Fara í efni

Bæjarráð

152. fundur 08. október 2024 kl. 15:30 - 17:28 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður
  • Einar Jón Pálsson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir aðalmaður
  • Anton Kristinn Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025-2028

2405023

Lögð fram áætlun frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um tekjur af útsvari 2025 ásamt uppfærðri tekjuáætlun. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Lagt fram, mál í vinnslu

2.Fjárfestingar og eftirlit með framvindu

2002031

Yfirlit yfir framvindu fjárfestinga janúar - september 2024. Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs ásamt Kjartani Ingvarssyni sérfræðingi fjármála sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

3.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Erindi

2410024

Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

4.Vágs Kommuna - vinabæjasamband

2410022

Erindi frá borgarstjóra Vágs Kommuna varðandi vinabæjasamband sveitarfélaganna.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við borgarstjóra Vágs Kommuna um málið.

5.Garðskagi ehf.

2301025

Umfjöllun um málefni Garðskaga ehf.
Afgreiðsla:

Afgreiðsla málsins skráð sem ítarbókun.

6.Goðafoss - erindi um styrk

2410023

Erindi frá Björgvin E. Vídalín Arngrímssyni varðandi leit að skipinu Goðafoss og ósk um styrk frá Suðurnesjabæ vegna verkefnisins.
Afgreiðsla:

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en vill benda viðkomandi á Menningarsjóð Suðurnesjabæjar, Uppbyggingarsjóð Suðurnesja og aðra sambærilega sjóði.

Fundi slitið - kl. 17:28.

Getum við bætt efni síðunnar?