Fara í efni

Bæjarráð

169. fundur 09. júlí 2025 kl. 15:30 - 16:36 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Laufey Erlendsdóttir varaformaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
  • Magnús Sigfús Magnússon áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Verkefnastjórn innleiðingar farsældar

2507011

Minnisblað frá sviðsstjórum mennta-og tómstundasviðs og sviðsstjóra velferðarsviðs. Í minnisblaðinu eru tillögur um verkefnastjórn sem hafi það verkefni að halda utan um innleiðingu á þjónustu í þágu farsældar barna. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir sviðsstjóri mennta-og tómstundasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Tillögur um verkefnastjórn samþykktar samhljóða.

2.Heildstæð tómstundafrístund fyrir 1.-4. bekk

2507005

Minnisblað frá sviðsstjóra mennta-og tómstundasviðs, kynning á þróunarverkefni sem miðar að heildstæðri tómstundafrístund fyrir nemendur 1.-4. bekkja Gerðaskóla. Ósk um fjárheimild til að standa undir kostnaði við verkefnið. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir sviðsstjóri mennta-og tómstundasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita heimild fyrir þróunarverkefninu.

3.Samgönguáætlun - sjóvarnir

2210020

Tillögur Suðurnesjabæjar um sjóvarnaverkefni í samgönguáætlun 2026-2030.
Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar vel unnin og ítarleg gögn um málið og samþykkir samhljóða að staðfesta tillögur um sjóvarnaverkefni í samgönguáætlun.

4.Sandgerðishöfn - samgönguáætlun

2206132

Tillögur um framkvæmdaverkefni í Sandgerðishöfn í samgönguáætlun 2026-2030.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta tillögur um framkvæmdaverkefni í Sandgerðishöfn í samgönguáætlun.

5.Fasteignafélag Sandgerðis - Samruni við Suðurnesjabæ

2507015

Drög að samrunaskjölum vegna samruna Fasteignafélags Sandgerðis ehf. við Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

Bókun fulltrúa B-lista.
Fulltrúi B lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Þar sem ekkert samráð hefur verið haft við fulltrúa B listans við vinnslu þessa máls, sérstaklega í ljósi þess að fulltrúi B listans gegnir jafnframt embætti formanns stjórnar Fasteignafélags Sandgerðis ehf. Í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og áskorana í grunnþjónustu telur fulltrúi B lista ekki réttlætanlegt að ráðast í eignayfirfærslur án víðtækari stefnumótunar um fasteignir bæjarins.

6.Lög um veiðigjöld 2025

2503171

Yfirlýsing frá stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dags. 07.07.2025 varðandi frumvarp til laga um veiðigjald.
Afgreiðsla:
Bæjarráð tekur undir eftirfarandi yfirlýsingu stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga:

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga ítreka afstöðu sína og hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda og þeirra áhyggja sem samtökin hafa komið á fram færi við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn.

Samtökin hvetja þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á löggjöfinni. Það er allra hagur að gögn og greiningar til að undirbyggja mat á áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja og sveitarfélög landsins séu aðgengileg og að vandað sé til allra verka. Ekki aðeins er um að ræða hækkun á stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins heldur er ljóst að hækkunin nær til hundruða annarra fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi, einyrkja sem lítilla fjölskyldufyrirtækja.

Verulegar líkur eru á að hækkun veiðigjalds leiði til aukinnar samþjöppunar fyrirtækja í sjávarútvegi og að starfsemi fiskvinnsla leggist af í ákveðnum byggðarlögum. Nauðsynlegt að áhrifamat sé gert svo að hagaðilar eins og sveitarfélög landsins, sem mörg hver byggja afkomu sína að verulegu leyti á íslenskum sjávarútvegi, geti metið bein og óbein áhrif frumvarpsins, s.s. á útsvarstekjur, tekjur vegna umsvifa í starfsemi hafna, stoðgreinar og nýsköpun.

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir ánægju sinni með að atvinnuveganefnd Alþingis hafi unnið að jákvæðum breytingum á frumvarpinu sem varða hækkun svokallaðs frítekjumarks en ljóst er að vinna þarf málið betur á grundvelli nýrra gagna, uppfæra greiningar og vinna víðtækara áhrifamat, m.a. fjárhagsleg áhrif á sveitarfélög landsins í samræmi við sveitarstjórnarlög.

Við blasir að nauðsynlegt er bæta úr þeim annmörkum sem í ljós hafa komið m.a. varðandi gjald á ákveðnar tegundir. Samtökin lýsa enn yfir vilja sínum til að hækkun veiðileyfagjalda verði innleidd í þrepum.

7.Hafnarráð - 29

2506016F

29. fundur dags. 26.06.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:36.

Getum við bætt efni síðunnar?