Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárfestingar og eftirlit með framvindu
2002031
Yfirlit yfir framvindu fjárfestinga janúar-16.desember 2024. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.
2.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir
2109077
Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs um uppgjör á framkvæmdum við leikskólann Grænuborg. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
3.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar
2308041
Tillaga um viðauka 10, rekstur leikskólans Grænuborgar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa viðaukanum til staðfestingar hjá bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða að vísa viðaukanum til staðfestingar hjá bæjarstjórn.
4.Velferðarnet Suðurnesja
2011075
Stöðuskýrsla október 2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
5.Grindavík - Aukinn kostnaður grunnskóla í kjölfar náttúruhamfara
2405072
Erindi frá Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavíkurbæ dags. 04.12.2024, varðandi börn með lögheimili í Grindavík en sækja leik-og grunnskóla í öðrum sveitarfélögum. Ósk um samninga við viðkomandi sveitarfélög vegna kostnaðar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna að samningi um málið.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna að samningi um málið.
6.Mennta- og barnamálaráðuneytið - samningur um fylgdarlaus börn
2401007
Endurnýjaður samstarfssamningur mennta-og barnamálaráðuneytis og Suðurnesjabæjar um þjónustu við fylgdarlaus börn. Samningurinn gildir til 31.12.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
7.Náttúrustofa Suðvesturlands - samningar o.fl.
2412054
Viðauki við samning milli Suðurnesjabæjar og umhverfis-, orku-og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Suðvesturlands. Gildistími samnings er framlengdur til ársloka 2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
8.Þjónustusamningur við Sv. Voga um aðkeypta launaþjónustu
2306054
Drög að þjónustusamningi við Sveitarfélagið Voga um launaþjónustu.
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samninginn.
9.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn
2412064
Umsagnarbeiðni um umsókn Knattspyrnufélagsins Víðis um tímabundið áfengisleyfi 25. janúar 2025 vegna þorrablóts í íþróttamiðstöðinni í Garði.
Afgreiðsla:
Með vísan til 10.gr. laga nr. 85/2007 samþykkir bæjarráð samhljóða að staðfesta að umsóknin uppfyllir skilyrði sem falla undir 1.tölulið lagagreinarinnar.
Með vísan til 10.gr. laga nr. 85/2007 samþykkir bæjarráð samhljóða að staðfesta að umsóknin uppfyllir skilyrði sem falla undir 1.tölulið lagagreinarinnar.
Fundi slitið - kl. 16:22.
Lagt fram.