Fara í efni

Bæjarráð

162. fundur 26. mars 2025 kl. 15:30 - 16:08 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2024

2503125

Drög að ársreikningi Suðurnesjabæjar 2024. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2025 - Viðaukar

2503132

Viðauki 1, leiðrétting á fjárhagsáætlun 2025. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa viðauka 1 til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Fjárfestingar 2025

2405023

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs þar sem óskað er eftir heimild til að hefja framkvæmdir við 3.áfanga Teiga-og Klapparhverfis. Í fjárhagsáætlun 2025 er gert ráð fyrir fjárheimild vegna verkefnisins.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita heimild til framkvæmda við 3.áfanga Teiga-og Klapparhverfis.

4.Stýrihópur um nýtt íþróttafélag

2412038

Drög að viljayfirlýsingu um samstarfssamning við óstofnað íþróttafélag í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að drög að viljayfirlýsingu verði lögð fyrir stýrihóp um nýtt íþróttafélag.

5.Stefna um aðstöðu og þjónustu við aldraða í Suðurnesjabæ - Stýrihópur 2025

2501108

Minnisblað og upplýsingar frá starfshópi um stefnu um aðstöðu og þjónustu við aldraða í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

6.Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda

2406068

Samningur milli ríkisins og sveitarfélaga um börn með fjölþættan vanda og minnisblað frá velferðarsviði um þjónustu við börn með fjölþættan vanda.
Afgreiðsla:
Bæjarráð lýsir ánægju með það samkomulag sem staðfest hefur verið milli ríkisins og sveitarfélaga um þjónustu við börn með fjölþættan vanda.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við minnisblaðið.

7.Bláa Lónið aðalfundarboð

2303015

Fundarboð aðalfundar Bláa Lónsins hf dags. 11.apríl 2025.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundinum.

8.Fjölsmiðjan á Suðurnesjum - ársfundur 2025

2503124

Fundarboð á ársfund Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum dags. 7.maí 2025.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á ársfundinum.

Fundi slitið - kl. 16:08.

Getum við bætt efni síðunnar?