Fara í efni

Bæjarráð

163. fundur 09. apríl 2025 kl. 07:00 - 07:45 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Öryggisbrestur vegna netárásar á þjónustuaðila.

2412095

Trúnaðarmál - lokaskýrsla vegna öryggisatviks í desember kynnt.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

2.Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna

2412097

Minnisblað vegna breytinga á leið 89 kynnt.
Afgreiðsla:
Bæjarráð fagnar tengingu leiðar 89 við atvinnusvæðið við flugstöð, en hvetur Vegagerðina til að endurskoða 27% fækkun á ferðum, sem gert er ráð fyrir í nýju leiðakerfi. Bæjarráð bendir á að mikil fjölgun hefur verið og verður á íbúum í Suðurnesjabæ ásamt því að notkun á leið 89 hefur verið vaxandi. Á sama tíma og þessum ferðum er fækkað er einnig verið að fækka stoppistöðvum. Breytingarnar eru einnig í andstöðu við markmið aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum þar sem markmiðið er að auka notkun á almenningssamgöngum utan höfuðborgarsvæðisins.

3.Stuðningsþjónusta almennt

2302021

Trúnaðarmál - Minnisblað frá teymisstjóra Miðjunnar á velferðarsviði með ósk um auknar fjárheimildir vegna stuðningsþjónustu við barn.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta útbúa viðauka í samræmi við erindið.

4.Frístund fyrir fötluð börn og ungmenni

2504009

Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs og teymisstjóra Miðjunnar varðandi frístundaþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Afgreiðsla:
Lagt fram, mál í vinnslu.

5.Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Fjárfestingar

2405023

Yfirlit yfir framvindu fjárfestingaáætlunar janúar-mars 2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

6.HB64 - Viljayfirlýsing IðunnH2

2504028

Viljayfirlýsing við IðunniH2 um svæði til uppbyggingar, drög í vinnslu.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Kadeco og viðkomandi aðila.

Fundi slitið - kl. 07:45.

Getum við bætt efni síðunnar?