Fara í efni

Bæjarráð

143. fundur 29. maí 2024 kl. 07:00 - 09:43 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Anton Kristinn Guðmundsson formaður
  • Magnús Sigfús Magnússon aðalmaður
  • Jónína Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Gísli Árnason sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Leikskólinn Sólborg

1901046

Umfjöllun um málefni leikskólans Sólborg. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, sviðsstjóri mennta- og tómstundasviðs sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að staðfesta samkomulag við Skóla ehf um samningslok samnings um rekstur leikskólans sem undirritaður var 30.júní 2023 og að Suðurnesjabær taki yfir rekstur leikskólans. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

2.Leikskólar

2203128

Á 47.fundi fræðsluráðs dags. 17.05.2024 var fjallað um dvalartíma barna í leikskólum. Fræðsluráð vísaði málinu til umfjöllunar í bæjarráði. Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, sviðsstjóri mennta- og tómstundasviðs sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að fara leið B samkvæmt tillögu frá Fræðsluráði, að teknir verði upp bindandi skráningadagar á 11 tilteknum dögum skólaárið 2024-2025. Sviðsstjóra mennta- og tómstundasviðs falið að fylgja málinu eftir og kynna niðurstöður í Fræðsluráði þegar þær liggja fyrir.

3.Íþróttamannvirki

1901070

Minnisblað dags. 26.05.2024 frá íþrótta-og tómstundafulltrúa með tillögum frá samráðsteymi um uppbyggingu-og viðhaldsáætlun íþróttamannvirkja. Unnur Ýr Kristinsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir sviðsstjóri mennta- og tómstundasviðs sátu fundinn undir þessum lið.


Fulltrúar B-lista og D-lista leggja fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Íþróttamannvirkið gervigrasvöllur í Suðurnesjabæ fyrir bæði lið sveitarfélagsins verði reyst á aðalvellinum í Sandgerði. Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á aðalvellinum í Sandgerði eins og til dæmis 340 manna stúka, salernisaðstaða fyrir áhorfendur, vélageymsla og plássgott félagsheimili.

Auk þess leggur Bæjarráð til að starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja sem þegar hefur verið skipaður af bæjarráði geri þarfagreiningu og skili af sér tillögum um uppbyggingu íþróttarmannvirkja til næstu ára.

Starfshópurinn hafi það að leiðarljósi að jafnræðis skuli gætt milli byggðakjarna sveitarfélagsins þegar kemur að frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja.“

Bæjarráð þakkar verkfræðistofunni Verkís ásamt starfsmönnum Suðurnesjabæjar fyrir þeirra framlag í málinu.

Afgreiðsla:

Tillaga samþykkt af fulltrúum B-lista og D-lista.

Fulltrúi O-lista í bæjarráði sat hjá.

4.Farsældarráð barna - samstarfssamningur

2405077

Erindi frá stjórn SSS dags. 15.05.2024 um innleiðingu svæðisbundins farsældarráðs.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fara sameiginlega í þetta verkefni í gegnum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

5.Grindavík - Aukinn kostnaður grunnskóla í kjölfar náttúruhamfara

2405072

Erindi frá bæjarstjóra Grindavíkurbæjar dags. 23.05.2024 varðandi uppgjör vegna skólagöngu grindvískra barna.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að við uppgjör á kostnaði vegna skólagöngu grindvískra barna verði miðað við 30% af viðmiðunargjaldskrá Samband íslenskra sveitarfélaga.

6.Stýrihópur um sértækt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk

2401023

Á 51. fundi fjölskyldu-og velferðarráðs dags. 21.05.2024 var fjallað um drög að skýrslu um mat á stuðningsþörf og þörf fyrir sértæka búsetu fyrir fatlað fólk. Ráðið vísar tillögum í skýrslunni til bæjarráðs.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að stofna verkefnishóp sem vinni eftir tillögum í framlögðu minnisblaði. Einnig að gera skulu ráð fyrir nauðsynlegri lóð fyrir sértækt búsetuúræði fyrir fatlað fólk í Garði.

7.Starfsmannamál

2307056

Minnisblað um námsleyfi starfsmanns. Haukur Þór Arnarson mannauðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að verða við tillögum í minnisblaði.

8.Lög og reglugerðir til umsagnar

1902075

a) 1114. mál, frv. til laga um Tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir)

b) 1036. mál, þál. tillaga um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

9.Forkaupsréttur fiskiskipa

1903011

Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða á Suðurnesjabær forkaupsrétt að skipinu Ísbjörn GK087, sem er í söluferli. Skipið verður selt án aflahlutdeilda og án aflamarks.
Afgreiðsla:

Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti að skipinu Ísbjörn GK087.

10.Ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja

2205089

Ársreikningur 2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

11.Fjölsmiðjan á Suðurnesjum- ársfundur 2024

2404000

Ársskýrsla og ársreikningur Fjölsmiðjunnar fyrir árið 2023.
Afgreiðsla:

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:43.

Getum við bætt efni síðunnar?