Fara í efni

Bæjarráð

154. fundur 12. nóvember 2024 kl. 07:00 - 08:20 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Styrktarsjóður Eignahaldsfélags Brunabótafélags Íslands

2203100

Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, þar sem kemur m.a. fram að ágóðahlutur Suðurnesjabæjar árið 2024 sé kr. 1.384.000.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

2.Minnisblað um mögulega mengunarhættu frá eldsumbrotum á vatnsverndarsvæðum á Reykjanesskaganum

2409134

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og fleiri aðilum með umfjöllun um að hætta sé á að venjubundin dreifing neysluvatns geti raskast vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Í erindinu er fjallað um aðsteðjandi hættur, stöðu neysluvatnsmála og mögulegar aðgerðir.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

3.Barnavernd vistheimili

2309012

Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs og teymisstjóra barnaverndar, sem eru fulltrúar Suðurnesjabæjar í starfshópi um stofnun vistheimilis barna á Suðurnesjum. Starfshópurinn er sammála um að mikil þörf sé á aðgerðum og úrræðum vegna slæmrar stöðu í barnaverndarþjónustu og beinir því til sveitarfélaganna á Suðurnesjum að fjalla um málið í tengslum við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Afgreiðsla:

Bæjarráð tekur undir niðurstöður starfshópsins og samþykkir samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar við vinnslu fjárhagsáætlunar 2025.

4.Húsnæðismál í Suðurnesjabæ - íbúðir fyrir eldri íbúa

2410051

Tillaga frá B-lista um spretthóp sem meti þörf fyrir húsnæði eldri borgara í Suðurnesjabæ og skili tillögum og valkostagreiningum um úrbætur til bæjarráðs.
Tillaga til Bæjarráðs frá B-lista um Húsnæðismál í Suðurnesjabæ - íbúðir fyrir eldri íbúa:
B listi leggur til við Bæjarráð að skipaður verði spretthópur til að meta þörf og koma með tillögur til Bæjarráðs.
Bæjarráð skipar þriggja manna spretthóp sem skal meta þörf fyrir húsnæði eldri borgara í Suðurnesjabæ og skila tillögum og valkostagreiningu um úrbætur til bæjarráðs fyrir 1. febrúar 2025.
Hópurinn skal samanstanda af:
1 aðila frá velferðarsviði
1 aðila frá skipulags- og umhverfissviði
1 aðila frá bæjarstjórn


Bókun B lista:
Húsnæðismál eldri borgara í Suðurnesjabæ eru málefni sem þarfnast brýnna úrbóta. B-listi Framsóknarflokksins leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að bæta aðstöðu eldri íbúa með því að fjölga íbúðum sem eru sérstaklega sniðnar að þörfum þeirra. Eldri borgarar eiga rétt á öruggu og aðgengilegu húsnæði sem styður við sjálfstæða búsetu þeirra og tryggir þeim lífsgæði á efri árum.
Það er ljóst að mikil vöntun er á slíku húsnæði í Suðurnesjabæ. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að sveitarfélagið taki frumkvæði og, í samvinnu við einkaaðila, ráðist í úrbætur á þessu sviði. Mikilvægt er að eldri íbúar hafi raunhæfa möguleika til að búa áfram í sveitarfélaginu þrátt fyrir . Atriði sem spretthópur um húsnæðismál eldri borgara í Suðurnesjabæ gæti haft til hliðsjónar
Spretthópur sem ætlað er að meta þörf fyrir húsnæði eldri borgara í Suðurnesjabæ og leggja fram tillögur og valkostagreiningu um úrbætur þarf að hafa nokkur mikilvæg atriði til hliðsjónar.
Fyrst og fremst er mikilvægt að sveitarfélagið vinni að auknu samtali við alla hlutaðeigandi aðila. Þetta felur í sér að eiga opið og markvisst samtal við fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila, þar á meðal íbúa og einkaaðila, til að setja saman tímalínu og framkvæmdaáætlun fyrir fjölgun íbúða fyrir eldri borgara. Slík samvinna er lykilatriði til að tryggja að verkefnið sé bæði raunhæft og framkvæmanlegt. Góð samræming og skýr tímalína auka einnig líkurnar á því að verkefnið verði árangursríkt og geti skilað jákvæðum áhrifum fyrir samfélagið.
Í öðru lagi þarf sveitarfélagið að hefja vinnu við að skoða möguleika á fjölgun íbúða fyrir eldri borgara. Það er brýn þörf fyrir slíkt húsnæði í Suðurnesjabæ, og því er nauðsynlegt að greina mismunandi úrræði sem gætu komið til greina. Þessi greining ætti að taka mið af bæði núverandi og framtíðarþörfum eldri íbúa og tryggja að húsnæðið sé aðgengilegt, öruggt og viðeigandi fyrir þá sem það nota. Sveitarfélagið þarf að skoða möguleika á samstarfi við einkaaðila til að fjölga íbúðum á hagkvæman hátt.
Aukið lóðarframboð er einnig mikilvægt að horfa til. Spretthópurinn gæti haft til hliðsjónar að sveitarfélagið auki lóðarframboð til að skapa aðstæður fyrir uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara. Með því að tryggja framboð á hentugum lóðum getur sveitarfélagið stutt við hraðari og markvissari uppbyggingu.
Stækkun þjónustubyggingar Miðhúsa er annað atriði sem Framkvæmda- og skipulagsráð þarf að skoða. Stækkun Miðhúsa gæti skapað fleiri íbúðir fyrir eldri borgara og mæta þannig brýnni þörf fyrir húsnæði sem er sérsniðið að þörfum þeirra. Þetta verkefni gæti verið unnið í samstarfi sveitarfélagsins og einkaaðila, sem gæti gert það bæði fjárhagslega hagkvæmt og framkvæmdalega sterkt. Slík samvinna myndi tryggja að húsnæðislausnir fyrir eldri borgara verði þróaðar með sem bestum gæðum og í takti við þarfir íbúanna.
Að lokum gæti spretthópurinn skoðað möguleika á staðsetningu fyrir nýtt hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu. Þar sem slík þjónusta er ekki til staðar í dag, er afar mikilvægt að finna bestu staðsetningu fyrir hjúkrunarheimili, með tilliti til aðgengis, þjónustu og hagsmuni eldri borgara. Hjúkrunarheimili myndi bæta umgjörð fyrir þá sem þurfa meiri umönnun og stuðla að því að þeir geti búið í heimabyggð sinni með viðeigandi stuðningi.
Með því að hafa þessi atriði til hliðsjónar getur spretthópurinn lagt fram heildræna og vel ígrundaða valkostagreiningu sem stuðlar að bættri lífsgæðum eldri borgara í Suðurnesjabæ.

Afgreiðsla:
Bæjarráð tekur vel í þær hugmyndir sem koma fram í tillögunni og greinargerð með henni. Talsverð vinna hefur nú þegar farið fram í þessum málaflokki og ýmis gögn og upplýsingar til staðar. Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu tillögunnar og jafnframt að fela velferðarsviði að taka saman þau gögn um málið sem þegar hafa verið unnin og leggja fyrir bæjarráð.

5.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Erindi

2410024

Drög að bréfi bæjarstjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á kostnaðarsömum búsetuúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda, sem sveitarfélög þurfa að standa undir vegna úrræðaleysis ríkisins.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að senda bréf til Eftirlitsnefndar með fjármál sveitarfélaga til upplýsingar um kostnað sveitarfélagsins vegna málaflokks barna með fjölþættan vanda.

6.Íþrótta- og tómstundaráð

2411029

Ósk um aukna fjárheimild fyrir íþrótta- og tómstundaráð.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að unninn verði viðauki við fjárhagsáætlun 2024 vegna þess kostnaðar sem gerð er grein fyrir í minnisblaði.

7.Frístundastyrkir 2023-2024

2301011

Minnisblað vegna kostnaður við frístundastyrki.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að unnin verði viðauki við fjárhagsáætlun 2024 vegna þess kostnaðar sem gerð er grein fyrir í minnisblaðinu.

8.Fjárfestingar og eftirlit með framvindu

2002031

Yfirlit yfir framvindu fjárfestinga janúar - október 2024. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs ásamt Kjartani Ingvarssyni sérfræðingi fjármála sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Lagt fram. Samþykkt að unnin verði viðauki við fjárhagsáætlun 2024 á grundvelli yfirlitsins.

9.Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda

2406068

Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs og teymisstjóra barnaverndarþjónustu varðandi aukinn kostnað við búsetuúrræði.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að unnin verði viðauki við fjárhagsáætlun 2024 vegna þess kostnaðar sem gerð er grein fyrir í minnisblaðinu.

10.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

2308041

Viðauki 5 vegna skólavistar grunnskólanemenda utan lögheimilis. Viðauki 6 vegna frístundastyrkja barna. Viðauki 7 vegna íþrótta-og tómstundaráð.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að vísa viðaukum til staðfestingar í bæjarstjórn.

11.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2024

2401028

Fundargerð 48. aðalfundar dags. 28.9.2024 og ályktanir um börn með fjölþættan vanda og stækkun Fjölbrautarskóla Suðurnesja.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:20.

Getum við bætt efni síðunnar?