Fara í efni

Bæjarráð

170. fundur 23. júlí 2025 kl. 15:30 - 16:33 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Jónína Magnúsdóttir varamaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Magnús Sigfús Magnússon áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Frístund fyrir fötluð börn og ungmenni

2504009

Erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs með ósk um viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við eftirskólaúrræði.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að gera viðauka fyrir fjárhagsárið 2025 og vísa áframhaldandi kostnaði til vinnu við fjárhagsáætlun.

2.Helguvíkurvegur 1 - Græni iðngarðurinn

2504040

Erindi frá Græna iðngarðinum með kynningu á stöðu uppbyggingar á iðngarðinum.
Afgreiðsla:
Lagt fram, bæjarstjóra falið að eiga samtal við fulltrúa Græna iðngarðsins.

3.Starfsmannamál - Ráðningar í störf

2507051

Erindi frá mannauðsstjóra þar sem hann segir upp sínu starfi hjá Suðurnesjabæ. Samningur við Intellecta um ráðgjöf við ráðningu í starf mannauðsstjóra.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

4.Samningur um félagsþjónustu, barnavernd og þjónustu við fatlað fólk.

2507061

Uppsögn sveitarfélagsins Voga á samningi um félagsþjónustu, barnavernd og þjónustu við fatlað fólk.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra Suðurnesjabæjar að eiga fund með bæjarstjóra sveitarfélagsins Voga um erindið.

5.Fasteignafélagið Sunnubraut 4 ehf.

2501097

Fundargerð aðalfundar og ársreikningur 2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:33.

Getum við bætt efni síðunnar?