Bæjarráð
Dagskrá
1.Víkurbraut 11 Kauptilboð
2507063
Minnisblað og kauptilboð vegna Víkurbrautar 11.
2.Frístundarúta í Suðurnesjabæ - áskorun frá barna og unglingaráði Reynis-Víðis
2508001
Áskorun frá barna- og unglingaráði Reynis/Víðis varðandi aukna þjónustu við frístundaakstur.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela íþrótta-og tómstundafulltrúa að eiga viðræður við barna-og unglingaráð um mögulegt umfang og útfærslu á viðkomandi þjónustu.
Samþykkt samhljóða að fela íþrótta-og tómstundafulltrúa að eiga viðræður við barna-og unglingaráð um mögulegt umfang og útfærslu á viðkomandi þjónustu.
3.Nýtt hættumatskort Veðurstofu fyrir Reykjanesskaga
2508003
Kynning á nýrri útgáfu hættumatskorta frá Veðurstofu Íslands fyrir umbrotasvæðið á Reykjanesskaga.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
4.Almannavarnir - Lög um almannavarnir 2025
2508006
Frumvarp til laga um almannavarnir, til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir:
Bæjarráð lýsir ánægju með að í samráðsgátt stjórnvalda séu til umsagnar drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um almannavarnir. Frá því núgildandi lög um almannavarnir tóku gildi árið 2008 hafa orðið margir og mismunandi atburðir sem hafa reynt á viðbragðskerfi almannavarna og það fyrirkomulag um almannavarnir sem lögin kveða á um. Mikil og góð reynsla hefur orðið til á þessu tímabili og nauðsynlegt er að skerpa á lögum um almannavarnir, ekki síst í ljósi þeirrar reynslu en ekki síður út frá margsháttar þjóðfélagslegum og tæknilegum breytingum sem orðið hafa á ýmsum sviðum undanfarin ár, bæði innanlands og alþjóðlega. Heildar endurskoðun laga um almannavarnir er í samræmi við stefnu stjórnvalda í almannavarna-og öryggismálum frá árinu 2021. Undanfarin tvö ár hefur verið virkt samráð um endurskoðun laganna og hafa fulltrúar Suðurnesjabæjar komið að þeirri vinnu.
Undanfarin ár hefur mjög reynt á almannavarnir vegna jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesi. Af því hafa allir aðilar öðlast mikla þekkingu og reynslu og reynt hefur á skipulag og framkvæmd almannavarna á svæðinu. Bæjarráð styður ákvæði í 12.gr. frumvarpsins um að megin regla verði sú að sveitarfélög í sama lögregluumdæmi skulu skipa sameiginlega almannavarnanefnd. Hins vegar leggur bæjarráð til að við ráðningu starfsmanns almannavarnanefnda taki ríkið þátt í þeim kostnaði með sveitarfélögum, í stað þess að allur kostnaður þess falli á sveitarfélögin, eins og kveður á um í 12.gr. Út frá reynslu síðustu ára vegna aðgerða almannavarna á Reykjanesi er um umfangsmikið og stöðugt verkefni að ræða, sem hefur reynt verulega á almannavarnakerfið og sveitarfélögin og því er mikilvægt að almannavarnanefnd hafi starfsmann sem vinni með viðkomandi sveitarfélögum og aðgerðastjórn svæðisins að þeim málum sem um ræðir. Í þessu sambandi er m.a. vísað til 17.gr. frumvarpsins þar sem kveðið er á um samstarf almannavarnanefnda og lögreglustjóra varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir.
Bæjarráð tekur undir megin markmið frumvarpsins, sem miða að því að almannavarnakerfið verði betur í stakk búið til að takast á við hvers konar vá sem kann að steðja að samfélaginu. Í því sambandi er m.a. lögð áhersla á að efla fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir.
Bæjarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir:
Bæjarráð lýsir ánægju með að í samráðsgátt stjórnvalda séu til umsagnar drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um almannavarnir. Frá því núgildandi lög um almannavarnir tóku gildi árið 2008 hafa orðið margir og mismunandi atburðir sem hafa reynt á viðbragðskerfi almannavarna og það fyrirkomulag um almannavarnir sem lögin kveða á um. Mikil og góð reynsla hefur orðið til á þessu tímabili og nauðsynlegt er að skerpa á lögum um almannavarnir, ekki síst í ljósi þeirrar reynslu en ekki síður út frá margsháttar þjóðfélagslegum og tæknilegum breytingum sem orðið hafa á ýmsum sviðum undanfarin ár, bæði innanlands og alþjóðlega. Heildar endurskoðun laga um almannavarnir er í samræmi við stefnu stjórnvalda í almannavarna-og öryggismálum frá árinu 2021. Undanfarin tvö ár hefur verið virkt samráð um endurskoðun laganna og hafa fulltrúar Suðurnesjabæjar komið að þeirri vinnu.
Undanfarin ár hefur mjög reynt á almannavarnir vegna jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesi. Af því hafa allir aðilar öðlast mikla þekkingu og reynslu og reynt hefur á skipulag og framkvæmd almannavarna á svæðinu. Bæjarráð styður ákvæði í 12.gr. frumvarpsins um að megin regla verði sú að sveitarfélög í sama lögregluumdæmi skulu skipa sameiginlega almannavarnanefnd. Hins vegar leggur bæjarráð til að við ráðningu starfsmanns almannavarnanefnda taki ríkið þátt í þeim kostnaði með sveitarfélögum, í stað þess að allur kostnaður þess falli á sveitarfélögin, eins og kveður á um í 12.gr. Út frá reynslu síðustu ára vegna aðgerða almannavarna á Reykjanesi er um umfangsmikið og stöðugt verkefni að ræða, sem hefur reynt verulega á almannavarnakerfið og sveitarfélögin og því er mikilvægt að almannavarnanefnd hafi starfsmann sem vinni með viðkomandi sveitarfélögum og aðgerðastjórn svæðisins að þeim málum sem um ræðir. Í þessu sambandi er m.a. vísað til 17.gr. frumvarpsins þar sem kveðið er á um samstarf almannavarnanefnda og lögreglustjóra varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir.
Bæjarráð tekur undir megin markmið frumvarpsins, sem miða að því að almannavarnakerfið verði betur í stakk búið til að takast á við hvers konar vá sem kann að steðja að samfélaginu. Í því sambandi er m.a. lögð áhersla á að efla fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir.
5.Garðskagi ehf.
2301025
Trúnaðarmál - staða leigusamninga við Garðskaga ehf.
Afgreiðsla:
Afgreiðslu frestað.
Afgreiðslu frestað.
6.Grindavík - Samvinna um barnaverndarþjónustu
2501043
Drög að samningi við Grindavíkurbæ um barnaverndarþjónustu.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Grindavíkurbæ samkvæmt fyrirliggjandi drögum að samningi í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Grindavíkurbæ samkvæmt fyrirliggjandi drögum að samningi í samræmi við umræður á fundinum.
7.Suðurhlíð á Suðurnesjum
2406083
Fundargerð aðalfundar, ársskýrsla og ársreikningur 2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 17:11.
Afgreiðslu frestað, bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.