Bæjarráð
Dagskrá
1.Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda
2406068
Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs. Guðrún B. Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
2.Neyðarathvörf Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa
2011068
Minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs með tillögu um uppsögn á samningi við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum. Guðrún B. Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að samningi við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum verði sagt upp.
Samþykkt samhljóða að samningi við Reykjavíkurborg um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum verði sagt upp.
3.Norðurgata 11 - húsnæðismál
2406076
Erindi frá Bláum Mána ehf, áskorun um viðræður vegna sölu fasteignarinnar Norðurgötu 11, Sandgerði.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að hafna ósk um kaup á húsnæðinu.
Samþykkt samhljóða að hafna ósk um kaup á húsnæðinu.
4.Húsnæði og leiguhúsnæði í Suðurnesjabæ
2011102
Minnisblað frá sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs með tillögu um sölu íbúðar úr eignasjóði.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að íbúðin að Vallargötu 16b verði sett á sölu. Sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs falið að leggja fram tillögur um fjölgun félagslegra leiguíbúða fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða að íbúðin að Vallargötu 16b verði sett á sölu. Sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs falið að leggja fram tillögur um fjölgun félagslegra leiguíbúða fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar.
5.Gerðatún Efra - Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi
2202043
Á 55. fundi framkvæmda-og skipulagsráðs dags. 22.07.2024 var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta deiliskipulagstillögu með breytingum sem koma fram í bókun ráðsins.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að staðfesta deiliskipulagstillöguna, skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagið til staðfestingar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða að staðfesta deiliskipulagstillöguna, skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagið til staðfestingar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar
2308041
Viðauki 1 vegna vistunar barns í Klettabæ. Viðauki 2 vegna íþróttamiðstöðvar í Garði. Viðauki 3 vegna sjóvarnargarða við Hafnargötu.
Afgreiðsla:
Viðaukar 1, 2 og 3 samþykktir samhljóða.
Viðaukar 1, 2 og 3 samþykktir samhljóða.
7.Íþróttamannvirki
1901070
Erindi til bæjarráðs frá Knattspyrnufélaginu Víði.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
8.Framkvæmda- og skipulagsráð - 55
2407011F
Fundur dags. 22.07.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 16:14.
Lagt fram.
Bæjarráð leggur áherslu á alvarleika þessara mála. Samþykkt að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi hjá velferðarnefnd Alþingis um málefnið.