Fara í efni

Bæjarráð

161. fundur 12. mars 2025 kl. 15:30 - 15:54 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Samgönguáætlun - sjóvarnir

2210020

Minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála, skýrsla um sjávarflóð í byrjun mars 2025 ásamt umfjöllun um áherslur Suðurnesjabæjar vegna uppbyggingar sjóflóðavarna með strönd Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:
Í minnisblaði deildarstjóra umhverfismála koma fram lýsingar á umtalsverðum sjávarflóðum í Suðurnesjabæ í byrjun mars ásamt upplýsingum um áherslur Suðurnesjabæjar til Vegagerðarinnar og stjórnvalda um uppbyggingu varna gegn sjávarflóðum. Það er augljóst að byggja þarf upp mun öflugri varnir gegn sjávarflóðum og styrkja varnir víða með ströndinni, þar sem ágangur sjávar hefur aukist og reikna má með að sú þróun haldi áfram í nánustu framtíð. Miðað við núverandi aðstæður eru ýmis konar mannvirki og verðmæti í hættu. Bæjarráð Suðurnesjabæjar skorar á stjórnvöld að styðja mun meira við aðgerðir til varnar sjávarflóðum með ströndum landsins og verja til þess mun meira fjármagni en nú er gert ráð fyrir í samgönguáætlun. Jafnframt skorar bæjarráð á stjórnvöld að skoða þann kost að sú náttúruvá sem felst í sjávarflóðum verði flokkuð með ofanflóðum og hraunflóðum og byggður verði upp sérstakur sjóður til að fjármagna aðgerðir og framkvæmdir til að verjast þeim náttúruhamförum.

2.Kjarasamningar - Sambandið og KÍ

2502008

Minnisblað frá bæjarstjóra og mannauðsstjóra um fjárhagsleg áhrif af kjarasamningum sveitarfélaga við KÍ.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela stjórnsýslu-og fjármálasviði að vinna tillögur til bæjarráðs um aðgerðir til að mæta útgjaldaauka umfram fjárhagsáætlun að fjárhæð um 70 mkr., sem eru áhrif af kjarasamningunum. Því er beint til stjórnsýslu-og fjármálasviðs að eiga um það verkefni náið samstarf við önnur svið, mannauðsstjóra og bæjarstjóra. Mikilvægt er að tillögur berist til bæjarráðs hið allra fyrsta.

3.Stýrihópur um sértækt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk

2401023

Minnisblað og skýrsla stýrihóps.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs umboð til að hefja viðræður við Brynju leigufélag um byggingu og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Garði, Suðurnesjabæ.

4.Dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ (2025).

2501044

Minnisblað með tillögu um dvalargjald, ásamt samningi við Sjúkratryggingar um rekstur dagdvalar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að daggjald vegna dagdvalar hækki til samræmis við reglugerð um dagdvöl aldraða.

5.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - endurskoðun 2025

2503023

Umsögn Suðurnesjabæjar um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

6.Stefna um aðstöðu og þjónustu við aldraða í Suðurnesjabæ - Stýrihópur 2025

2501108

Verkefnislýsing og skipan stýrihóps um verkefnið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

7.Ungmennaráð - Tillögur til bæjarstjórnar 2025

2503027

Minnisblöð með tillögum til bæjarstjórnar frá sameiginlegum fundi dags. 05.03.2025.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að láta vinna frekari greiningu á tillögum ungmennaráðs og leggja fyrir bæjarráð.

8.Lánasjóður sveitarfélaga - Aðalfundur

2503025

Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 20.03.2025, ásamt tillögum fyrir aðalfund.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

9.XL.Landsþing sveitarfélaga 2025

2503028

Upplýsingar og gögn fyrir Landsþing sveitarfélaga dags. 20.03.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

10.HS Veitur ehf - Aðalfundur 2025

2502090

Fundarboð aðalfundar dags. 27.02.2025.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að bæjarstjóri fari með umboð Suðurnesjabæjar á aðalfundi HS Veitna ehf.

11.Einföldun á þjónustugjaldskrá Suðurnesjabæjar.

2405023

Minnisblað varðandi einföldun á gjaldskrá fyrir útleigu á Samkomuhúsi og Miðgarði.
Afgreiðsla:
Gjaldskrá svo breytt samkvæmt minnisblaðinu samþykkt samhljóða.

12.Stefna um farsæld barna - Umsögn samráðsgátt

2503052

Drög að umsögn Suðurnesjabæjar um tillögu til þingsályktunar um stefnu um farsæld barna, í samráðsgátt stjórnvalda.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að senda umsögnina í samráðsgátt stjórnvalda.

Fundi slitið - kl. 15:54.

Getum við bætt efni síðunnar?