Fara í efni

Bæjarráð

155. fundur 04. desember 2024 kl. 15:30 - 17:21 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025-2028

2405023

Drög að fjárhagsáætlun 2025 ásamt þriggja ára áætlun 2026-2028 og tillögur um gjaldskrár. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun, ásamt tillögum um gjaldskrár til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

2308041

Tillaga um viðauka nr 8, einkarekin búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa viðaukanum til staðfestingar hjá bæjarstjórn.

3.Vatnsveita Suðurnesjabæjar - Eignarhald

2411090

Minnisblað frá bæjarstjóra um Vatnsveitu Suðurnesjabæjar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við HS Veitur ehf um mögulegan samruna Vatnsveitu Suðurnesjabæjar við HS Veitur ehf.

4.Sveitarfélagið Vogar - sviðsstjóri fjölskyldusviðs Voga

2411043

Erindi frá Sveitarfélaginu Vogum dags. 08.11.2024. Bæjarráð samþykkti samhljóða að óska eftir því við Suðurnesjabæ að ráðinn verði sviðsstjóri Sveitarfélagsins Voga inn í samrekstur sveitarfélaganna tveggja á sviði félagsþjónustu og fræðslumála, í samræmi við tillögur í minnisblaði. Óskað er eftir að gert verði ráð fyrir stöðugildi sviðsstjóra fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Voga í samrekstri sveitarfélaganna í fjárhagsáætlun 2025.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við Sveitarfélagið Voga um erindið, en bendir á með tilvísun í 96.gr. sveitarstjórnarlaga að Suðurnesjabær er leiðandi sveitarfélag í samstarfi sveitarfélaganna um þau málefni sem samningar milli sveitarfélaganna ná yfir.

5.Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda

2406068

Drög að erindi til Barna-og fjölskyldustofu með kröfu um greiðslu ríkisins vegna kostnaðar Suðurnesjabæjar við búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Suðurnesjabær lítur svo á að samkvæmt lögum sé það skylda ríkisins að útvega úrræði fyrir viðkomandi börn og ríkið eigi þar með að bera kostnað af því en ekki velta ábyrgð og kostnaði á sveitarfélög.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að senda erindi með greiðslukröfu til Barna- og
fjölskyldustofu.

6.Fjárhagsaðstoð - Suðurnesjabær og Vogar

2301003

Minnisblað frá teymisstjóra stuðnings-og stoðþjónustu velferðarsviðs þar sem óskað er eftir aukinni fjárheimild í fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð 6.500.000 vegna aukins kostnaðar fjárhagsaðstoðar.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leggja fram viðauka sbr. efni minnisblaðsins.

7.Strandgata 24 - umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging

2407081

Erindi frá Proexport ehf þar sem óskað er eftir því að tekið verði til málsmeðferðar lækkun/niðurfellingu á gatnagerðargjöldum á viðbyggingu núverandi atvinnuhúsnæðis við Strandgötu 24, á þeim forsendum að félagið sé með þessari viðbyggingu að stækka núverandi atvinnuhúsnæði en ekki byggja nýtt húsnæði frá grunni. Vísað er í 7.gr. samþykktar um gatnagerðargjöld.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að hafna erindinu með vísan til 1.mgr. 1.gr samþykktar um gatnagerðargjöld í Suðurnesjabæ, þar sem fram kemur að af öllum nýbyggingum og viðbyggingum, hvort sem er á eignar- eða leigulóðum í þéttbýli í Suðurnesjabæ, skal greiða tilheyrandi gjöld til bæjarsjóðs eftir því sem nánar segir í samþykkt um gatnagerðargjöld. Bæjarráð telur að vísan til 7.gr samþykktar um gatnagerðargjöld eigi ekki við, þar sem ekki er um sérstakar aðstæður að ræða.

8.Eignarhaldsfélag Suðurnesja

2411120

Erindi frá stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf þar sem vísað er í erindi frá fjármála-og efnahagsráðuneyti fh. Ríkissjóðs Íslands þar sem fram kemur m.a. að ráðuneytið hafi hafið undirbúning þess að losa um hlut ríkisins í félaginu og í því sambandi er fjallað um leiðir sem séu færar varðandi þá aðgerð. Óskað er eftir afstöðu hluthafa í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja hf til erindisins.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær mun ekki kaupa aukinn hlut í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja.

9.Sveitarfélagið Vogar - sameiningarmál

2309116

Erindi frá verkefnisstjórn um óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Voga, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Í erindinu er gerð grein fyrir vinnu verkefnisstjórnar og þeim forsendum sem verkefnisstjórnin telur þurfa að liggja fyrir áður en bæjarstjórnir sveitarfélaganna taka ákvörðun um framhald málsins. Verkefnisstjórnin leggur til við sveitarstjórnirnar að beðið verði með ákvörðun um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skv. 119. gr. sveitarstjórnarlaga þar til fyrir liggur lágmarks yfirlýsing um að stjórn völd muni koma til móts við sveitarfélögin varðandi þær forsendur sem þurfa að liggja fyrir áður en til afgreiðslu kemur í bæjarstjórnunum.
Afgreiðsla:

Tillaga verkefnastjórnar um að beðið verði með ákvörðun um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skv. 119.gr. sveitarstjórnarlaga samþykkt samhljóða

10.Botndýr á Íslandsmiðum lífeyrisskuldbindingar starfsmanna

1806564

Erindi frá fjármála-og efnahagsráðuneyti varðandi erindi frá Suðurnesjabæ um að ríkið taki yfir lífeyrisskuldbindingar starfsmanna sem unnu að botndýrarannsóknum á árunum 1992-2013. Lífeyrisskuldbindingarnar hafa legið hjá sveitarfélaginu en Sandgerðisbær og síðar Suðurnesjabær hafa unnið að því að ríkið samþykki að taka yfir skuldbindingarnar, enda var starfsemin á höndum ríkisins og stofnana þess á sínum tíma en ekki sveitarfélagsins. Í erindi ráðuneytisins kemur fram að vilji sé til að ríkið taki á sig allt að 50% af heildar skuldbindingu vegna málsins, en skuldbindingin stendur nú í 150 mkr.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leita frekari gagna sem geti leitt til þess að ríkið taki á sig meiri hlut skuldbindinganna en fram kemur í erindi ráðuneytisins. Ef það gengur ekki eftir samþykkir bæjarráð samhljóða að fallast á að ríkið taki á sig 50% af heildar skuldbindingu.

11.Tilboð um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til lögheimila utan markaðssvæðis í þéttbýli

2407010

Drög að samningi við Mílu um lagningu ljósleiðar í þéttbýli, sem byggir m.a. á samningi um styrkta ljósleiðaravæðingu í þéttbýli utan markaðssvæða dags. 19.09.2024.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita samning við Mílu.

12.Brunavarnir Suðurnesja - gjaldskrá 2025

2411122

Lögð fram gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja sem samþykkt var af stjórn þann 21.11.2014.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

13.Ályktun félagsmanna KÍ í Suðurnesjabæ

2411106

Ályktun félagsmanna KÍ í Suðurnesjabæ dags. 21.11.2014, sem var afhent bæjarstjóra þann dag. Í ályktuninni kemur m.a. fram að félagsmenn skora á sveitarstjórn að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og íslenska ríkisins. Jafnframt er skorað á sveitarstjóra og sveitarstjórn Suðurnesjabæjar að beita sér fyrir því að staðið verði við gerða kjarasamninga svo tryggt verði að laun félagsfólks í KÍ standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði.
Afgreiðsla:

Bæjarráð bendir á að samningsumboð fyrir hönd Suðurnesjabæjar um gerð kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og væntir bæjarráð þess að samningar náist milli samningsaðila sem fyrst.

14.Neyðarstjórn - náttúruvá

2311009

Fundargerð neyðarstjórnar Suðurnesjabæjar dags. 21.11.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:21.

Getum við bætt efni síðunnar?