra.
14.Fjölskyldu- og velferðarráð - 60
2508002F
60. fundur dags. 14.08.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
15.Framkvæmda- og skipulagsráð - 66
2507014F
66. fundur dags. 20.08.2025.
Bókun B lista um umferðaröryggisáætlun Suðurnesjabæjar:
B-listi Framsóknar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu öryggismála gangandi og akandi vegfarenda við gangbrautina sem liggur yfir Sandgerðisveg í átt að Sandgerðisskóla.
Um er að ræða ein mestu eknu gatnamót sveitarfélagsins, þar sem gangbraut liggur yfir stofnveg (vegnúmer 429). Með tilkomu nýs íbúðarhverfis í Skerjahverfi hefur umferð um gatnamótin aukist til muna, og telur B-listi Framsóknar því mikilvægt að setja aukinn kraft í þau samtöl og vinnu sem snúa að gerð hringtorgs við Byggðaveg, við innkomu í byggðarkjarnann Sandgerði í Suðurnesjabæ. Með því yrði hægt að ná niður umferðarhraða og auka umferðaröryggi á gatnamótunum Byggðavegs, Sandgerðisvegar og Skerjahverfis.
Einnig telur B-listi mikilvægt að bláhattalýsing verði sett upp hið fyrsta við gangbrautina til að auka sýnileika gangandi vegfarenda.
Mikilvægt er að Umferðaröryggisáætlun verði unnin eins hratt og kostur er.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
B-listi Framsóknar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu öryggismála gangandi og akandi vegfarenda við gangbrautina sem liggur yfir Sandgerðisveg í átt að Sandgerðisskóla.
Um er að ræða ein mestu eknu gatnamót sveitarfélagsins, þar sem gangbraut liggur yfir stofnveg (vegnúmer 429). Með tilkomu nýs íbúðarhverfis í Skerjahverfi hefur umferð um gatnamótin aukist til muna, og telur B-listi Framsóknar því mikilvægt að setja aukinn kraft í þau samtöl og vinnu sem snúa að gerð hringtorgs við Byggðaveg, við innkomu í byggðarkjarnann Sandgerði í Suðurnesjabæ. Með því yrði hægt að ná niður umferðarhraða og auka umferðaröryggi á gatnamótunum Byggðavegs, Sandgerðisvegar og Skerjahverfis.
Einnig telur B-listi mikilvægt að bláhattalýsing verði sett upp hið fyrsta við gangbrautina til að auka sýnileika gangandi vegfarenda.
Mikilvægt er að Umferðaröryggisáætlun verði unnin eins hratt og kostur er.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
16.Fræðsluráð - 56
2508008F
56. fundur dags. 22.08.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
17.Ferða-, safna- og menningarráð - 35
2508013F
35. fundur dags. 21.08.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram. Bæjarráð hvetur íbúa Suðurnesjabæjar til þátttöku í Vitadögum 2025.
Lagt fram. Bæjarráð hvetur íbúa Suðurnesjabæjar til þátttöku í Vitadögum 2025.
18.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - fundargerðir 2025
2501046
814. fundur stjórnar dags. 13.08.2025
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
19.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2025
2501099
570. fundur stjórnar dags. 10.06.2025
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 19:14.
Lagt fram.