Fara í efni

Bæjarráð

157. fundur 15. janúar 2025 kl. 07:00 - 09:09 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Akstursþjónusta fatlaðra almenn mál

2412055

Minnisblað með beiðni um auka fjárveitingu í málaflokk 0254-41191
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að láta vinna viðauka við fjárhagsáætlun 2024 samkvæmt efni minnisblaðsins.

2.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða á Suðurnesjabær forkaupsrétt að skipinu Dóri GK 42, sem er í söluferli. Skipið verður selt án aflahlutdeilda og aflamarks.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær nýti ekki forkaupsrétt að skipinu Dóri GK 42.

3.Skrá yfir störf sem undanskilin eru verkfallsheimild

1901061

Yfirlit yfir störf hjá Suðurnesjabæ sem eru undanþegin verkfallsheimild.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

4.Skerjahverfi - Land úr C svæði Sandgerði

2111067

Drög að samkomulagi við fjármála-og efnahagsráðuneyti um umsýslu lóða á landi í eigu Ríkissjóðs í Skerjahverfi.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við fjármála-og efnahagsráðuneytið um umsýslu lóða á landi í eigu Ríkissjóðs í Skerjahverfi.

5.Samningar við björgunarsveitir

2009046

Drög að samstarfssamningum við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita samninga við björgunarsveitirnar.

6.Þjóðlendumál - eyjar og sker

2402041

Tilkynning frá Óbyggðanefnd varðandi eyjar og sker úti fyrir strönd Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð tillögu um viðbrögð við kröfum Óbyggðanefndar. Jafnframt verði málið til kynningar á næsta fundi framkvæmda- og skipulagsráðs.

7.Stýrihópur um nýtt íþróttafélag

2412038

Fundargerðir samráðshóps um nýtt íþróttafélag í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

8.Grindavík - Samvinna um barnaverndarþjónustu

2501043

Erindi frá Grindavíkurbæ með ósk um viðræður við Suðurnesjabæ um samvinnu sveitarfélaganna um barnaverndarþjónustu. Hilmar Jón Stefánsson teymisstjóri barnaverndarþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að taka jákvætt í erindið og bæjarstjóra falið að eiga viðræður við Grindavíkurbæ um málið.

9.Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda

2406068

Erindi frá Barna-og fjölskyldustofu, svar við erindi Suðurnesjabæjar dags. 05.12.2024 með kröfu um greiðslu kostnaðar vegna þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Í erindinu kemur m.a. fram að kröfu Suðurnesjabæjar er hafnað. Hilmar Jón Stefánsson teymisstjóri barnaverndarþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga fund með mennta-og barnamálaráðherra um mögulegar lausnir á málinu.

10.Félagsþjónusta - Sameiginlegur rekstur sveitarfélaga á Suðurnesjum

2501006

Erindi frá Grindavíkurbæ um uppsögn samnings um sameiginlegan rekstur þjónustu við fatlað fólk á Suðurnesjum, ásamt svari Reykjanesbæjar við erindinu.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna að málinu í samráði við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum.

11.Félagsstarf eldri borgara

2402091

Minnisblað frá sviðsstjóra mennta-og tómstundasviðs og íþrótta-og tómstundafulltrúa með tillögu um breytingu á félagsstarfi eldri borgara í Suðurnesjabæ. Unnur Ýr Kristinsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð þakkar fyrir minnisblaðið, samþykkt samhljóða að skipaður verði stýrihópur sem taki að sér að móta stefnu um aðstöðu og þjónustu við aldraða í Suðurnesjabæ. Tillaga um skipan stýrihóps ásamt verkefnislýsingu verði lögð fram í bæjarráði.

12.Breyting á gjaldskrá íþróttamiðstöðva

1901070

Tillaga um breytingar á gjaldskrá fyrir líkamsrækt eldri borgara og öryrkja í íþróttamiðstöðvum. Unnur Ýr Kristinsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Tillaga um breytingar á gjaldskrá fyrir líkamsrækt eldri borgara og öryrkja í íþróttamiðstöðvum samþykkt samhljóða. Bæjarráð leggur til að breytingar á gjaldskrá taki gildi 1. febrúar 2025.

Fundi slitið - kl. 09:09.

Getum við bætt efni síðunnar?