Fara í efni

Bæjarráð

156. fundur 18. desember 2024 kl. 15:30 - 16:22 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir varamaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárfestingar og eftirlit með framvindu

2002031

Yfirlit yfir framvindu fjárfestinga janúar-16.desember 2024. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

2.Leikskóli við Byggðaveg-Framkvæmdir

2109077

Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs um uppgjör á framkvæmdum við leikskólann Grænuborg. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

2308041

Tillaga um viðauka 10, rekstur leikskólans Grænuborgar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að vísa viðaukanum til staðfestingar hjá bæjarstjórn.

4.Velferðarnet Suðurnesja

2011075

Stöðuskýrsla október 2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

5.Grindavík - Aukinn kostnaður grunnskóla í kjölfar náttúruhamfara

2405072

Erindi frá Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavíkurbæ dags. 04.12.2024, varðandi börn með lögheimili í Grindavík en sækja leik-og grunnskóla í öðrum sveitarfélögum. Ósk um samninga við viðkomandi sveitarfélög vegna kostnaðar.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna að samningi um málið.

6.Mennta- og barnamálaráðuneytið - samningur um fylgdarlaus börn

2401007

Endurnýjaður samstarfssamningur mennta-og barnamálaráðuneytis og Suðurnesjabæjar um þjónustu við fylgdarlaus börn. Samningurinn gildir til 31.12.2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

7.Náttúrustofa Suðvesturlands - samningar o.fl.

2412054

Viðauki við samning milli Suðurnesjabæjar og umhverfis-, orku-og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Suðvesturlands. Gildistími samnings er framlengdur til ársloka 2025.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

8.Þjónustusamningur við Sv. Voga um aðkeypta launaþjónustu

2306054

Drög að þjónustusamningi við Sveitarfélagið Voga um launaþjónustu.
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samninginn.

9.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn

2412064

Umsagnarbeiðni um umsókn Knattspyrnufélagsins Víðis um tímabundið áfengisleyfi 25. janúar 2025 vegna þorrablóts í íþróttamiðstöðinni í Garði.
Afgreiðsla:
Með vísan til 10.gr. laga nr. 85/2007 samþykkir bæjarráð samhljóða að staðfesta að umsóknin uppfyllir skilyrði sem falla undir 1.tölulið lagagreinarinnar.

Fundi slitið - kl. 16:22.

Getum við bætt efni síðunnar?