Fara í efni

Bæjarráð

145. fundur 26. júní 2024 kl. 15:30 - 16:52 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Einar Jón Pálsson aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Laufey Erlendsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda

2406068

Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs varðandi vöntun á búsetuúrræði hjá barnaverndarþjónustu sveitarfélagsins vegna barna með fjölþættan vanda. Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Hilmar Jón Stefánsson teymisstjóri barnaverndarþjónustu sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð lýsir þungum áhyggjum af því neyðarástandi sem ríkir í málefnum barna með fjölþættan vanda, þar sem sveitarfélög bera ein alla ábyrgð á þjónustu og úrræðum varðandi viðkomandi börn. Bæjarráð skorar á ráðherra barnamála og fjármála að beita sér nú þegar fyrir viðunandi lausnum í málaflokknum og hagræðingu í kostnaði sveitarfélaga vegna þessarar þjónustu. Þá skorar bæjarráð á Samband íslenskra sveitarfélaga að beita sér í þessum málum í þágu sveitarfélaganna í landinu.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun samkvæmt því sem óskað er eftir í minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs og miðað verði við fjárhæð 30 mkr.

2.Fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum

2406028

Erindi frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi til sveitarfélaga vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits, sem færist frá sveitarfélögum til ríkisins.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

3.Suðurnesjabær - Lághitaleit

2402059

Minnisblað frá bæjarstjóra ásamt gögnum varðandi lághitaleit á Suðurnesjum. Fram kemur meðal annars að góð niðurstaða varð af borun eftir lághita við Rockville í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Bæjarráð lýsir ánægju með góðan árangur af lághitaleit á svæðinu, sem er liður í því að tryggja betur orkuöryggi á Suðurnesjum.

4.Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla

2406061

Erindi frá Jafnréttisstofu dags. 19.06.2024 þar sem vakin er athygli á ábyrgð og hlutverki sveitarfélaga til að brúa bilið sem myndast þegar foreldrar hafa fullnýtt fæðingarorlofsrétt og þar til barn fær dvöl á leikskóla.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

5.Skötumessa

2406067

Erindi frá Ásmundi Friðrikssyni fyrir hönd Skötumessu, ósk um gjaldfrjáls afnot af Gerðaskóla vegna Skötumessu 17.júlí 2024.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita Skötumessu gjaldfrjáls afnot af Miðgarði, sal Gerðaskóla þann 17.júlí 2024. Allur ágóði rennur til velferðarmála.

6.Húsnæðismál leik-og grunnskóla Suðurnesjabæjar

2406071

Minnisblað frá bæjarstjóra varðandi húsnæðismál leik-og grunnskóla.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til samninga við Fisktækniskóla Íslands um leigu á hluta húsnæðis Sólborgar til eins árs. Jafnframt samþykkt að skoða þann möguleika að húsnæðið Skerjaborg verði leigt út til afnota fyrir dagforeldra. Samþykkt að selja færanlegar húseiningar við Skerjaborg.

7.Ferða-, safna- og menningarráð - 28

2406008F

Fundur dags. 11.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

8.Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga - 17

2406014F

Fundur dags. 20.06.2024.
Afgreiðsla:
Varðandi mál 8.1 á dagskrá Öldungaráðs, óskar bæjarráð eftir kynningu á viðkomandi minnisblaði um þjónustu og þjónustuþörf aldraðra. Varðandi ályktun öldungaráðs undir dagskrárlið 8.3 um heilbrigðisþjónustu, þá bendir bæjarráð á að Suðurnesjabær hefur síðustu misserin og árin verið í viðræðum við heilbrigðisráðuneyti og HSS um að heilbrigðisþjónusta verði starfrækt í sveitarfélaginu og mun Suðurnesjabær halda uppi þrýstingi á það mál þar til það verður í höfn.

9.Fjölskyldu- og velferðarráð - 52

2406013F

Fundur dags. 20.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

10.Bílastæðasjóður Suðurnesjabæjar - fundargerðir

1911045

6. fundur stjórnar dags. 12.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

11.Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2024

2401024

559. fundur stjórnar dags. 11.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

12.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2024

2402100

47. fundur dags. 13.06.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:52.

Getum við bætt efni síðunnar?